Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 35

Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2005 5 Nonni GULL Jólagleðin er fljót að hverfa er VISA-reikningurinn berst í janúar og selja þarf hús og bíl til að lenda ekki í fangelsi. Afgangurinn af árinu fer í að vinna upp skuldir og þegar búið er að rétta úr kútnum eru komin jól aftur. Háskólanemar kunna ýmislegt fyrir sér þegar kemur að jóla- sparnaði. Hér á eftir fara nokkur sparnaðarráð sem þeir hafa lært í áranna rás en fáir eru nýtnari og naskari að nýta það sem til fellur en þeir. Sparnaðarráð 1: Jólatré eru afskaplega dýr. Þú getur vissulega fengið ódýrt jóla- tré í nóvember en þá er það löngu dautt þegar dansa á í kringum það á aðfangadag. Börnin stinga sig á barrinu sem liggur eins og hráviði út um öll gólf og heimta grenjandi að þú kaupir nýtt jólatré hið snar- asta. Það er lítill sparnaður í því. Það er því þjóðráð að leysa þetta mál með gömlum íslenskum sið. Göngum við í kringum einiberja- runn. Hver þekkir ekki þetta ást- sæla og mjög svo langa jólalag? Hvernig væri að búa til einiberja- tré þessi jólin? Vandamálið er að einiberjarunni er ekki algengur en hver þekkir einiberjalyng frá öðru lyngi? Þú getur alveg eins skroppið upp í Heiðmörk eða upp á næstu heiði og rifið upp eins mikið af bláberjalyngi og þig list- ir. Lyngið festir þú á kústskaft og herðartré og börnin geta dundað við að mála grænar baunir rauðar svo tréð verði virkilega þjóðlegt. Sparnaðarráð 2: Þú þarft ekki ný spariför hver jól. Eina ástæðan fyrir skiptunum er að þú ert orðinn leiður á gömlu fötunum. Það er ekki eins og þau séu ónýt. Hvernig væri að finna félaga með svipaða líkamsbygg- ingu og þú og skiptu um föt við hann? Þannig færðu ókeypis ný föt og allir halda að þú vaðir í seðl- um og kaupir stöðugt föt. Sparnáðarráð 3: Ekki senda jólakort á þeim for- sendum að þú sért umhverfissinni og viljir vernda regnskóginn. Sparnaðarráð 4: Haltu jólin í janúar. Jólatré og jólaskraut eru nær gefins. Kaupmenn keppast um að henda jóladótinu inn í bílinn hjá þér svo þeir þurfi ekki að horfa upp á það morkna í geymsl- unni (sem þeir þurfa að leigja á morð fjár). Allt er á janúarútsölu svo jólagjafirnar færðu á slikk. Jól á „skid og ingenting,“ eins og frændur okkar Danir myndu orða það. Það er minna stress, fólk verður rosalega ánægt með síðbúnu jólagjöfina sína og það er miklu meiri líkur á hvítum jólum í janúar. Sparnaðarráð 5: Farðu í heimsókn til vinafólks á aðfangadagskvöld. Segðu svo að þú hafir ekki áttað þig á því hvaða dagur væri og hvaða vinur heldur þú að láti félaga sína borða frosna pitsu á aðfangadagskvöld? Auðvit- að verður þér boðið í mat. Sparnaðarráð 6: Ekki kaupa flugelda. Horfðu held- ur á alla hina brenna peningana sína. Þó að þú fáir ekki að kveikja sjálfur á flugeld þá er það hálf hallærislegt að fullorðið fólk verði að kveikja í hlutum. Hagsýn háskólajól Þorláksmessuskötuveisla verður haldin á Hótel Cabin í Borgartúni. Margir hafa þann sið að halda í kæsta veislu á Þorláksmessu með öllu tilheyrandi. Hin árlega skötuveisla Hótels Cabin verður haldin í hádeginu þann 23. desember. Á boðstólum verður skata sem madreidd verð- ur á ýmsa vegu, ásamt saltfiski, síld og ýmiss konar meðlæti. Verðið er í lægra lagi og því ættu kæstir karlar og kerlingar að panta sér borð hið snarasta til að missa ekki af skötulestinni. Skötuveisla á Hótel Borg á Þorlák
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.