Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 22

Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 22
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR22 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ertu nú alveg heiðarleg? „Fyrsta sem kemur upp í hugann er skýrslan hans Stefáns Ólafssonar „Örorka og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum“. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR UM BESTU BÓK ÁRSINS Í FRÉTTABLAÐINU. Orð í tíma töluð „Og Guðni (menntamálaráðherra númer tvö) ætti að hætta að tönglast á því að ísland sé best og fallegast, og þannig koma sér undan því að taka á vandamálunum. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR KENNARI Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU UM HÁTT MATARVERÐ. „Mér líst ágætlega á þetta hjá Degi. Hann kemur ferskur og fínn inn þó hann hafi verið áður í borgarstjórn,“ segir Kristinn Snæland leigubílstjóri um þá ákvörðun Dags B. Eggertssonar, læknis og borgarfulltrúa, að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnark osningarnar í maí. Áður hafa Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir lýst yfir framboði. „Ég á alveg eins von á að hann vinni þau,“ svarar Kristinn aðspurður. En ætlar hann að kjósa Samfylkinguna í vor? „Nei,“ svarar hann án umhugsunar. SJÓNARHÓLL DAGUR VILL FYRSTA SÆTIÐ HJÁ SAMFYLKINGUNNI KRISTINN SNÆLAND LEIGUBÍLSTJÓRI Leikarinn Elfar Logi Hannesson hefur verið útnefndur bæjar- listamaður Ísafjarðarbæjar. Elfar Logi nam leiklist í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 1997. Hann hefur verið ötull í menningarlífi Ísfirðinga og raunar Vestfirðinga allra síðustu ár og meðal annars sett upp fjölda einleikja sem vakið hafa eftirtekt víða um land. Auk leiklistarinnar starfrækir Elfar Logi kaffihúsið Langa Manga á Ísafirði. Elfar Logi bæjarlista- maður á Ísafirði Elfar Logi Hannesson, leikari og bæjarlistamaður Ísafjarðar. Ferskur af flví besta! Brot Dunilin gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega servíettuskreytingu í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar flér a› ná fram fleirri stemningu sem flú leitar eftir. Í verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir a› servíettubrotum og bor›skreytingum. E N N E M M / S IA / N M 18 8 3 5 „Ég er á Spáni í því sem á að kallast frí. Hins vegar virðist allt vera farið í háaloft á íslandi í kjölfar Quentin Tarantino-kvöldsins svo ég er með símann límdan á kinnina og augun við laptoppið. Eiginlega bara í vinnunni í aðeins betra veðri og aðeins færri fötum“, segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Icelandic film festival hlæjandi. Ísleifur stendur að komu leikstjórans góðkunna sem nýlega tók ástfóstri við Frón nú um áramótin. „Tarantino lendir þann 28. og ætlar að sýna þrjár myndir úr einkasafni sínu, það er að segja filmusafni. Það varð uppselt á sýninguna á níu mínútum í morgun og þá verður allt brjálað. Fólk er farið að braska með miða og svona og síminn stoppar ekki hjá mér“. Óvisst er hvaða myndir Tarantino sýnir og Ísleifur vill ekki ljóstra upp því leyndarmáli. „Ég get samt sagt að mér sýnist stefna í kung fu kvöld, þú mátt hafa það eftir mér.“ Ísleifur er einnig framkvæmdastjóri Event sem skipuleggur skemmtanir og uppákomur og þar er líka margt framundan. „Í janúnar verðum við með þýsku grínistana The Shneedles, þurftum að bæta við aukasýningum með þeim, virðist ætla falla fólki vel í geð. Svo koma Goldie looking Chain og halda tónleika í febrúar.“ Blaðamaður kannast ekki við þá hljómsveit svo Ísleifur syngur til skýringar „...guns don‘t kill people, rappers do, kannastu ekki við þetta?“ segir hann hlæjandi. „Breskir rapparar, bráðfyndnir en töff um leið“. Ísleifur heldur svo áfram að að lýsa því hvað sé í bígerð. „Við erum búin að bóka eða eigum í viðræðum við fólk vegna atburða langt fram á næsta ár, alveg fram í maí eða júní jafnvel. Það skýrist allt bráðlega og það má búast við miklum yfirlýsingum frá okkur í janúar, mikið í pípunum.“ Að svo sögðu þarf Ísleifur að kveðja og sinna rauðglóandi farsímanum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÍSLEIFUR ÞÓRHALLSSON ATHAFNAMAÐUR Með símann rauðglóandi á sólarströnd Vitlaust er að gera á skyndibitastöðum höfuð- borgarinnar þessa síðustu daga fyrir jól. Sums staðar þarf að bæta við starfsfólki til að mæta auknu álagi. Ekkert ógnar pepperoni sem vinsælasta pítsuáleggi landsmanna. Magnús Már Björnsson, vakt- stjóri hjá Pizzahöllinni, segir að pítsusalan taki alltaf mik- inn kipp í desembermánuði ár hvert. Hún aukist dag frá degi og nái hámarki síðustu dagana fyrir jól. „Þegar jólainnkaup- in standa sem hæst kemur fólk seint heim, nennir ekki að elda og pantar sér pítsu,“ segir hann. Máli sínu til stuðnings nefnir hann mánudaga. „Venjulega er allt steindautt á mánudögum en síðastliðinn mánudag var mjög mikið að gera.“ Forsvarsmenn Pizzahallarinnar hafa vaðið fyrir neðan sig og fjölga starfsfólki í desembermánuði til að anna eftirspurninni. Framkvæmdastjóri Nings, Hilmar Sigurjónsson, segir að salan síðustu tvær vikurnar hafi tekið stökk miðað við vikurn- ar tvær á undan. „Það er mjög mikið um að fyrirtæki panti stóra skammta fyrir starfsfólk sitt sem vinnur fram eftir í mánuðinum.“ Hann kveðst þó ekki þurfa að bæta við starfsfólki þrátt fyrir aukninguna. Baldur Baldursson, fram- kvæmdastjóri Dominos, segir verulega aukningu verða á við- skiptunum strax í byrjun desem- ber en allt falli í ljúfa löð strax eftir jólahátíðina. „Við fjölgum starfsfólki og þeir sem fyrir eru vinna lengri vaktir en vana- lega,“ segir Baldur og bætir við að pepperoni sé langvinsælasta pítsuáleggið. PITSA MEÐ PEPPERONI Matreiðslan víkur á aðventunni DEIGIÐ FLATT ÚT Miklar annir eru á pitsustöðum og öðrum skyndibitastöðum þessa dagana enda kjósa margir að fá heimsendan mat í stað þess að elda á meðan jólin eru undirbúin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.