Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 6
6 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,98 -0,77% Sterlingspund 131,33 -0,31% Dönsk króna 11,76 -0,42% Evra 87,47 -0,43% Gengisvísitala krónu 122,32 -0,63% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 326 Velta 4.367 milljónir ICEX-15 2.659 0,24% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 486.745 Landsbanki Íslands hf. 220.061 Og fjarskipti hf. 145.675 Mesta hækkun Flugleiðir hf. 2,56% Samherji hf. 1,87% Medcare Flaga 1,75% Mesta lækkun Burðarás hf. -1,54% Landsbanki Íslands hf. -1,25% Össur hf -0,93% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.172,0 0,6% Nasdaq* 1.974,9 -0,1% FTSE 4.453,6 0,3% DAX 3.913,3 1,2% NK50 1.396,6 0,2% S&P* 1.120,2 0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hver er yfirmaður ríkisstyrkjanefndareftirlitsstofnunar EFTA? 2Hvaða félag er Evrópumeistari íknattspyrnu? 3Hvert er slagorð Baldurs Ágústssonarforsetaframbjóðanda? Svörin eru á bls. 43 Skattalækkanir og ríkisfjármálin: Lækkun varasöm án niðurskurðar SKATTAR Már Guðmundsson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, seg- ir varasamt að lækka skatta við núverandi aðstæður í efnahags- kerfinu, nema að til komi að minnsta kosti samsvarandi niður- skurður í ríkisrekstrinum. Pétur Blöndal alþingismaður reifaði á morgunfundi Landsbankans þá fullyrðingu sem oft hefur heyrst að samkvæmt hagfræðinni sé aldrei hægt að lækka skatta. Már Guðmundsson vísaði þess- ari fullyrðingu á bug. „Sannleik- urinn er sá að það er alltaf hægt að lækka skatta að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum.“ Hann segir að á þensluskeiði megi lækka skatta ef dregið sé meira úr ríkis- útgjöldum en sem nemur lækkun- inni. Í jafnvægisástandi megi lækka skatta samsvarandi því sem dregið er úr útgjöldum og í kreppuástandi megi lækka skatta án þess að komi til niðurskurðar ríkisútgjalda. Við núverandi kringumstæður í efnahagslífinu sé ekki skynsamlegt að örva hag- kerfið með skattalækkunum nema dregið sé úr umsvifum ann- ars staðar. ■ HRINGBRAUT Þótt framkvæmdir séu hafnar við stækkun Hring- brautar liggur ekki fyrir af hálfu borgaryfirvalda hvernig tenging hins nýja sex akreina kafla í Vatnsmýrinni verður við Miklubraut að austanverðu og Hringbraut að vestanverðu. Miklabrautin frá Snorrabraut verður áfram fjórar akreinar og Hringbrautin vestan Njarðar- götu verður einnig fjórar akreinar. Þar á milli verður síð- an sex akreina sveigja út í Vatnsmýrina. Spurningar hafa vaknað um þörfina á því að hafa sex akreinar á tilteknu bili ef við taka svo kafl- ar með fjórum akreinum. Í endan- legri matsskýrslu Línuhönnunar hf. um færslu Hringbrautar, en borgaryfirvöld studdust við skýrsluna þegar teknar voru ákvarðanir í málinu, segir að nú- verandi umferð um Hringbraut sé um 45 þúsund bílar á sólarhring og um Vatnsmýrarveg um 8 þús- und. Umferð á hinni nýju Hring- braut er hins vegar áætluð um 47 þúsund bílar á sólarhring milli Njarðargötu og Bústaðavegar, þar sem Hringbrautin verður sex akreinar, en rúmir 46 þúsund vestan Njarðargötu, þar sem fjór- ar akreinar verða. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygginga- nefndar, sagði að ákveðið hefði verið að mæta spám um umferð- araukningu með sex akreina braut í Vatnsmýrinni. „En vand- inn flyst alltaf eitthvert, bílarnir hverfa ekki,“ sagði Steinunn Val- dís. Hún sagði að stærsta vanda- málið væri stækkun Hringbraut- ar við Hagatorg þar sem nær- liggjandi byggingar, Þjóðminja- húsið og Þjóðarbókhlaðan, auk kirkjugarðsins við Suðurgötu, settu stækkunaráformum skorð- ur. Aðspurð hvað lægi á að stækka Hringbrautina í Vatnsmýrinni í sex akreinar ef flöskuhálsar yrðu bæði austan og vestan megin hins nýja kafla sagði hún að ávallt væri reynt að áfangaskipta framkvæmdum, borgaryfirvöld hefðu skoðað það mjög vel á sínum tíma að hafa ein- ungis fjórar akreinar í Vatnsmýr- inni. „En þetta varð niðurstaðan,“ sagði Steinunn Valdís. borgar@frettabladid.is Franskir ríkisstarfsmenn: Straumrof til að mótmæla PARÍS, AP Tugir þúsunda opinberra starfsmanna rafmagns- og gas- stöðva í Frakklandi gengu fylktu liði gegnum París í gær og mót- mæltu áætlaðri sölu hlutabréfa í fyrirtækjunum. Til að leggja áherslu á sjónarmið sín tóku þeir rafmagnið af vel völd- um stöðum, þar á meðal af skrif- stofum í La Defense viðskiptahverf- inu í vesturhluta Parísar. Verkalýðs- félög hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að innkoma hluta fyrirtækj- anna á hlutabréfamarkað muni leiða til einkavæðingar. Stjórnvöld hafa þó lofað að halda í meirihluta fyrirtækjanna. ■ MÁ ALDREI Pétur Blöndal alþingismaður dró fram gamalkunna fullyrðingu um að samkvæmt hagfræðinni mætti aldrei lækka skatta. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði þvert á móti að alltaf mætti lækka skatta ef réttar aðgerðir í ríkisfjármálum fylgdu með. HVAÐ TEKUR VIÐ? Umferð af sex akreina Hringbraut mun fara yfir á gömlu fjögurra akreina Miklu- brautina við Miklatún. Ekki er ljóst hvernig þessi kafli verður stækkaður. FRAMKVÆMDIR HAFNAR Framkvæmdir eru komnar á fullt við stækkun og færslu Hringbrautar þótt ekki liggi fyrir hvernig tenging hins nýja kafla verði austan og vestan megin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MEIRI HAGNAÐUR HJÁ KÖGUN Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta varð 103 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2004 en var 47 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þetta er hækkun um 119 prósent. Hafa ber í huga að milli ára hefur Navision Ísland ehf. horfið úr sam- stæðunni en Ax hugbúnaðarhús hf., Hugur hf. og Landsteinar Strengur hf. bæst við. ÓVISSA Á FASTEIGNAMARKAÐI Óvíst er hver þróun í fasteignavið- skiptum verður á næstum mánuð- um að því er kemur fram í skýrslu Íbúðarlánasjóðs fyrir aprílmánuð. Óvissan um væntanlegt nýtt lána- kerfi veldur hræringum á fast- eignamarkaði og ekki er víst hvort fasteignaverð hækki. ■ VIÐSKIPTI Flöskuhálsar beggja vegna Spurningar hafa vaknað um þörfina á sex akreina Hringbraut í Vatnsmýrinni. Bæði austan og vestan nýja kaflans verða flöskuhálsar ef slíkrar stækkunar er þörf. Vandinn flyst alltaf eitthvert, segir formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar. RISAVAXIÐ MANNVIRKI Hinn nýi sex akreina kafli Hringbrautar í Vatnsmýrinni verður risavaxið mannvirki. Hér sést yfir sex akreina Miklubraut austan Grensásvegar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.