Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 50
„Oddsstaðir á Melrakkasléttu eru í mínum augum besti staður í heimi,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur og held- ur áfram: „Þarna er eyðibýli forfeðra minna og fjölskyldan byggði sumarhús út við ysta haf. Þar er hjartastaður fjöl- skyldunnar. Rauðinúpur blasir við og það er magnað að fylgjast með flugi súlunnar upp í núpinn að vitja hreiðurs síns. Þarna er reki, selur, silungur í lónum og mikill fuglasveimur í lofti. Mið- nætursól og allur pakkinn. Ég fann flöskuskeyti þarna í ná- grenninu. Akkúrat þar hafði tölvuskjá líka rekið á land – dá- lítið nútímalegur reki verð ég að segja. Skeytið var frá manni sem var á siglingu frá Skotlandi til Hjaltlandseyja. Það hafði verið ár á leiðinni. Ég er enn í sambandi við þennan mann. Ólavi Ólavius taldi Oddsstaði bestu jörð á Íslandi fyrir utan Æðey. Ég hef viljað trúa því. Þarna var einstaklega auðvelt að ná í mat í gamla daga og þess vegna var líka tími fyrir djúpar hugsanir og mikla menningu. Enn er hægt að fara á kajak og öðrum bátum út á haf og veiða í soðið. Mottó staðarins er: Þetta er svo gömul sveit að hér ræður enginn. Jú, ég sæki þangað innblástur. Til dæmis gerist Blái hnöttur- inn þar að nokkru leyti því villi- börnin eru byggð á ömmu og afa sem enn fara að Oddsstöðum á hverju sumri.“ Velkomin í Stykkishólm! - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Hótel - heimagistingar - farfuglaheimili - tjaldstæði - veitingastaðir - verslanir 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR22 [ UPPÁHALD ANDRA SNÆS ] Hjartastaður fjölskyldunnar Andri Snær á sér eftirlætis- stað norður á Melrakka- sléttu. Þar er meðal annars sögusvið Bláa hnattarins. Það rekur ýmislegt á fjörurn- ar á Sléttu, meðal annars flöskuskeyti og tölvuskjá.  Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri í Djúpuvík á Ströndum, er að afgreiða fyrstu erlendu ferðamenn sumarsins en að því búnu er hún tilbúin í smáviðtal um staðinn og starfsemina í dag. „Hér var mikið athafnalíf á síldarárunum eins og byggingarnar bera með sér en síldin hvarf, fólkið flutti burt og allt drabbaðist niður. Þeirri þróun hef- ur nú verið snúið við að nokkru leyti. Hér er margt fólk yfir sumarið í vel uppgerðum húsum og við Ás- björn, eiginmaður minn höfum rekið hér heilsárshót- el í mörg ár. Í gamla kvennabragganum sem var byggður sem verbúð og heitir nú Hótel Djúpavík erum við með átta tveggja manna herbergi, svo erum við með tvö lítil hús í útleigu sem heita Lækj- arkot og Álfasteinn og í öðru þeirra er eldhús.“ Sagan geymir síldarævintýrið Talið er að Djúpavík sé að nokkru leyti sögusvið Guðsgjafaþulu Kiljans og auðvelt er að sjá í anda Íslands-Bersa standa þar innan um síldarstúlkurnar og slá um sig. Hér var ein stærsta síldarverksmiðja landsins starfrækt um árabil. Síðar varð hún um- gjörð kvikmyndar sem hét Blóðrautt sólarlag en nú er hún orðin að vel varðveittum minjum um síldar- ævintýrið. Eva segir hótelið bjóða upp á leiðsögn um verksmiðjuna alla daga sumarsins kl. 14, þar sem endað er á sögusýningunni sem opnuð var þar í fyrra. „Reyndar er hægt að kaupa sig inn á öðrum tímum en aðsóknin er ekki enn það mikil að við get- um bundið starfsmann þar allan daginn,“ segir hún. Kajaksiglingar á kvöldin Vegurinn norður Strandir er stöðugt að batna enda eykst straumur ferðamanna þangað ár frá ári. Galdrasýning og sauðfjársýning á Hólmavík, hótel og sundlaug að Laugahóli, handverkshús í Árnesi og sundlaug í Krossnesi. Litlu kaupfélögin á Óspakseyri og í Norðurfirði – allt þetta og ótalmargt fleira hefur aðdráttarafl á svæðinu, svo ekki sé talað um stór brotna náttúru og mannlíf. Nú er verið að leggja lokahönd á vel uppbyggðan malarveg undir Bala- fjöllum, norðan Bjarnarfjarðar. En skyldi fólk ekki líka koma siglandi til Djúpuvíkur á bátum? „Jú, jú,“ svarar Eva. „Það kemur fyrir að fólk komi á seglskútum og hægt er að komast hér upp að bryggju á 20–30 tonna bátum. Við erum með kajaka sem við leigjum út. Það fer eftir veðri hversu mikið þeir eru notaðir. Fólk fær fiðring og langar á sjó á lognværum kvöldum þegar víkin er spegilslétt.“ Djúpavík á Ströndum: Kvennabragginn breyttist í hótel Hótel Djúpavík var byggt sem verbúð. Eva Sigurbjörnsdóttir er alls ekki „utan við hníf og gaffal“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.