Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 31

Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 31
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 21. desember, 355. dagur ársins 2005. Það er fínt að hlæja en ég fæ frekar það sem ég vil ef ég fer að skæla! KRÍLIN Umferðin er ekki beint staðurinn þar sem fólk vill eyða jólaundirbúningnum sínum. Umferðin er gífurlega mikil núna rétt fyrir jólin en það verður að passa upp á að hún fari ekki í taugarnar á manni. Það væri fátt leiðin- legra en að lenda í umferðar- óhappi svona rétt fyrir jólin. Áramótaferð Ferðafélags Íslands hefur verið endurvakin. Um er að ræða þriggja daga ferð þar sem lagt verður af stað frá Mörkinni 6 föstudaginn 30. desember kl. 10.00. Komið er til baka á nýju ári, 1. janúar 2006 um kl. 18.00. Farið verður á stórum breyttum fjallajeppum og boðið verður upp á ýmsa afþreyingu. Fararstjóri verður Páll Guðmundsson en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Jólagjafapakkar flugfélaganna verða brátt teknir af markaðn- um eins og kannski gefur að skilja. Slíkir pakk- ar eru yfirleitt nokkuð ó d ý r - ari en ódýrustu far- gjöld- in sem flugfé- lögin eru að bjóða almennt upp á. Þess vegna má líka gefa sjálf- um sér einn slíkan. Tískustraumar nútímans hafa leitað mikið til fortíðinn- ar og endurvakið upp ýmis tískufyrirbrigði. Nú er útlit fyrir að þessi retró-tískubylgja sé að ná yfir til bílaframleiðanda því Chevrolet stefnir að því að gera bíla í 50‘s-stíl. Margir hljóta að fagna því enda slíkir bílar afar glæsilegir. LIGGUR Í LOFTINU [BÍLAR, JÓL OG FERÐIR] Jöklaferðir hafa á undanförnum árum verið vinsælar meðal jeppa-, skíða- og göngufólks. Færri stunda slíkar ferðir á vélhjólum en þeir eru þó til. Sveinn Birgisson er einn af þeim. „Ég er búinn að vera að hjóla í 12 ár með hléum. Keypti skellinöðru þegar ég var 15 ára,“ segir Sveinn. „Það sem heillar mig við hjólin er hraðinn, góður félagsskapur, úti- veran og snertingin við náttúruna.“ Sveinn segist reyna að fara í tvö góð ferðalög hvert sumar á hjólinu en á veturna er stefnt á jöklana. En hvað er það sem heill- ar við jöklana og af hverju að fara þangað á mótorhjóli af öllum farartækjum? „Af sömu ástæðu og maður fer á vélsleða. Það er ómögulegt að láta græjurnar standa inni, það þarf að vera hægt að nota þetta yfir vet- urinn líka. Að komast á jökul er alltaf sér- stakt, allt öðruvísi en að vera í Bláfjöllum til dæmis. Þeir toga alltaf í mann. Ef veðrið er gott er útsýnið og hreinleikinn svo mik- ilfenglegt að maður fær hálfgert víðáttu- brjálæði. Maður veit líka að það komast ekki allir þangað. Þetta er ekki eins og að kaupa flugmiða til London,“ segir Sveinn með virðingarvotti í röddinni. Hann hefur líka reynslu af jeppa-, vélsleða- og göngu- ferðum á jökla svo það kemur kannski ekki á óvart að hann sæki þangað líka á vélhjóli. Jöklaferðir á vélhjólum eru ekki ýkja frábrugðnar vélsleðaferðum. Aðalatriðið er að vera vel klæddur og varinn. Maður finn- ur mikið fyrir veðrinu og snörpum hreyf- ingum. Hraðinn er meiri en í jeppaferðum og oft gefast fleiri tækifæri til að stökkva og leika sér. „Fyrir utan hlýjan fatnað þurfa allar hlífar að vera til staðar. Nýrnabelti og brynja eru skilyrði. Maður þarf líka end- uro- eða krossaraskó, hjálm auðvitað og svo er alltaf að færast í vöxt að vera með háls- kraga sem öryggisbúnað. Hvað hjólið varð- ar er gott að vera á ísdekkjum. Þau eru með nöglum sem eru mitt á milli nagla í bíldekkj- um og nagla í sleðabeltum. Svo er mjög gott að vera með ískross ádrepara. Þá er snúra frá ádreparanum bundin í úlnlið ökumanns- ins. Ef hann dettur af hjólinu drepst á mót- ornum og hjólið skaðar engan,“ segir Sveinn og bætir við að gullna reglan um jöklaferðir eigi líka við ef maður stundar þær á vélhjóli: „Það er bannað að slasa sig.“ Spurður um hvort vélhjólatímabilið sé ekki búið þennan veturinn svarar Sveinn: „Nei, nei, það er rétt að byrja. Hjólið mitt er á númerum og verður það fram undir páska alla vega.“ ■ Á vélhjóli í jöklaferðir Reykjavík 11.22 13.26 15.30 Akureyri 11.38 13.11 14.44 Sveinn við hjólið sitt sem hann ætlar að nota til jöklaferða í vetur.FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. HÁSKÓLAJÓL Eru hagkvæm bls. 5 SAGA KERFI Gott í bílinn bls. 2 KANARÍ Griðastaður um jólin bls. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.