Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 10
10 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR North Face í jólapakkann Dömuflíspeysa kr. 7.990.- BANDARÍKIN Allir sem voru um borð í sjóflugvél sem hrapaði við strendur Miami í fyrrakvöld, alls tuttugu manns, eru taldir af. Átján farþegar voru um borð í vélinni, þar af þrjú smábörn, auk tveggja manna áhafnar. Vélin, sem var tveggja hreyfla, var á leiðinni til Bahamaeyja frá Miami. Hún hrapaði skömmu eftir flugtak en orsakir slyssins liggja enn ekki fyrir. Að sögn vitna varð sprenging í vélinni á meðan hún var enn á lofti og eftir það hrapaði hún bein- ustu leið í sjóinn. ■ Flugslys í Flórída: Tuttugu sagðir hafa týnt lífi FLUGVÉLIN HRAPAR Vegfarandi með myndbandstökuvél náði þessum myndum af vélinni í þann mund sem hún hrapaði í hafið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið sýknaður af ölvunarak- stursákæru vegna misræmis þegar kemur að því hvort áfengi er mælt í útöndunarlofti eða blóði. Í dóminum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær, segir að fullt tilefni sé til að endurskoða verklagsreglur við endanlegan útreikning á áfeng- ismagni. „Óviðunandi er að þegar áfengismagn mælist við vanhæf- ismörk, þá séu meiri líkur á því að ökumaður sé betur settur ef alk- óhólmagn hefur verið mælt í blóði heldur en ef það hefði verið mælt í útöndunarlofti.” - óká Sýknaður af ölvunarakstri: Áfengi mælt í lofti ekki blóði AKUREYRI Stjórnendum Kaupfélags Eyfirðinga hefur enn ekki borist svar við formlegu erindi þar sem óskað var eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra til að ræða hugsanlega aðkomu KEA að uppbyggingu matvælarann- sóknastofnunar á Akureyri. Erind- ið var sent 29. nóvember síðastlið- inn og segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, að félag- ið vilji gjarna fara að sjá einhver viðbrögð við erindinu. Fyrir liggur að ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um að matvælarannsókna- stofnun verði komið á fót og er ætlunin að stofna hlutafélag um rekstur stofnunarinnar. KEA hefur lýst yfir áhuga á að leggja fram fjármuni í þetta félag og er KEA einnig tilbúið til að leigja stofnun- inni húsnæði til lengri tíma. Steingrímur S. Ólafsson, upp- lýsingafulltrúi forsætisráðuneyt- isins, segir ráðherra hafa tekið vel í erindið og hann ætli að eiga fund með stjórnendum KEA við fyrsta tækifæri, líklega í upphafi nýs árs. - kk KEA vill matvælarannsóknastofnun norður: Bíða eftir svari frá Halldóri HALLDÓR JÓHANNSSON Framkvæmda- stjóri KEA segir Akureyri kjörinn stað fyrir matvælarannsóknastofnun þar sem sjávar- útvegur og landbúnaður séu burðarásar atvinnulífsins í Eyjafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/KK MORALES FAGNAR Evo Morales, verðandi forseti Bólivíu, veifar er hann mætti til blaðamannafundar í La Paz í gær. Hann boðaði þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvernig kókarækt skyldi stjórnað í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR STJÓRNMÁL „Þetta hefur legið í loftinu. Ég vissi um ákvörðun Dags því við vorum búin að ræða þetta,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, sem sækist eftir efsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík líkt og Dagur B. Eggertsson. „Ég er ánægð með að Dagur hafi tekið af skarið og gengið til liðs við Samfylkinguna. Um átök innan flokksins er það eitt að segja að það er tekist á í prófkjöri. Mér finnst gott að fá mælingu fyrir mig, því þá veit ég hver stuðning- urinn við mig er meðal fólks. Ég veit ekki betur en að sjálfstæðis- menn hafi gengið í gegnum þetta sjálfir nýverið,“ segir Steinunn Valdís. - jh Slagurinn um toppsætið: Fagnar Degi í slaginn STEFÁN JÓN HAFSTEIN STJÓRNMÁL „Dagur á heima í Samfylkingunni. Ég sagði einhvern tíma að ég skyldi ættleiða hann pólitískt,“ segir Stefán Jón Hafstein, sem lýst hefur yfir framboði sínu í efsta sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, en prófkjör flokksins fer fram í febrúar. „Dagur B. Eggertsson mun styrkja listann. Ég býst við að hann fái ágætis kosningu og verði í einu af efstu sætum listans. Ég held óhikað minni stefnu hvað það varðar að ná fyrsta sæti í prófkjörinu, en það er það sæti sem ég skipaði í upphafi kjör- tímabilsins. Átök frambjóðenda í prófkjöri endurspegla ekki nein flokksátök,“ segir Stefán Jón. - jh Framboð Dags B. Eggertssonar: Styrkir lista Samfylkingar BRUSSEL, AP Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandslandanna komu saman í Brussel í gær til árlegs samningafundar um ákvörðun fiskveiðikvóta næsta árs í lögsögu aðildarríkjanna. Alþjóðahafrannsóknastofnun- in, Ices, lagði til í október síðast- liðnum að enginn þorskur yrði veiddur í lögsögu ESB á árinu 2006 þar sem stofninn, einkum í Norð- ursjónum og á miðunum vestur af Skotlandi og Írlandi, væri mjög hætt kominn vegna ofveiði. Framkvæmdastjórn ESB gekk reyndar ekki svo langt í tillögum sínum til ráðherranna, enda er í gildi samkomulag sem kveður á um að ekki skuli skera kvótann niður um meira en 15 prósent í einu milli ára. En framkvæmda- stjórnin leggur til að kvótinn verði skorin niður um þessi 15 prósent bæði í þorski og nokkrum öðrum tegundum, enda veiðist þorskur gjarnan sem meðafli með öðrum bolfiski. Jafnframt er mælst til að þorskveiðar verði bannaðar á vissum hafsvæðum og sóknardög- um fækkað í sóknarmarkskerfinu sem útgerðir í Skotlandi og víðar starfa eftir. Breski sjávarútvegsráðherr- ann Ben Bradshaw, sem stýrir ráðherrafundinum þar sem Bret- ar gegna formennskunni í ESB til áramóta, sætir miklum þrýst- ingi af hálfu útgerðarmanna í Skotlandi að samþykkja ekki fækkun sóknardaga. Enn frekari niðurskurður á kvóta og í sókn- armörkum muni að þeirra sögn gefa mörgum útgerðarbæjum náðarhöggið. Vísbendingar um að síldar- og lýsingsstofnar í nyrsta hluta ESB-lögsögunnar séu að rétta úr kútnum gáfu framkvæmdastjórn- inni aftur á móti tilefni til að leggja til lítils háttar aukningu á veiðikvótum úr þessum stofnum. Þess var vænst að niðurstaða næðist ekki í kvótaviðræðurnar fyrr en í dag. Þrýst á mikinn samdrátt veiða Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hófu í gær árlegt samningaþóf sitt um fiskveiðikvóta næsta árs. Vegna ískyggilegs ástands fiskistofna, sérstaklega þorsks, er lagður til verulegur niðurskurður veiða. BEN BRADSHAW Sjávarútvegsráðherra Breta í kröppum dansi í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MIKIÐ Í HÚFI Sjómenn í áhöfn togarans Diego David gera að sardínuafla undan Vigo, stærstu útgerðarhafnar Spánar. Mikið er í húfi fyrir útgerðarbæi ESB-ríkjanna er ákvörðun verður tekin um kvóta næsta árs. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.