Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 60
Þrefalt afmæli í fjölskyldunni Það háttar þannig til í minnifjölskyldu að ég á afmæli í dag, konan mín, Birna Pálsdóttir, á sunnudaginn og yngsti sonur- inn, Snorri, 1. júní,“ segir Helgi Pétursson. Helgi hefur komið víða við, þó svo flestir muni eftir honum sem einn þriggja meðlima Ríó tríósins en nú starfar hann sem sérfræðingur hjá kynningar- deild Orkuveitu Reykjavíkur. Afmælisbarn dagsins er 55 ára í dag þannig að um hálfgert stórafmæli er að ræða. „Þar sem afmælisdaga þriggja fjölskyldu- meðlima ber upp um sama leyti hefur þetta orðið sameiginleg stórhátíð, þó svo fókusinn hafi oftast verið á syninum. Það er þó sérstök ástæða til þess núna þar sem hann er einnig að útskrifast sem stúdent. Því munum við slá þessu saman í eitt allsherjar húll- umhæ með fjölskyldu og vinum.“ Það er því við því að búast að mikill fögnuður verði á heimili Helga þessa hvítasunnuhelgi. Helgi segir meiri fyrirhöfn fylgja afmælisdeginum þegar tilefnið er þrefalt tilefni. „Ætli við gerum ekki meira úr afmæl- isdögunum þar sem þeir liggja allir saman,“ segir Helgi. Aðspurður um eftirminnileg- an afmælisdag segir Helgi brúð- kaupsdag þeirra hjóna vera efst á blaði. „Það var mjög eftirminni- legt og fallegt brúðkaup fyrir 27 árum. Við giftum okkur á afmæl- isdegi mínum í Kópavogskirkju, þar sem ég á gamlar rætur þang- að en kona mín er Hlíðabúi og við fórum því bil beggja í því máli. Síðan héldum við klassíska og fína veislu heima hjá tengdafor- eldrum mínum.“ Það má því með sanni segja að það sé margfalt til- efni til hátíðarhalda hjá Helga þessa dagana. ■ Höfuðborg Eþíópíu, AddisAbaba, féll til uppreisnar- manna fyrir þrettán árum. Sigur- inn markaði endalok sautján ára stjórnartíma marxista í landinu. Árið 1974 voru völdin tekin af Haile Selassie með uppreisn hers- ins, en hann hafði verið við stjórn frá 1930. Nýir stjórnendur sem komust til valda með hervaldi drápu þúsundir pólitískra and- stæðinga og lýstu sig hliðholla Sovétríkjunum. Áttundi áratugur- inn markaðist svo af stríði gegn Sómalíu og miklum þurrkum sem leiddi til hungursneyðar. Vegna þessa ófremdarástands varð mikil ólga meðal Eþíóbíubúa sem ýtti meðal annars undir sjálfstæðis- kröfu íbúa í Eritreu og Tígre. Snemma árið 1991, náði and- spyrnihópurinn EPRDF undir for- ystu Meles Zenawi árangri með baráttu sinni fyrir lýðræði í land- inu. Þeir sigruðu herinn og ein- ræðisherrann Haile Mariam Mengistu flúði land. Á þessum degi fyrir 13 árum komu skrið- drekar EPRDF inn í Addis Ababa óvænt. Fljótlega komust þeir til valda og ný stjórn var mynduð með Meles Zenawi sem forseta. Í júlí sama ár voru gerð drög að uppbyggingu lýðræðisríkis og gekk það eftir. ■ ■ ÞETTA GERÐIST HAILE SELASSIE Réð ríkjum í Eþíópíu1930-1974, þegar marxistar undir stjórn Mengistu gerðu uppreisn. 24 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR ■ ANDLÁT ■ AFMÆLI 28. MAÍ 1991 EÞÍÓPÍA ■ Addis Ababa fellur í hendur uppreisnarmanna. AFMÆLI HELGI PÉTURSSON ■ er 55 ára í dag. Það er margfalt tilefni til hátíðarhalda hjá honum þessa dagana. KYLIE MINOGUE Söngkonan er 36 ára í dag. Hún byrjaði feril sinn í áströlsku sápuóperunni Ná- grönnum en gaf út fyrstu smáskífuna sína árið 1988 og sló strax í gegn. 28. MAÍ Íþessum mánuði eru hundrað ársíðan Hjálpræðisherinn hóf form- legt starf á Akureyri. Hefur starfs- emin haldist óslitin allan þennan tíma. Af þessu tilefni var haldin afmæl- ishátíð á Akureyri um síðustu helgi. Gospelkór kom fram skipaður ungu fólki sem hefur sótt fundi og sér- stakir gestir voru Anne Marie og Harold Reinholdtsen, yfirforingjar Hjálpræðishersins á Íslandi og fyrr- um flokksstjórar á Akureyri. Auk þeirra mætti Miriam Fredriksen, að- alritari Hjálpræðishersins í Noregi, Íslandi og Færeyjum. Að sögn Rannveigar Óskarsdótt- ir, flokksstjóra Hjálpræðishersins, gekk afmælishátíðin ljómandi vel og mættu 200-300 manns til að fagna tímamótunum. Um kvöldið var síðan haldin veisla og sóttu hana rúmlega eitt hundrað manns. „Starfið hjá okk- ur er mjög blómlegt. Vikulega eru um hundrað börn og unglingar sem fara hérna inn og út um salinn,“ sagði Rannveig. „Svo er fullorðins- starfið líka gott.“ Hjálpræðisherinn á Akureyri rak um tíma gesta- og sjómannaheimili í Laxamýri við Strandgötu og hefur í áratugi staðið fyrir peningasöfnun fyrir jólin fyrir þá sem minna mega sín. Megináhersla hans hefur samt allt tíð verið boðun fagnaðarerindis Jesú Krists, bæði fyrir börn og full- orðna. Um helgina verður síðan haldið ársþing Hjálpræðishersins í Reykja- vík. Þangað koma hópar frá Dan- mörku, Færeyjum og Noregi. Lúðra- sveitir munu spila og gospelkórar syngja. Aðalsamkoman verður hald- in í Neskirkju en einnig verður ýmis- legt um að vera í Fíladelfíu. ■ Tímamót HJÁLPRÆÐISHERINN ■ á Akureyri er 100 ára í þessum mánuði. Hjálpræðisherinn í hundrað ár HÁTÍÐARHÖLD Afmælishátíðin á Akureyri heppnaðist mjög vel og vöktu skemmtiatriðin mikla lukku. HELGI PÉTURSSON Brúðkaupsdagur þeirra hjóna er eftirminnilegasti afmælisdagur Helga. 27 ár eru liðin frá þeim degi. Uppreisnarmenn ná Addis Ababa Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORBJÖRN PÉTURSSON Gullsmára 9, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 26. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Svanhvít Guðmundsdóttir Guðrún J. Þorbjörnsdóttir, Jón Vilhjálmsson Guðmundur Þorbjörnsson, Ingibjörg Þorfinnsdóttir Oddrún Þorbjörnsdóttir, Gunnar Jónasson Svanþór Þorbjörnsson, Petrína Ólafsdóttir Katrín M. Þorbjörnsdóttir, Stefán Daði Ingólfsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður er 73 ára. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þula er 63 ára. Guðni Kolbeins- son íslenskufræð- ingur er 58 ára. Högni Magnússon frá Drangshlíð, Aust- ur-Eyjafjöllum, Boðahlein 28, Garðabæ, lést þriðjudaginn 25. maí. 13.00 Mogens Thaagaard Ilskov, Dan- mörku, verður jarðsunginn frá kirkjunni í Mariager, Danmörku. 13.30 Knútur Ármann rafvirkjameistari, Breiðvangi 8, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Kristinn Ármannsson, Holtsgötu 41, Sandgerði, verður jarðsunginn frá safnaðarheimilinu í Sandgerði. 13.30 Stefán Stefánsson útgerðarmað- ur og skipstjóri, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju. 13.30 Una Hauksdóttir, Hátúni 10b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju við Hagatorg. 14.00 Aðalheiður Jónsdóttir, Lönguhlíð 7a, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju. 15.00 Gunnlaugur Björnsson viðskipta- fræðingur, Hrauntungu 9, Kópa- vogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 1533 Erkibiskupinn á Englandi lýsir því yfir að hjónaband Hinriks áttunda og Önnu Boleyn sé gilt. 1937 Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, ýtir á hnapp í Washingtonborg og gefur þar með merki um að heimilt sé að aka yfir Golden Gate brúna í Kali- forníu, sem þá var nýopnuð. 1937 Neville Chamberlain verður for- sætisráðherra Bretlands. 1940 Belgíski herinn gefst upp fyrir inn- rásarher Þjóðverja í seinni heims- styrjöldinni. 1972 Hertoginn af Windsor, sem gaf frá sér bresku krúnuna til þess að geta kvænst Wallis Warfield Simpson, deyr í París, 77 ára að aldri. 1987 Ungur Þjóðverji, Mathias Rust, lendir einkaflugvél á Rauða torg- inu í Moskvu án þess að hafa fengið leyfi til að fljúga inn í sov- éska flughelgi. 2002 Atlantshafsbandalagið veitir Rúss- landi takmarkaða aðild. ■ JARÐARFARIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.