Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 2
2 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR ���������� �������������� �������������������� ��������������� ������������������� ����������������� �������������� �������������� ����� ������������� ����������� ������������������������ ������� 1. sÆti ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Stefán, er nema von að Fram- ari setji spurningamerki við framfarahugtakið? „Engan veginn. Það eru miklar framfarir fyrir 1. deildina að fá okkur í heimsókn.“ Stefán Pálsson fjallaði um framfarir og líkti þeim við knattspyrnu á fundi Sagnfræðinga- félagsins í gær. Stefán er áhangandi Frams í knattspyrnu sem féll niður um deild í sumar. FÉLAGSMÁL Rut Sverrisdóttur, sjónskertri konu sem býr í Brom- ölla á Skáni í Suður-Svíþjóð, var þar vísað út úr strætisvagni í bænum Hässleholm með lögreglu- valdi seint á föstudagskvöld. Kona sem keyrði vagninn neitaði að halda áfram þegar Rut stóð á rétti sínum og neitaði að borga undir aðstoðarmann sinn. Á Skáni eiga aðstoðarmenn blindra og sjón- skertra að fá með þeim ókeypis far í almenningsvögnum. Úr varð heilmikil uppákoma þar sem vagns- stjórinn neitaði að aka af stað nema aðstoðar- maðurinn borg- aði. Voru aðrir farþegar farnir að hreyta ónot- um í Rut en hún var einnig með ársgamlan son sinn með í för. „Svo var þetta nálægt klukk- an hálf tólf um kvöld niðri í miðbæ og þar langaði mig ekki að vera á ferðinni með barn- ið innan um fólk að drekka,“ segir hún. Eftir um tuttugu mínútna þóf kom svo lögreglan, þeim var öllum vísað frá borði og tóku leigubíl heim. „Ég átti aldrei von á því að þetta myndi vekja svona mikla athygli,“ segir Rut, en fjallað var um uppákomuna í héraðsfréttablöðum og -sjónvarpi á Skáni og í aðalfrétt- atíma Sænska ríkissjónvarpsins síðasta sunnudags- kvöld. „Þetta var heilmikil úttekt, fréttin var heilar fjórar mínútur.“ Rut segir þetta vera í annað sinn sem hún lendi í svona stappi við vagnstjóra, en í september var lögregla einnig kvödd til þegar það sama gerðist. Í þetta sinn ákváðu Rut og aðstoðar- maður hennar hins vegar að vekja athygli á málinu og sendu staðar- blaðinu bréf. „Ég var ekki bara að standa á rétti mínum heldur á ég fimm ára gamla sjónskerta stelpu sem þarf á þessari þjónustu að halda þegar hún verður eldri. En það er ekki skemmtilegt að standa í þessu.“ Vagnsstjórinn hefur eftir að málið kom upp fengið áminningu í starfi, segir Rut, og hún fengið afsökunarbeiðni frá umsjón- armanni almenningssamgangna á Skáni. Rut flutti til Svíþjóðar um mitt ár 2004 með manni sínum Bjarka og Helgu dóttur þeirra. „Ég er hálf- gerður flóttamaður frá Íslandi,“ gantast hún og kveðst hafa verið nauðbeygð að flytja því fjölskyld- an fái ekki þá þjónustu heima sem hún þarf á að halda. Áður bjuggu þau á Akureyri. olikr@frettabladid.is Íslenskri konu vísað úr sænskum strætó Sjónskert íslensk kona stóð í stappi við strætisvagnstjóra á Skáni í Svíþjóð. Lögregla vísaði henni úr vagninum þegar hún stóð á rétti sínum og neitaði að borga undir aðstoðarmann sinn. Málið vakti mikla athygli ytra um helgina. RUT SVERRISDÓTTIR ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM Rut hefur búið í Svíþjóð í um 16 mánuði, en þar segist hún fá mun meiri þjónustu fyrir sig og Helgu dóttur sína en hér heima. Báðar eru sjónskertar. Með á myndinni er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Sverrir. MYND/BJARKI HILMARSSON UMFJÖLLUN Í SVÍÞJÓÐ Í september lenti Rut í fyrsta sinn í því að vera vísað úr strætó með aðstoðarmanni sínum og þá var fjallað um málið í héraðsfréttablaðinu. LÖGREGLA Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á Þorláksmessu vegna fíkniefna- smygls með Norrænu. Að sögn Ásgeirs Karlsson- ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, voru mennirnir, sem eru á fimmtugs- og sextugsaldri, handteknir á höfuðborgarsvæð- inu, annar á fimmtudaginn var, en hinn á laugardag. Þeir höfðu komið hingað til lands með Nor- rænu frá Danmörku á þriðjudag- inn í síðustu viku með efnin falin í bíl sínum. Töluvert magn fíkniefna var falið í bíl mannanna, en þeir eru grunaðir um að hafa flutt það hing- að til dreifingar og sölu. Ásgeir sagði málið enn í rannsókn og gaf ekki upp frekari upplýsingar um efnin eða magn þeirra. - óká Handteknir vegna smygls: Með eiturlyf í Norrænu NORRÆNA Í SEYÐISFJARÐARHÖFN Lög- reglan gefur ekki upp hve mikið magn fíkniefna fannst í fórum tveggja manna. NORSKA KONUNGSFJÖLSKYLDAN Lét að venju taka af sér jólamyndir fyrr í vikunni. BERGEN Vinsældir norsku konungs- fjölskyldunnar hafa farið snar- minnkandi undanfarin ár að því er fram kemur í norska dagblað- inu Aftenposten. Einungis þrettán prósent norskra ungmenna segjast nú ánægð með konungsfjölskyld- una, en það voru þrjátíu prósent árið 1991. Aðeins meiri hrifningar á konungsfjölskyldunni gætir hjá öðrum aldurshópum, en vinsæld- irnar hafa þó hrapað á síðustu árum. Norskur stjórnmálafræð- ingur segist ekki telja niður- stöðurnar endurspegla sérstaka óánægju með meðlimi konungs- fjölskyldunnar. Þjóðleg gildi séu einfaldlega að glata gildi sínu. ■ Norska konungsfjölskyldan: Vinsældirnar minnka sífellt SJÁVARÚTVEGUR Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur gert fram- virkan samning um kaup á öllum hlutabréfum í Súlunni ehf. á Akur- eyri. Súlan ehf. gerir út loðnuskip- ið Súlan EA 300 og eru eigendur fyrirtækisins Sverrir Leósson og Bjarni Bjarnason. Síldarvinnslan hf. mun samkvæmt samningnum kaupa öll hlutabréf í Súlunni fyrri hluta árs 2007 eftir að vetrarvertíð á loðnu lýkur og taka þar með við rekstri skipsins. Ekki fæst kaup- verðið upp gefið að svo stöddu. Sverrir Leósson, annar eigandi skipsins, segist sjá eftir Súlunni en að hann hafi talið að nú væri rétti tíminn að selja. Hann hafi sinnt rekstrinum í landi svo til einn og að hann sé orðinn lúinn eftir um 50 ára sjómennsku. Hann treystir tilvonandi rekstraraðil- um vel. „Þetta eru góðir og traust- ir kaupendur sem við höfum átt gott samstarf við í ellefu ár og ég hefði ekki viljað selja neinum skipið frekar.“ Áhöfn Súlunnar hefur verið mönnuð af Akureyringum en nær öllum aflanum hefur verið landað í Neskaupstað. Loðnuveiði hefur gengið illa þessi misseri og loðnuleit Haf- rannsóknastofnunar líka, en þrátt fyrir erfitt ástand er Sverrir bjartsýnn. Hann telur leitina hafa gengið illa sökum mikils hafíss sem sé á helstu leitarmiðunum þar sem loðnan haldi sig á þessum árstíma, en hann er sannfærður um að veiðarnar muni glæðast eftir áramót. - æþe Síldarvinnslan í Neskaupstað kaupir Súluna ehf.: Súlan EA kveður Akureyri SÚLAN EA-300 Hefur verið eitt af kennileitum Akureyjarbæjar í tímans rás þar sem skipið hefur legið við Torfunesbryggju. Einn um hituna Annar umsækjenda um embætti sóknarprests í Hallgríms- kirkjuprestakalli, Pjetur Þorsteinn Maack, dró umsókn sína til baka í gærmorgun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson er því eini umsækjandinn um stöðuna. ÞJÓÐKIRKJAN Bruni í heimahúsi Eldur kviknaði í kertaskreytingu í Vesturbænum rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og litlar skemmdir urðu. Slökkviðið vill þó benda fólki á að fara varlega með kertaljósin. SLÖKKVILIÐIÐ JAFNRÉTTI Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri á Suðurlandi, fær ársleyfi á launum til að sinna fræðistörfum og kemur til álita að gera við hana starfsloka- samning að því loknu. Ríkissjóð- ur greiðir Hjördísi tæplega níu milljónir króna í leyfinu miðað við að hún hafi 738 þúsund krón- ur í heildarlaun á mánuði eins og dómstjórar úti á landi hafa frá áramótum. Þetta er í samræmi við sam- komulag sem hefur tekist milli dómsmálaráðherra og Hjördísar vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála frá því í fyrra en Hjördís kærði þá ákvörðun dómsmálaráðherra að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttar- dómara í ágúst fyrir tveimur árum. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að dómsmála- ráðherra hefði brotið jafnrétt- islög og beindi þeim tilmæl- um til ráðherra að fundin yrði viðunandi lausn á málinu. Hjördís Hákonardóttir dóm- stjóri kveðst ætla að byrja á því að kíkja á MA-ritgerð sem hún eigi hálfkláraða og sjái svo til hvað við taki. Eftir eitt ár sé möguleiki á starfslokasamn- ingi. „Það getur vel verið að ég sé búin að kveða upp síðasta dóminn,“ segir hún. Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður telur að dóms- málaráðherra sé greinilega búinn að gangast við jafnrétt- isbroti sínu. „Það er greinilegt að hann teygir sig langt í sam- komulagsátt til þess að forðast dómsmálið, enda hefði það ekki verið á það bætandi fyrir þessa ríkisstjórn að fá annan dóm af þessu tagi,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stjórnvöld: „Þær eru orðnar ansi dýrar þessar geð- þóttaákvarðanir ráðherranna í þessari ríkisstjórn.“ - æþe/ghs Hjördís Hákonardóttir fær ársleyfi á launum vegna jafnréttisdóms á hendur dómsmálaráðherra: Jafnréttisbrot kostar níu milljónir HJÖRDÍS HÁKONARDÓTTIR Dómstjóri á Suðurlandi er á leið í ársleyfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.