Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 77
FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 41 LOUISE REDKNAPP Louise hefur verið valin kynþokkafyllsta kona áratugarins af karlatímaritinu FHM. Síðastliðin tíu ár hefur Louise ávallt verið á blaði yfir kynþokkafyllstu konurnar að mati lesenda FHM. Leikkonan Halle Berry fékk ný-lega nálgunarbann á fyrrum hermann úr sérdeild bandaríska hersins. Maður- inn heldur því fram að það séu örlög hans að giftast Berry og hefur hótað henni, umboðs- manni hennar og öðru starfsfólki öllu illu reyni hún að sporna við ör- lögunum. Hermaðurinn er grein- lega ekki með öllum mjalla því hann heldur að umboðsmaður Berry sé pabbi hennar. Hann hef- ur einnig sent leikkonunni fjölda gjafa, meðal annars trúlofunar- hring. Berry segist ekkert þekkja manninn og vill ekki eiga nein kynni við hann. Vegna herþjálf- unnar hans óttast Berry um ör- yggi sitt og dómarinn sem setti nálgunarbann á manninn gerði lögreglu viðvart og krafðist þess að málið yrði tekið alvarlega. F jölskylduerjur leikkonunnarungu Lindsay Lohan eru komnar í blöðin. Pabbi hennar og mágur hans eru ekki alltaf bestu mátar og nýlega þurfti að kalla til lögreglu á heimili þeirra eftir að blóðug slagsmál brutust út þeirra á milli í fermingarveislu bróður leikkonunnar. Þetta er hið vand- ræðalegasta mál fyrir stúlkuna því pabbi hennar kom fram í sjónvarpinu þar sem hann reyndi að gera lítið úr öllu saman og sagði að Lindsay væri hörkutól sem kynni að bíta á jaxlinn. Leikarinn Jim Caviezel, sem lékJesú Krist í The Passion of the Christ, afþakkaði nýverið boð um að leika í auglýsinga- herferð um „himnes- ka“ stuttermaboli. Fyrirtækið bauð leikaranum 75 milljónir dollara í laun en leikar- inn sagði að hann gæti aldrei fyr- irgefið sjálfum sér ef hann tæki slíku boði, sérstaklega í ljósi þess að margir strangtrúaðir kaþólikk- ar fengu svo mikið út úr því að sjá myndina um píslargönguna. Kona búsett í Flórída var hand-tekin á dögunum fyrir að bíta hausinn af gæludýri nágranna- konu sinnar. Umrætt gæludýr er nokkuð óvenjulegt því um kyrki- slöngu var að ræða. Cynthia Christensen, sem er bundin við hjólastól, var ásamt hópi ná- granna sinna þegar hún gerði árásina. Hún spurði eigandann sakleysislega hvort hún mætti handleika slönguna en sagði við vinina þegar eigandinn fjarlægð- ist að hún hefði í hyggju að bíta hausinn af. Þegar eigandi slöng- unnar sneri til baka andartaki síð- ar sá hún hauslausa slönguna dangla í hendi Cynthiu. Svo heppilega vildi til að kær- asti eigandans var staddur á heimildi sínu rétt hjá og sá atlög- una greinilega. Hann hringdi strax í lögregluna á svæðinu, sem kom undir eins og handtók Cynthiu. Sér til málsbóta sagðist hún hafa bitið hausinn af þar sem slangan hafi bitið hana fyrst og hún ákveðið að hefna sín. Stuttu seinna breytti hún þá sögunni og sagði hund hafa ráðist á kyrkislönguna með þeim afleið- ingum að hausinn fór af. Í skýrslu lögreglunnar segir að bitförin á slöngunni geti ekki verið eftir hund auk þess sem ekki var far eftir slöngubit á Cynthiu. Cynthia Christensen, sem er 46 ára, hefur verði ákærð fyrir slæma meðferð á dýrum. Verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér sektir og allt að fimm ára fangelsi. ■ Kona beit haus af kyrkislöngu nágrannans. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Beit hausinn af KYRKISLANGA Cynthia hefur verið ákærð fyrir slæma meðferð á dýrum eftir að hún beit hausinn af kyrki- slöngu nágrannans. ■ FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.