Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 8
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR Sjálfskiptur, álfelgur, spoiler, nagladekk og 3 drifstillingar. EKKI FESTAST Í FRAMTÍ‹INNI! F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 X-TRAIL NISSAN X-Trail Ver› 2.690.000,- Sport X-Trail Ver› 2.890.000,- Elegance SKIPT_um væntingar ÍSRAEL Þrátt fyrir veikindi Ari- els Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur fylgi hins nýstofn- aða flokks hans, Kadima, aldrei mælst hærra. Benjamin Netanya- hu, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið kjörinn formaður Likud-bandalagsins. Ariel Sharon var útskrifað- ur af sjúkrahúsi í Jerúsalem í gærmorgun, en hann fékk vægt heilablóðfall á sunnudaginn. Með bros á vör þakkaði hann læknum sínum fyrir meðferðina en einnig kvaðst hann snortinn yfir þeim hlýhug sem þjóðin hefur sýnt honum. Sharon sagði enn fremur að veikindin myndu engin áhrif hafa á störf sín en neitaði að tjá sig um kjör eftirmanns síns í Likud-bandalaginu, Benjamins Netanyahu. „Það er tími til kom- inn að koma sér aftur að verki, horfa fram á við,“ hefur dagblaðið Haaretz eftir honum. Tilkynnt var um kjör Netan- yahu í gær en leiðtogakjörið fór fram á sunnudag. Þegar búið var að telja allan þorra atkvæða hafði hann hlotið 44 prósent þeirra en 33 prósent höfðu fallið Silvan Shalom, utanríkisráðherra og helsta keppinautar Netanyahu, í skaut. Aðrir fengu minna. Stjórnmálaskýrendur segja úrslitin þýða að harðlínumenn hafi nú undirtökin í flokknum en Shalom er sagður mun hófsamari en Netanyahu og hefði vel getað myndað ríkisstjórn með Kadima að loknum kosningunum í mars. Í staðinn er talið nær öruggt að Likud verði í stjórnarandstöðu, enda þótt Netanyahu hafi heitið því að hans fyrsta verk væri að koma flokknum aftur til valda. Skoðanakönnun sem dagblað- ið Maariv birti í gær sýnir að ef gengið yrði til kosninga nú fengi Kadima 42 sæti á ísraelska þing- inu, Knesset, eða rúman þriðjung. Verkamannaflokkur Amir Peretz fengi 22 þingsæti en Likud-banda- lagið aðeins 13 sæti. Jafnvel þótt Sharon væri fjarri góðu gamni í kosningunum og Kadima væri undir forystu Tzipi Livni dóms- málaráðherra fengi flokkurinn 30 þingsæti. Í könnun Yedioth Aharonoth sem birt var í gær fengi Kadima 39 sæti, Verkamannaflokkurinn 21 og Likud 13 ef kosið yrði nú. 91 prósent aðspurðra sögðu að veikindi Sharons breytti engu um skoðanir þeirra. Hins vegar er fastlega búist við að Likud- bandalagið sæki í sig veðrið þegar óvissunni um hver verður leiðtogi þess hefur verið eytt. sveinng@frettabladid.is Kadima með yfirburðafylgi Benjamin Netanyahu hefur verið kjörinn formaður Likud-bandalagsins. Flokkur Ariels Sharon, fær mikið fylgi í könnunum, þrátt fyrir veikindi leiðtogans. VIÐ HESTAHEILSU Sharon var fölur en glaður þegar hann var útskrifaður af Ein Karem- sjúkrahúsinu í Jerúsalem í gær. Læknar hans lögðu sig í líma við að undirstrika að veikindi forsætisráðherrans væru minniháttar og hefðu lítil áhrif á starfsgetu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝKJÖRINN FORMAÐUR Benjamin Netanyahu var kampakátur þegar ljóst varð að hann hefði borið sigur úr býtum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefur ákveðið að skipa á ný þverpólitíska fjölmiðlanefnd. „Páll Hreinsson lagaprófessor og Páll Þórhallsson lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu eru skipaðir sem sérfræðingar nefndarinnar. Auk þess er gert ráð fyrir að stjórnmálaflokkarnir skipi hver sinn fulltrúa í þessa sjö manna nefnd,“ segir Þorgerður Katrín. Fyrri nefnd menntamálaráð- herra skilaði skýrslu síðastliðið vor og segir Þorgerður Katrín að unnt verði að byggja starfið á nið- urstöðum þeirrar nefndar. Hún kveðst ekki setja nefndinni nein tímamörk, en verkefni hennar er að leggja fram tillögur eða drög að frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum og fleiri atriði. - jh Ný fjölmiðlanefnd á nýju ári: Engin tímamörk ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Hefur skipað tvo sérfræðinga í nýja fjölmiðlanefnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.