Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 26
Á Laugaveginum er búið að opna nýstárlega úra- og skartgripa- verslun sem ber hið skemmtilega nafn Úr að ofan. „Vinur minn átti hugmynd að þessu nafni,“ segir Rúnar I. Hannah, eigandi verslun- arinnar, sem lét hanna lógó í stíl við nafnið. Lógóið sýnir stúlku bera að ofan sem heldur fyrir brjóst sín og er með stórt úr á úln- liðnum. „Ég hafði smá áhyggjur af mótmælum frá femínistum vegna lógósins en það er svo smekklega unnið að það virðist ekki móðga neinn.“ Rúnar er lærður úrsmiður og ekki sá fyrsti í fjölskyldunni því faðir hans, föðurbróðir og afi voru allir úrsmiðir. Rúnar menntaði sig í Danmörku og tók meðal annars starfsnámið í úraverslun á Strikinu í Kaupmannahöfn. „Mannlífið er mjög líflegt á Strikinu og það var mikið ævintýri að starfa þar,“ segir Rúnar, sem segir þá reynslu hafa verið honum í huga þegar hann ákvað hvernig verslun hann vildi reka. Aldrei kom annað til greina en að opna búðina á Laugaveginum þar sem stemningin sé einstök. Ferða- mannastraumurinn berst meira þangað og mannlífið er litskrúðugra. „Úrið hefur misst stöðu sína sem nauðsynlegur tímagjafi og hefur skipað sér sess sem skart- gripur,“ segir Rúnar, sem lítur á verslun sína fyrst og fremst sem tískuvöruverslun. „Ég vil bjóða fólki flott og skemmtileg tískuúr á góðu verði. Úrin sem ég býð eru ekki hugsuð sem langtímaeign sem munu vera á úlnlið sömu manneskjunni næstu tuttugu árin eða svo. Fólk á að nota þessi úr eftir klæðnaði og stemningu og þeim er svo skipt út eins og hverri annari tískuvöru,“ segir Rúnar og talar um að frelsið í hönnun á úrunum sé mikið þegar þau eru ekki hugsuð sem gripur sem á að nota um aldur og ævi og passa við öll tækifæri. ■ Hvort sem það er brúðkaup, afmæli eða veisla af einhverju tagi þá eru drapplitaðir kjólar í tísku í sumar. Stjörnur eins og Naomi Campell, Claire Danes, Beyoncé Knowles og Britney Spears eru farnar að skarta sínu fín- asta í drapplituðu og greinilegt er að liturinn er kominn til að vera í sumar. [ FÖT ÚR LÍFRÆNT RÆKTUÐU EFNI ] Hreinar náttúruafurðir í tísku Lífrænt ræktuð matvæli eru það heitasta í dag og nú vilja bændur í lífrænni ræktun komast inn í fataskápa neytenda. Framleiðendur lífrænt ræktaðra vara héldu sýningu í Chicago á dögunum og þar kynnti fyrirtækið Indigenous Designs föt sem framleidd eru úr lífrænt ræktaðri bómull. Forráðamenn fyrirtækisins telja fullvíst að næg eftir- spurn sé eftir slíkum fötum. En þrátt fyrir að fötin komi í litum sem kallaðir eru náttúrulegum nöfnum á borði við „vatnsmelóna“, „mynta“ og „jurt“ viðurkenna þeir að þeir telji sig tilneydda til að lita fötin með ónáttúrulegum efnum. Plöntulitir haldi svo hræðilega illa. ■ Ég á fjórar gamlar prjónaðar peysur sem ég held mikið upp á og þykir vænt um,“ segir Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona. „Tvær peysur prjón- aði mamma þegar hún var á tvítugsaldri, ein lopa- peysa var prjónuð á pabba þegar hann var um 25 ára. Hana er búið að þvo svo oft að hún er orðin frekar lítil og passar vel á mig, er þétt og þæfð en alveg æðisleg. Þá fjórðu prjónaði gömul frænka á mömmu mína. Þetta eru rosa flottar peysur og vel með farnar. Enda reyni ég að passa upp á þær. Það er svo gaman að eiga eitthvað handgert. Ein er til dæmis marglit úr fínu garni og það hefur örugg- lega tekið langan tíma að prjóna hana.“ Guðrún Árný segist nota peysurnar heilmikið. „Ein þeirra er frekar þunn og ég er eiginlega alltaf í henni, til dæmis undir kápum. Svo er ég bara yfirleitt mikið í peysum. Ég verð eiginlega alltaf að hafa peysu og trefil, það veitir mér visst öryggi.“ Hún seg- ist sjálf prjóna mikið og hafa byrjað á því þegar hún var fimmtán ára. „Ég hefði örugglega ekki byrjað á þessu nema af því að mamma prjónaði svo mikið. Ég prjóna barnaföt í bunkum og bíð svo bara eftir tæki- færi til að gefa þau. Mér finnst gaman að hafa eitt- hvað á prjónunum og barnaföt eru fljótlegri. Á mig sjálfa prjóna ég aðallega vettlinga og fylgihluti. Ég sauma reyndar mikið líka, til dæmis bútasaum.“ ■ Tískuverslunin Úr að ofan: Úrið hefur fengið nýtt hlutverk Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona í peysu sem mamma hennar prjónaði. „Mamma mín prjónaði aðra alveg eins á sig fyrir nokkrum árum en hún týndist og við vorum alveg miður okkar því það liggur svo mikil vinna að baki.“ Fossil-herraúr með leðuról. Kr. 9.400 Dolce & Gabbana- kvenmannsúr. Kr. 18.700 Diesel-herraúr. Kr. 13.400 DKNY-kvenmannsúr með leðuról. Kr. 9.800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.