Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 94

Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 94
50 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Söngvarinn heimsfrægi Harry Belafonte er væntanlegur til landsins og mun koma fram í spjallþætti Gísla Marteins Bald- urssonar í Sjónvarpinu á laugar- daginn. Belafonte er sennilega þekktastur fyrir lagið sitt Day-O eða Banana Boat Song. Hljómsveitin Jagúar mun mæta með Belafonte í þáttinn til að kynna nýju plötuna sína og það er aldrei að vita nema hann taki lagið með sveitinni. „Hann segist nú vera hættur að koma fram en virðist alls ekki taka illa í það að taka óvænt lagið. Strák- arnir í Jagúar eru búnir að æfa nokkur lög með honum og við erum að sjálfsögðu að vona að hann fáist til að taka Day-O,“ segir Gísli Marteinn. Harry Belafonte á að baki langan og farsælan feril sem söngvari, leikari og framleið- andi. Hann hefur einnig verið ötull við starf sitt í þágu mann- úðarmála. Hann er velgjörðar- sendiherra UNICEF og er hér á landi í tilefni af 15 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og heimsforeldraátaki UNICEF Ísland. Hann hefur starfað mikið að réttindum barna á heimsvísu og tekið þátt í verkefnum sem snúa að alnæmi, skrásetningu barna, aukinni menntun og fleira. Belafonte varð einnig fyrsti blökkumaðurinn til að vinna til Emmy-verðlauna. Þau hlaut hann fyrir sjónvarpsþátt sinn, Tonight with Harry Belafonte, sem var sá fyrsti af mörgum sjónvarpsþáttum sem hann framleiddi. Fleiri góðir gestir kíkja til Gísla Marteins og mun til dæm- is Birgitta Haukdal koma og frumsýna nýju Birgittudúkkuna sem hefur hvergi sést áður. „Birgitta er einnig að kynna nýju barnaplötuna sína og auk hennar munu fleiri góðir gestir kíkja í sjónvarpssal.“ ■ Strákarnir í sjónvarpsþættinum 70 mínútur á Popptíví hafa tekið áskorun um að taka bita af stærstu pylsu í heimi sem sýna á í Kringlunni á laugardaginn. Til stendur að slá heimsmetið í pylsu- og pylsubrauðsstærð í til- efni af 50 ára afmælisútgáfu Heimsmetabókar Guinnes. Eru það SS og Myllan sem búa ferlíkið til, en það verður 12 metra langt. Svo gæti farið að strákarnir í 70 mínútum reyni að setja sitt eigið met á sama tíma en það á eftir að koma í ljós. Vottar að heimsmetspylsunni verða Guðrún Kristmundsdóttir í Pylsuvagninum, sem m.a. rekur Bæjarins bestu, og Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra. Mun hann jafnframt taka fyrsta bitann af pylsunni. Einnig fá allir þeir sem vilja gæða sér á pylsunni í Kringlunni sérstakt vottorð fyrir þátttöku sína í atburðinum. ■ 70 mínútur borða risapylsu 70 MÍNÚTUR Strákarnir í 70 mínútum ætla að gæða sér á stærstu pylsu í heimi á laugardaginn. HARRY BELAFONTE Er velgjörðarsendiherra UNICEF og kemur til Íslands í tilefni af 15 ára afmæli Barnasáttmála SÞ. Gísli Marteinn: Fær heimsfrægan söngvara í heimsókn: Belafonte mætir í sjónvarpssal 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fær tónlistarmaðurinn Mugison fyrir að rukka aðeins 350 krónur inn á útgáfutónleika sína á Nasa í kvöld. HRÓSIÐ Tímaritið Magasín fylgir DV í dag eftir Alessandro Baricco Frumsýning á Smíðaverkstæðinu í kvöld! Nítjánhundruð Skvísurnar á skjánum 2. TÖLUBLAÐ – FIMMTUDAGURINN 18. NÓVEMBER hugmynd að öðruvísi stefnumóti 21 Brynja Þorgeirs og Margrét Marteins Sex AFSAKANIR til að sleppa ræktinni MAGASÍN Helgarferð konu til Reykjavíkur endaði í martröð DV Magasín birtir reynslusögu konu sem var nauðgað á hryllilegan hátt ER HERRA ÍSLAND FLOTTUR Í LÖGREGLUBÚNINGI? Íris Björká von á jólabarniÁtti ekki að geta eignast börn Stórir skartgripir eru málið í vetur Kynköld á pillunni Kynlífsfræðingurinn svarar spurningum lesenda Fríkaðir kokteilar fyrir helgina – hefur þú séð DV í dag? Íris Björk átti ekki að geta eignast fleiri börn ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 73,4 milljónir króna. Margaret Hassan. 13,03 prósent. Lárétt: 2 klöpp, 6 í röð, 8 spor, 9 ílát, 11 eignast, 12 fljótar, 14 haf, 16 fæddi, 17 dugmikil, 18 forföður, 20 öfug röð, 21 samtal. Lóðrétt: 1 kjötréttur, 3 vafi, 4 tengt raf- magni, 5 litlaus, 7 menn í úlfslíki, 10 eins um á, 13 nóa, 15 reika, 16 hræðist, 19 bókaforlag. LAUSN. Lárétt: 2berg, 6uv, 8far, 9fat, 11fá, 12 fráar, 14útsær, 16ól, 17kná, 18afa, 20 ts, 21rabb. Lóðrétt: 1buff, 3ef, 4rafrænt, 5grá, 7 varúlfa, 10tát, 13ask, 15rása, 16óar, 19 ab. AÐ MÍNU SKAPI ARNAR INGI JÓNSSON, KAFFIBARÞJÓNN OG TÓNLISTARMAÐUR TÓNLISTIN Vinir mínir í Hæstu hendinni gáfu á dög- unum út plötu sem ég hef verið að hlusta mikið á, að ógleymdum snilldartilþrifum sænsk-íslenska gítardúettsins Arnaldur og Angström sem þessa dagana eru að vinna með hljómsveitinni Reykjavík. BÓKIN Ég er að lesa mig í gegnum Angeles y Demonios eftir Dan Brown, höfund Da Vinci-lykilsins. Bíð verulega spenntur eftir íslensku útgáfunni vegna takmarkaðrar spænskukunnáttu. BÍÓMYNDIN Eftir að ég sá Opinberun Hannesar á notalegu kvöldi um síðustu jólahátíð hafa allar myndir verið unun á að horfa og vil ég alls ekki gera upp á milli þeirra. BORGIN Ég fór síðast til Berlínar og líkaði frábær- lega. Þar er að finna ljúffengasta kebab í heimi og ekki var þverfótað fyrir tísku- meðvituðu fólki með hárgreiðsluna í lagi. BÚÐIN Það er Ríkið. Ekki spurning. Á þeim bæn- um eiga menn einhvern veginn alltaf eitt- hvað sem mann langar í og þar er líka gráupplagt að kaupa freistandi tækifæris- gjafir fyrir öll möguleg tilefni. VERKEFNIÐ Núna er ég að semja tónlist fyrir balkan- reggí hljómsveitina Breggí. Þetta er svona blanda af þjóðlagatónlist frá Balkanskag- anum og reggíi, en okkur vantar samt ennþá mann sem kann á túbu og líkist Bob Marley. Auglýsi hér með eftir slíkum hæfileikamanni. Kebab, ríkið, englar og djöflar GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Bind- ur vonir við að Belafonte fáist til að taka lagið í þætti sínum á laugardaginn. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM 94-95 aftasta (50-51) 17.11.2004 19.44 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.