Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 26

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 26
Á Laugaveginum er búið að opna nýstárlega úra- og skartgripa- verslun sem ber hið skemmtilega nafn Úr að ofan. „Vinur minn átti hugmynd að þessu nafni,“ segir Rúnar I. Hannah, eigandi verslun- arinnar, sem lét hanna lógó í stíl við nafnið. Lógóið sýnir stúlku bera að ofan sem heldur fyrir brjóst sín og er með stórt úr á úln- liðnum. „Ég hafði smá áhyggjur af mótmælum frá femínistum vegna lógósins en það er svo smekklega unnið að það virðist ekki móðga neinn.“ Rúnar er lærður úrsmiður og ekki sá fyrsti í fjölskyldunni því faðir hans, föðurbróðir og afi voru allir úrsmiðir. Rúnar menntaði sig í Danmörku og tók meðal annars starfsnámið í úraverslun á Strikinu í Kaupmannahöfn. „Mannlífið er mjög líflegt á Strikinu og það var mikið ævintýri að starfa þar,“ segir Rúnar, sem segir þá reynslu hafa verið honum í huga þegar hann ákvað hvernig verslun hann vildi reka. Aldrei kom annað til greina en að opna búðina á Laugaveginum þar sem stemningin sé einstök. Ferða- mannastraumurinn berst meira þangað og mannlífið er litskrúðugra. „Úrið hefur misst stöðu sína sem nauðsynlegur tímagjafi og hefur skipað sér sess sem skart- gripur,“ segir Rúnar, sem lítur á verslun sína fyrst og fremst sem tískuvöruverslun. „Ég vil bjóða fólki flott og skemmtileg tískuúr á góðu verði. Úrin sem ég býð eru ekki hugsuð sem langtímaeign sem munu vera á úlnlið sömu manneskjunni næstu tuttugu árin eða svo. Fólk á að nota þessi úr eftir klæðnaði og stemningu og þeim er svo skipt út eins og hverri annari tískuvöru,“ segir Rúnar og talar um að frelsið í hönnun á úrunum sé mikið þegar þau eru ekki hugsuð sem gripur sem á að nota um aldur og ævi og passa við öll tækifæri. ■ Hvort sem það er brúðkaup, afmæli eða veisla af einhverju tagi þá eru drapplitaðir kjólar í tísku í sumar. Stjörnur eins og Naomi Campell, Claire Danes, Beyoncé Knowles og Britney Spears eru farnar að skarta sínu fín- asta í drapplituðu og greinilegt er að liturinn er kominn til að vera í sumar. [ FÖT ÚR LÍFRÆNT RÆKTUÐU EFNI ] Hreinar náttúruafurðir í tísku Lífrænt ræktuð matvæli eru það heitasta í dag og nú vilja bændur í lífrænni ræktun komast inn í fataskápa neytenda. Framleiðendur lífrænt ræktaðra vara héldu sýningu í Chicago á dögunum og þar kynnti fyrirtækið Indigenous Designs föt sem framleidd eru úr lífrænt ræktaðri bómull. Forráðamenn fyrirtækisins telja fullvíst að næg eftir- spurn sé eftir slíkum fötum. En þrátt fyrir að fötin komi í litum sem kallaðir eru náttúrulegum nöfnum á borði við „vatnsmelóna“, „mynta“ og „jurt“ viðurkenna þeir að þeir telji sig tilneydda til að lita fötin með ónáttúrulegum efnum. Plöntulitir haldi svo hræðilega illa. ■ Ég á fjórar gamlar prjónaðar peysur sem ég held mikið upp á og þykir vænt um,“ segir Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona. „Tvær peysur prjón- aði mamma þegar hún var á tvítugsaldri, ein lopa- peysa var prjónuð á pabba þegar hann var um 25 ára. Hana er búið að þvo svo oft að hún er orðin frekar lítil og passar vel á mig, er þétt og þæfð en alveg æðisleg. Þá fjórðu prjónaði gömul frænka á mömmu mína. Þetta eru rosa flottar peysur og vel með farnar. Enda reyni ég að passa upp á þær. Það er svo gaman að eiga eitthvað handgert. Ein er til dæmis marglit úr fínu garni og það hefur örugg- lega tekið langan tíma að prjóna hana.“ Guðrún Árný segist nota peysurnar heilmikið. „Ein þeirra er frekar þunn og ég er eiginlega alltaf í henni, til dæmis undir kápum. Svo er ég bara yfirleitt mikið í peysum. Ég verð eiginlega alltaf að hafa peysu og trefil, það veitir mér visst öryggi.“ Hún seg- ist sjálf prjóna mikið og hafa byrjað á því þegar hún var fimmtán ára. „Ég hefði örugglega ekki byrjað á þessu nema af því að mamma prjónaði svo mikið. Ég prjóna barnaföt í bunkum og bíð svo bara eftir tæki- færi til að gefa þau. Mér finnst gaman að hafa eitt- hvað á prjónunum og barnaföt eru fljótlegri. Á mig sjálfa prjóna ég aðallega vettlinga og fylgihluti. Ég sauma reyndar mikið líka, til dæmis bútasaum.“ ■ Tískuverslunin Úr að ofan: Úrið hefur fengið nýtt hlutverk Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona í peysu sem mamma hennar prjónaði. „Mamma mín prjónaði aðra alveg eins á sig fyrir nokkrum árum en hún týndist og við vorum alveg miður okkar því það liggur svo mikil vinna að baki.“ Fossil-herraúr með leðuról. Kr. 9.400 Dolce & Gabbana- kvenmannsúr. Kr. 18.700 Diesel-herraúr. Kr. 13.400 DKNY-kvenmannsúr með leðuról. Kr. 9.800

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.