Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 12
12 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR Me tsö lul ist i M b 6. 1 Ævisögur & en dur mi nn in ga r Heillandi ævisaga MANNBÆTANDI! „Lífleg“ „Fróðleg“ - „Ætti að bæta margan manninn.“ „Skyldulesning“ - „Lifandi“ - „Heillandi“ „Gaman“ - „Vönduð“ — Úr umsögnum um Auði Eir - Sólin kemur alltaf upp á ný — KASTLJÓSIÐ Bókmenntaverðlaun 2005 Starfsfólk bókaverslana I f f l l 3. SÆTI BRETLAND Dómstóll í Jórvík hefur sýknað mann sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni. Maðurinn bar því við að hann gengi í svefni en samkvæmt breskum lögum telst svefnganga gild málsvörn. Að sögn dagblaðsins The Ind- ependent hafði maðurinn boðið konunni heim eftir skemmtun, hún sofnaði í rúmi hans en hann í sófa í öðru herbergi. Konan vakn- aði svo við að maðurinn var að reyna að koma fram vilja sínum við hana. Hann kvaðst ekkert muna en sagðist hafa gengið í svefni frá unglingsaldri. ■ Nauðgunarmál í Bretlandi: Svefngengill var sýknaður MADRID, AP Fimmtán hafa verið handteknir á Spáni grunaðir um að styrkja og þjálfa menn til þátt- töku í bardögum í Írak. Innanríkisráðherra Spánar sagði hópinn í nánum tengslum við meðlimi al-Kaída í Írak, og að tveir bardagamenn hafi þegar verið sendir til Íraks að leggja uppreisnarmönnum lið. Heimild- ir herma að hinir handteknu hafi verið Marokkómenn og Eþíóp- íumenn, auk Ghanabúa og Spán- verja. Handtökurnar áttu sér stað í héruðunum Katalóníu og Anda- lúsíu og á eyjunni Mallorca.  Fimmtán handteknir á Spáni: Taldir þjálfa bardagamenn BÚLGARSKIR JÓLASIÐIR Búlgarar í þjóð- búningum að fremja athöfn að fornum sið til að særa á brott ára og óska frjósemi á nýju ári, fyrir utan bústað Búlgaríuforseta í miðborg Sofíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Kostnaður höfuðborg- arinnar vegna nýgerðra kjara- samninga er áætlaður um 6,5 milljarðar króna á samningstím- anum til ársloka 2008. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri gerði grein fyrir samningunum á borgarstjórn- arfundi í gær en þeir ná til um 4.200 manns sem starfa hjá borginni. Steinunn sagði að starfsmat á vegum borgarinnar hefði dregið markvisst úr launamun kynj- anna síðan árið 2000. Hún gagnrýndi framgöngu Einars Odds Kristjánssonar þingmanns og Gunnars Birgis- sonar bæjarstjóra sem opinber- lega hefðu fundið samningunum flest til foráttu. „Ég minnist þess ekki að hafa heyrt neitt frá þeim þegar ríkisvaldið hefur gert mjög rausnarlega samninga sem síðan hefur verið bætt í hressi- lega með svokölluðum stofnana- samningum. Ekki minnist ég þess að þessir menn hafi risið upp og mótmælt þegar samið var við framhaldsskólakennara um 45 prósenta hækkun. Ekki minn- ist ég þess að þeir hafi sett sig upp á móti kjarabótum hjúkrun- arfræðinga eða að þeir hafi neit- að sér um 70 prósenta hækkun þingfararkaups á sama tíma.“ Steinunn sagði að ef til vill væri mönnum vorkunn því þeir hefðu ekki yfirsýn yfir hversu ríkulega væri verið að semja með viðbótarsamningum stofn- ana ríkisins. Ólafur F. Magnússon, fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, lét færa til bókar að nýgerðir samningar efldu velferðar- og umönnunar- þjónustu í borginni. Þeir hefðu verið óhjákvæmilegir og kæmu barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum til góða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi R-listans, kvað samningana tímamótasamninga. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi bókaði að full- trúar Sjálfstæðisflokksins væru fylgjandi því að kjör þeirra sem lægst hefðu launin væru hækkuð. „Engu að síður er ljóst að samn- ingar þessir valda rökstuddum og háværum óskum annarra stétta um kjarabætur, eins og fram hefur komið sérstaklega í máli leikskólakennara,“ eins og segir í bókuninni. johannh@frettabladid.is 6,5 milljarða samningur Kjarasamningar Reykjavíkurborgar við 4.200 starfs- menn í Eflingu og Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar voru samþykktir á borgarstjórnarfundi. SORPHIRÐA Í REYKJAVÍK Langflestir starfsmenn borgarinnar eru í starfsmannafélaginu, þó ekki allir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUÐRÚN EBBA ÓLAFSDÓTTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKI „Samn- ingar þessir valda rökstuddum og háværum óskum annarra stétta um kjarabætur.“ JAFNRÉTTISMÁL „Við erum gáttaðar á dónalegum viðbrögðum Femínista- félags Íslands. Þó að við séum ekki hlynntar fegurðarsamkeppnum fannst okkur ekki ástæða til ann- ars en að samgleðjast Unni Birnu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, vara- formaður Kvenréttindafélags Íslands. Kvenréttindafélagið sendi feg- urðardrottningunni heillaóskir og auk þess bókargjöf. Það var bókin Veröld sem ég vil, en í henni er rakin saga kvenréttindabaráttu á Íslandi frá byrjun síðustu aldar. Verkefnisstýrur baráttuárs kvenna 2005, sem jafnframt eru í Femínistafélagi Íslands, sendu for- sætisráðherra athugasemd vegna heillaóskaskeytis sem hann sendi Unni Birnu í nafni íslensku þjóð- arinnar. Í athugasemdinni segir að þar með hafi forsætisráðherra gert lítið úr þeirri kröfu að konur séu metnar að verðleikum en ekki eftir ytra útliti. „Við teljum hins vegar að Unnur Birna hafi unnið út á svo margt annað en útlitið og ekki er annað að sjá á því sem hún er að gera að þar fari mikill jafnréttissinni. Hún hefur til dæmis starfað í lög- reglunni, er að mennta sig og við treystum henni sannarlega til þess að vera verðugur fulltrúi,“ segir Margrét. - jse Margrét Sverrissdóttir hjá Kvenréttindafélagi Íslands um sigur Unnar Birnu: Viðbrögð femínista dónaleg MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Segir félagið vilja fá Unni Birnu í lið með sér frekar en að hrekja hana frá jafnréttisbaráttunni eins og henni þykja viðbrögð femínista líkleg til að gera. UNNUR BIRNA Í SMÁRALIND Fegurðardrottningin fékk bókina Veröld sem ég vil að gjöf frá Kvenréttindafélagi Íslands ásamt heilla- óskum. Sú bók rekur sögu kvenréttinda- baráttu á Íslandi. ÍRAN, AP Íranar virðast kippa sér lítið upp við nýsett bann forseta landsins á vestrænni tónlist. Plötubúðaeig- endur héldu áfram að selja popptónlist í versl- unum sínum og kaup- endur létu ekki standa á sér. Ekki er búist við að banninu sem Mahmoud Ahmadinejad lýsti yfir á mánudag verði framfylgt með valdi, ólíkt því þegar álíka bann var sett í kjölfar byltingarinnar árið 1979. Um tíu ár eru síðan Íranar fóru að hlusta á vestræna popptónlist að nýju. Eins hefur verið sett bann við öllum kven- söngvurum og óhóf- legum farða. Hvorugu banni er framfylgt að neinu ráði.  Sala á popptónlist í Íran þrátt fyrir bann: Almenningur lætur sig það litlu varða MAHMOUD AHMADINEJAD Forsetinn heldur áfram harðlínustefnu sinni á öllum sviðum. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR BORGARSTJÓRI „Þeir neituðu sér ekki um 70 prósenta hækkun þingfarar- kaupsins á sama tíma.“ ÓLAFUR F. MAGNÚSSON FRJÁLSLYNDUM „Samning- arnir óhjákvæmilegir og koma barnafjölskyldum, öldr- uðum og sjúkum til góða.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.