Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 59
Halló verkalýðshreyfing! Herdís Helgadóttir skrifar: Með lögum sem sett voru á háttvirtu Al- þingi Íslendinga í vetur var ákveðið að at- vinnuleyisbætur (laun) skyldu hækka frá 1. mars í um 88 þús. kr. og nokkra hund- raðkalla. Syni mínum var sagt upp vinnu sinni frá 1. maí sl. og hefur fengið bætur (laun) eftir gömlu upphæðinni sem var að mig minnir um 76-77 þúsund á mánuði eða ennþá minna. Þegar spurt er hverju þetta sæti er talað um að málið sé í nefnd. Hvaða nefnd er það sem tekur sér ótak- markaðan tíma til að afgreiða það sem Al- þingi ákveður? Hverjir skyldu eiga sæti í henni? Eru það atvinnurekendur og fulltrú- ar okkar í verkalýðshreyfingunni eða ein- hverjir formenn í ráðuneytum? Gaman verður að sjá hvort greiðslurnar verða aft- urvirkar, þ.e. að atvinnulausir fái það sem þeim ber frá 1. mars. Mér segir því miður svo hugur um að verið sé að draga málið á langinn til að spara atvinnuleysisjóði ein- hverjar milljónir. Við fengum loksins atvinnuleysissjóð eftir langa verkfallið 1951 en fyrstu gömlu lög- in um réttindi verkafólks þ.á m. þennan sjóð voru sett á Alþingi árið 1936 þegar loksins var viðurkennt að almenningur ætti rétt á að vera manneskjur en ekki vinnudýr húsbænda. Það er raunalegt fyrir konu sem man kreppuna og allar þreng- ingarnar sem henni fylgdu, og hvernig var staðið að því þá hverjir fengu vinnu hjá verkstjórum við höfnina og víðar - og hverjir ekki. Þar réði mestu í hvaða stjór- málaflokki viðkomandi var. Sósíalistar (kommúnistar eins og þeir voru kallaðir) sem gengu í fararbroddi í baráttu fyrir bættum kjörum fólks voru auðvitað útilok- aðir, gátu étið það sem úti fraus. Þessi stimpill leikur því miður enn lausum hala meðal þjóðarinnar, þarf ekki annað en líta til yfirmanna Ríkisútvarpsins til að sjá það. Hvenær ætla þeir sem sitja í hægindasæt- um og hafa 300-500 þús. kr. á mánuði að viðurkenna að þessi smánarlaun eru grei- dd hjá þjóðinni menntuðu og frægu. Oft hef ég heyrt því fleygt að þetta fólk hljóti að hafa aukatekjur sem það svíki undan skatti svo óþarfi sé að hafa áhyggjur af af- komu þess. Ætli þetta viðhorf gildi líka um öryrkjana? Svar óskast frá verkalýðshreyf- ingunni. Ofbeldið fyrir botni Miðjarðar- hafs virðist vera endalaust. Eftir ótalmargar tilraunir til að koma af stað friðarferli, nú síðast und- ir heitinu „Vegvísirinn til friðar“ sem er, eins og öll hin friðarferl- in, kominn vel á leið til glötunar, er kannski kominn tíminn að spyrja sig hvað sé að fara úr- skeiðis? Vandamálin sem hafa verið mest áberandi eins og réttur fimm milljóna palestínskra flóttamanna til að snúa heim aft- ur, Jerúsalem og framtíðarstaða hennar, ólöglegu landnema- byggðirnar og nýjasta vanda- málið, „öryggismúr“ Ísraela, eru vissulega erfið og flókin en með fórnum frá báðum deiluaðilum eru þau ekki óleysanleg. Aðalvandinn virðist vera sá að öfgahópar beggja hliða eru tregir til að gefa eftir og virðast þeir hafa gífurleg ítök og völd i sam- félaginu, á stjórnmálasviðinu sem og í öryggismálum. Öfga- hóparnir viðurkenna ekki til- verurétt hvors annars og hafa það markmiði að reka hinn aðil- ann burt. Eru þeir tilbúnir að berjast til síðasta blóðdropa til að þá þessu framgengt. Þessi skoð- un endurspeglar þó ekki vilja hins almenna borgara hvorki i Ísrael né Palestínu. Þeir hafa fengið nóg af ofbeldinu og slæm- um lífskjörum. Nýlegasta dæmið er neitun Likudflokksins á hug- mynd forsætisráðherrans um að leysa upp ólöglegar landnema- byggðir á Gazasvæðinu. Aftaka sheikh Ahmad Yassin er einnig gott dæmi um þetta þar sem að hún virtist ekki gegna neinu öðru hlutverki en að kalla fram hörð viðbrögð Palestínumanna, allt til þess að hringur ofbeldisins geti haldið áfram og að hann taki ekki enda nema með algjörum sigri annars hvors aðilans. Þá má rifja upp hinn sögulega friðarsamning ársins 1995, eða hinn svokallaði Óslóarsamning- ur II sem var undirritaður i Taba i Egyptalandi. Samningurinn, sem endaði með morði ísraelsks öfgamanns á Yitsak Rabin, þá- verandi forsætisraðherra. Þykir þetta sanna að öfgahópa sé einnig hægt að finna innan raða Ísraelsmanna en ekki einungis Palestínumanna sem fjölmiðlar vilja svo oft kasta ljósi á. Ísraelskur almenningur er tregur við að taka afgerandi af- stöðu gegn öfgahugsun þar sem hugmyndafræðin zionismi, sem er öfgahægristefna, gerði þeim kleift að stofna Ísraelsríki og ekki má gleyma að tilvist ríkis- ins byggist á trúarlegum for- sendum. Á stjórnmálasviðinu er ómögulegt að útiloka öfgaflokk- ana á meðan að tvíflokkakerfi er við lýði í Ísrael, bæði Likud- flokkurinn og Verkamanna- flokkurinn þurfa að mynda sam- starf með öfgaflokkum til að ná meirihluta á þingi. Á hinn bóg- inn, með daglegum innrásum, útgöngubönnum og landnámi Ísraela, sem þeir nota síðan til að koma ólöglegum landnema- byggðum upp og til að staðsetja „öryggismúrinn“ er nærri ómögulegt fyrir palestínsku heimastjórnina að ráðast gegn öfgahópunum þar sem að þeir njóta fylgis þjóðarinnar. Málin standa þannig að Palestínumenn telja að friðarviðræður hafi engu afrekað til að bæta lífskjör þeirra og telja Það því sjálfsagð- an rétt sinn að beita vopnaðri andspyrnu gegn hernámi. Ekki má samt útiloka samstarf heimastjórnarinnar við hópa eins og Hamas eða al Aqsa her- deildina, sem var mynduð í þeim tilgangi að knýja Ísraels- stjórn til að setjast við samn- ingaborðið og taka tillit til kraf- na þeirra. En nú er ljóst að þess- ir hópar hafa skapað stórt ör- yggisvandamál fyrir heima- stjórnina sjálfa þar sem fylgi þeirra hefur stóraukist síðan við upphaf uppreisnarinnar og virð- ist vera sem heimastjórnin hafi misst stjórn á þeim. Ekkert virðist vera svart og hvítt á þessu svæði, bæði samfé- lög gyðinga og Palestínumanna eru tiltölulega ný og reyna nú að byggja þjóðareinkenni sín á ald- argömlum hefðum og trúar- brögðum, en eitt er alveg ljóst, ef deiluaðilar vilja komast að varanlegum friði er fyrsta skrefið að uppræta öfgahugsun eða takmarka vald þeirra á öll- um sviðum samfélagsins. ■ INGÓLFUR SHAHIN SKRIFAR UM ÍSRAEL OG PALESTÍNU FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 BRÉF TIL BLAÐSINS Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 48 08 05 /2 00 4 Mikið úrval af útskriftardrögtum á verði sem kemur þér í gott skap! E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Útskrifu› me› stæl í n‡rri dragt frá debenhams Vald öfgahópanna Öfgahóparnir viður- kenna ekki tilveru- rétt hvors annars og hafa það að markmiði að reka hinn aðilann burt. Eru þeir tilbúnir að berjast til síðasta blóðdropa til að þá þessu framgengt. Þessi skoðun endurspeglar þó ekki vilja hins almenna borgara, hvorki i Ísrael né Palestínu. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.