Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 55

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 55
Vín með jólamatnum 2004 Vínsýning á Nordica Hotel 20.-21. nóvember Vínsýning verður haldin á Nordica Hotel 20.-21. nóvember, kl. 14-18 báða dagana, á vegum Vínþjónasamtaka Íslands og Vínbúða. Aðgangseyrir er 1000 kr. og Riedel-glas fylgir með á meðan birgðir endast. Aldurstakmark er 20 ár. Beaujolais Nouveau kemur í dag! Fyrsti söludagur á Beaujolais Nouveau í Frakklandi, er í dag. Þá hefst kapp- hlaup um allan heim hjá söluaðilum til að koma víninu sem allra fyrst til vín- unnenda. Hér á Íslandi hefur myndast mikil Nouveau hefð undanfarin áratug og verður vínið á boðstólum strax á fyrsta leyfilega degi hér á landi. Vin- sældir Nouve- au hafa aukist stöðugt og má ætla að allt að 20.000 flöskur af Nouveau víni frá héraðinu seljist hér á landi á næstu mánuðum. Beaujolais Nouveau er fyrsta vínið af uppskeru haustsins sem drukkið er. Nouveau þýðir nýtt og Beaujolais er nafnið á hér- aðinu sem er í Búrgúndí. 10 atriði um Nouveau 1. Beaujolais Nouveau er ævinlega sett á markað þriðja fimmtudag í nóvember óháð því hvenær upp- skerutíðin hefst. 2. Um 4000 vínbændur í Beaujolais- héraðinu norðan Lyon lifa á því að rækta þrúgur sem fara í Nouveau. 3. Allar þrúgurnar í Beaujolais verða að vera handtýndar. Þetta er eina héraðið utan Champagne þar sem þetta er skylda. 4. Einungis er leyfilegt að nota þrúguna gamay. 5. Ekki má búa til Beaujolais Nouve- au úr þrúgum sem koma frá „10 crus“ ekrunum í Beaujolais. 6. Vínið er auðdrekkanlegt vegna þess að það er gerjað með berja- gerjun, sérstakri aðferð sem varð- veitir hið ferska berjabragð vínsins án þess að fá tannín úr hýðinu. 7. Vínið á að drekka ungt og á að vera búið að klára það fyrir maí næsta ár, nema í alveg sérstökum árgöngum. 8. Vínið er best að bera fram létt kælt svo þess megi njóta til fulls. 9. Um þriðjungur af heildarupp- skeru Beaujolais-héraðsins fer til framleiðslu á Nouveau. 10. Beaujolais-héraðið er þekkt fyrir framúrskarandi matargerð. Hið kunna veitingahús Paul Bocuse er í hjarta héraðsins. Turning Leaf vínin frá Gallo hafaverið vinsæl hérlendis, enda fjöl-breytt og á hagstæðu verði. Turning Leaf Zinfandel verður eitt af jólavínunum sem kynnt verða sérstak- lega í Vínbúðum á næstunni. Vín- áhugamenn geta smakkað á Turning Leaf vínunum á vínsýningunni Vín 2004 um helgina. Vínin eru unnin úr einni þrúgu af ýmsum svæðum Kali- forníu, þó meginuppistaðan sé frá Sonoma héraðinu. Markmiðið er að endurspegla þá þrúgu á stílhreinan hátt í víni á mjög hófsömu verði. Gallo er öflugasta vínfyrirtæki í veröldinni og hefur unnið til fjölda verðlauna á liðnum árum. Til dæmis hefur Gallo unnið titilinn besti vín- framleiðandinn 3 ár í röð á VinItaly vínsýningunni í Verona á Ítalíu. Gallo var stofnað í Kaliforníu af bræðrum af ítölskum uppruna, Ernest og Julio að nafni, og varð á nokkrum áratugum að öflug- asta vínfyrirtæki veraldar. Enn í dag er Gallo rekið sem fjöl- skyldufyrirtæki. Gallo hefur verið í stöðugri þróun og á síðustu árum hefur verið lögð gífurleg vinna og fjármagn í að gera fyrir- tækið að tákni gæðaframleiðslu. Ekki síst hefur sú fjárfesting átt sér stað í Sonoma dalnum, þar sem ekkert hefur verið sparað til að vín Gallo skipi sér í fremstu röð. Turning Leaf Chardonnay Suðrænir ávextir í bland við nýja mjúka eikartóna. Fellur vel að flestum fiski þá sér í lagi feitara fisk- meti til dæmis reyktum og gröfnum laxi. Einnig með ljósum kjötréttum á borð við kalkún, kjúkling sem og svínakjöt. Verð í Vínbúðum 1190 kr. Turning Leaf Zinfandel Mildir kryddaðir tónar, mjúk eik. Zinfandel er án efa þekktasta afurð- in í Turning Leaf-línunni hér- lendis, þéttur ávöxtur og mikil kryddflóra, svartur pip- ar, súkkulaði og kaffi ein- kenna oft stærstu Zinfandel vínin. Er afbragð með lambi og er eitt af fáum vínum sem ræður við reykt kjöt. Verð í Vínbúðum 1190 kr. Turning Leaf Cabernet Sauvignon Ávaxtaríkt og þægilegt vín, dökk rauð ber. Vín unnin úr cabernet sauvignon eru þegar best lætur kraftmikil og öflug, sólber og skógarber í bland við nýja mjúka eik og það einkennir þetta ein- falda en vel samstillta vín. Fellur vel að flestu kjötmeti, s.s.lambi, grís, kalkún og nauti. Verð í Vínbúðum 1190 kr. F221FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 Turning Leaf frá Gallo kynnt á Vín 2004 20-21-F2 17.11.2004 13:35 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.