Fréttablaðið - 21.12.2005, Side 36

Fréttablaðið - 21.12.2005, Side 36
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR6 OPIÐ TIL KL. 22 Sölustaðir Penninn Mál og menning Bókabúðin Hlemmi Skífan Iða 305 verslanir Næg bílastæði MIÐBORGIN JÓLALEGA ���������������� �������������������������������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������������������������� �������������������� ��������������������������������� � �� �� � ��� �� �� �� �� C M Y CM MY CY CMY K Kokk2x10DAGBLAUGL011205.pdf 6.12.2005 23:07:45 Ljósasería, skæri, heftari og pappi er það eina sem þarf í verkið. Pappaferningnum er vafið upp í sívalning utan um peruna og svo er pappinn festur með heftara, helst eins nálægt seríunni og hægt er. Svona lítur afraksturinn út Gamla jólaseríu má gera sem nýja með einföldu kartoni. Slíkar ljósaseríur má einnig nota allt árið um kring en ekki bara um jólin. Flott jólaskraut þarf ekkert endi- lega að vera einhver kvöl og pína. Oft má útbúa fallegt jólaskraut á mjög ódýran og einfaldan hátt. Jólaserían sem um ræðir er ein- mitt þannig. Til þess að gera hana þarf í grunninn aðeins fjóra hluti; heftara, skæri, pappa og jólaseríu. Þú byrjar á því að klippa pappann í jafnmarga ferninga og perur á seríunni eru. Síðan er hver ferningur vafinn í sívalning utan um peruna og síðan heftað eins nálægt seríunni og hægt er. Þetta ferli er síðan endurtekið fyrir hverja peru. Einnig er hægt að klippa pappann í hringi, hafa pappír með myndum á og í raun er hægt að hafa hvernig pappa sem er. Það má í raun láta hugmyndaflugið ráða för og útfæra þessa hugmynd á hvaða veg sem er. Slík skreyting þarf heldur ekki að flokkast sem jólaskreyting. Svona ljósaseríur má vel nota allt árið um kring og sóma sér vel í hvaða glugga sem er eða jafnvel í glerskál. ■ Einföld og afar falleg ljósaskreyting Með smá kartoni með gefa gömlum þreyttum jólaseríum algjörlega nýtt og ferskt útlit. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gluggagægir heimsækir Þjóðminjasafnið kl. 11. Jólahrollur í hádeginu- Reynir Traustason les úr bók sinni Skuggabörn í Þjóðmenningarhúsinu kl. 12.15. Reyklaust hádegi á aðventunni á Súfistanum í Hafnarfirði. Magga Stína og Drengjasveitin Strengir hefja leik kl. 12.15. Söngkonan góðkunna Hera Björk og píanó- leikarinn Óskar Einarsson verða með tónleika í Laugarnes- kirkju þann kl. 20. Á dimmri nóttu - Aðventuvaka Önnu Sigríðar Helgadóttur söngkonu og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanó- leikara í Fríkirkjunni í Reykjavík á lengsta kvöldi ársins 21. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Kertaljósatónleikar Camerarctica í Kópavogskirkju kl. 21. á jóladöfinni } 21. desemberNEYTENDASTOFA HEFUR VERIÐ IÐIN Í DESEMBER VIÐ AÐ BRÝNA FYRIR FÓLKI RÉTTA MEÐHÖNDLUN Á JÓLALJÓSUNUM. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum. Eftirfarandi eru atriði sem gott er að hafa í huga varðandi meðhöndlun á ljósabúnaði. • Látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar við erum að heiman. • Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin. • Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika. • Gætum þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósum. • Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti. • Vörum okkur á óvönduðum jólaljósum • Inniljós má aldrei nota utandyra. • Förum eftir leiðbeiningum um uppsetningu og notkun. • Látum logandi kerti aldrei standa ofan á raftæki. • Góður siður er að skipta um raf- hlöður í reykskynjurum fyrir hver jól. • Þegar „deyr“ á einni peru eykst ljósstyrkur þeirra sem eftir loga og þar með hitinn á þeim líka og geta þá valdið bruna. • Sýnum sérstaka varúð gagnvart jólastjörnum og öðru pappírsskrauti sem sett er utan um ljósaperur. Nánari upplýsingar má finna á http://neytendastofa.is Pössum jólaljósin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.