Fréttablaðið - 18.11.2004, Síða 44

Fréttablaðið - 18.11.2004, Síða 44
F2 10 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Hvað er langt síðan... Á nýju plötunni sinni fer hinn kraftmikli Páll Rósinkranz ótroðnar slóðir og syngur á ylhýru móðurmálinu frumsamin lög eft- ir mörg mætustu, núlifandi söngskáld þjóðarinnar. Páll svarar hér samviskuspurningum sem varða lífið og tilveruna. ...þú hneykslaðist? Ég varð yfir mig hneykslaður þegar ég varð vitni af skömmum sem rigndu yfir vin minn Róbert Scmidt þegar hann skaut og snæddi múkka, sem sjálfur hafði veitt sér skarf í matinn sem hann nartaði í af græðgi. Þess má geta að múkk- inn var ljúffengur og borðaður með bestu lyst. ...þú fékkst sekt? Það er ekki langt síðan. Var tekinn fyrir of hraðan akstur í Breiðholt- inu fyrir tveimur mánuðum síðan. ...þú svafst yfir þig? Ég svaf hressilega yfir mig í morg- un. Er annars morgunhress, en á það til að sofa fulllengi frameftir ef ég fer seint í háttinn. ...þú gafst gjöf? Ég gaf konunni minni blóm síðast í fyrradag. ...þú syndgaðir? Úff, það er af svo mörgu að taka þar, en ég legg mig vitaskuld í líma við að syndga ekki. ...þú grést yfir bíómynd? Ég vatnaði músum yfir örlögum Krists þegar ég sá þá mögnuðu kvikmynd The Passion of Christ. ...þú fannst fyrir stolti? Ég er ákaflega stoltur af börnunum mínum. ...þú sagðir ósatt? Ég legg ekki í vana minn að ljúga. Eða var ég kannski að ljúga núna? ...hjálpaðir ókunnugum? Það var í fyrra að ég tók upp í bíl- inn útlending sem átti í stökustu vandræðum með að koma sér á flugvöllinn. Ég sá aumur á þessum vegalausa manni og ók honum á réttan stað. ...þú svafst á hóteli? Ég sef jafnan á hótelum þegar ég ferðast, en síðast hallaði ég mér í hótelherbergi í sumar. ...þú fékkst bakþanka? Maður fær reglulega bakþanka, en það hvorki þýðir né gerir manni gott að dvelja við þá. ...þú sendir póstkort? Það var fyrir jólin síðast, en annars sendi ég bara tölvupóst núorðið. ...þú tókst kollhnís? Mörg, mörg ár. Svo langt síðan að ég man ekki lengur þann gjörning. Fr ét ta b la ð ið /L jó sm : S te fá n K ar ls so n Álitsgjafar F2 Þórunn Högnadóttir förðunarmeistari og stílisti. Hún er ógurlega nýjunga- gjörn og er sífellt að breyta heima hjá sér; alltaf samt til batnaðar. Helga Ólafsdóttir fatahönnuður. Ein af best klæddu konum landsins sem er óhrædd við að feta nýjar brautir þegar kemur að tískunni. Hún kann að baka. Baldur Rafn Gylfason hár- greiðslumaður og annar eig- andi Mojo/Monroe. Hann elskar að tæta og trylla á krossaranum sínum þegar hann er ekki að hafa hendur í hári fólks. Hulda Karlotta Kristjánsdóttir fatahönnuður í Latabæ. Hún hefur smekk fyrir óhefð- bundinni hönnun og elskar hönnunarhópinn As Four. Huldu dreymir um að kom- ast til New York að kaupa sér skó. Gunnar Eyjólfsson leikari og Svanhildur Hólm sjón- varpskona Þórunn Kjóllinn er flottur í sniðinu en efnið er alveg afleitt. Helga Kjóllinn er allt of konulegur fyrir svona unga stelpu. Hún hefði átt að vera meiri töffari og allavega sleppa sjal- inu. Baldur Hún er glæsileg stelpa með fallegt hár en kjóll- inn er ekki alveg að gera sig. Hún og Gunnar gætu verið hjón miðað við dress- ið. Hulda Þessi kjóll er ekki að gera sig. Ólafur Ragnar Gríms- son forseti og Dorrit eiginkona hans Hulda Glæsilegur jakki en hún hefði þurft að vera í einhverju öðru að neðan. Mér finnst hún yf- irleitt mjög flott í tauinu, en hefði getað verið smartari á Eddunni. Baldur Dorrit gerir mikið fyrir Ólaf Ragnar. Hún hefur mjög góðan smekk og hún var flott á Eddunni. Helga Mér finnst jakkinn frábær og passaði vel við þetta tilefni. Þórunn Ég hef séð hana flottari. Hún hefði verið mun betri í pilsi við jakkann. Annars finnst mér Dorrit yfirleitt alltaf smart. Álfrún Örnólfsdóttir leikkona og Oddný Sturludóttir einn af höfundum Dísar Þórunn Mér finnst þær algert æði. Helga Álfrún er mjög dömuleg í þessum kjól og virðist vera eldri en hún er. Mér finnst stóra rauða taskan setja punktinn yfir i-ið hjá Oddnýju. Baldur Rauða taskan bjargar al- veg dressinu hjá Oddnýju. Álfrún hefði átt að taka hana til fyrir- myndar og bæta við einum lit. Hulda Mér finnst Álfrún ekki alveg nógu spennandi í þessum kjól, en mér finnst Oddný rosa smart. Task- an er alveg geðveikt flott. Þær hefðu samt átt að bítta á skóm. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona Hulda Hún sker sig úr. Kjóllinn er kannski heldur til of doppóttur en samt fallegur. Baldur Hún lítur voðalega vel út, ungleg og sæt. Mér finnst hún iða af ferskleika í þessum kjól og skórnir passa vel við. Það eina sem mætti breyta er hárið, mætti létta það aðeins. Helga Mér finnst kjóllinn aðeins of sumarlegur fyrir þetta tækifæri. Hann hefði smellpassað á Grímuna í sumar. Þórunn Mér finnst hún flott í þess- um doppukjól og hún hefur sjald- an verið sætari. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af um- sjónarmönnum Ópsins hjá Sjónvarpinu og Haukur Ingi Guðnason sambýlismaður hennar Hulda Mér finnst Ragnhildur Steinunn glæsileg í þessum kjól þó ég myndi ekki ganga í honum sjálf. Baldur : Hún er elegant týpa sem veit út á hvað þetta gengur. Það er gaman að svona stelpum sem þora. Helga Rosalega flottur kjóll. Þórunn Kjóllinn er fínn en ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég valið aðeins skærari lit á kjólinn, mér finnst hann aðeins of fölur fyrir hana. Helga Braga Jónsdóttir leik- kona og kynnir hátíðarinnar Helga Mér finnst kjóllinn svo- lítið fegurðardrottning- arlegur en hún er flott í honum enda lítur hún mjög vel út þessa dagana. Sæt í bleiku. Baldur Alger snilld. Hún er eins og blóm í vasa í þessum bleika kjól. Hulda Rosaflott. Þórunn Ofboðslega fín og hárið sérlega fallegt. Hún geislaði alveg þetta kvöld. Kjólarnir mættu vera litaglaðari Edduverðlaunin voru afhent sunnudaginn 14.nóvember. Sjónvarpsstjörnur landsins, leikarar og aðrir fjölmenntu á hátíðina til að sýna sig og sjá aðra. Álitsgjafar F2 tóku út klæðaburð fræga fólksins. Unnur Ösp Stefáns- dóttir og Ilmur Krist- jánsdóttir leikkonur Þórunn Þær eru æðislegar. Helga Báðar mjög flottar, sérstak- lega Ilmur, hún er alger töffari í þessum smókingfötum. Unnur ber dressið sem hún klæðist því hún er svo mikill rokkari. Baldur Þær eru töffarar sem ögra, en ég er aldrei hrifinn af konum í jakkafötum. Mér finnst það ekki passa. Unnur hefði mátt vera örlít- ið sparilegri. Hulda Mér finnst smókingdragtin alveg geðveik. Unnur hefði mátt vera örlítið fínni, hún er svolítið að fara yfir strikið í drusluverkinu. 10-11-F2 17.11.2004 13:59 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.