Fréttablaðið - 21.12.2005, Page 37

Fréttablaðið - 21.12.2005, Page 37
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2005 veislubakkar Ljúffengir www.jumbo.is Frí heimsending Pöntunarsími: 554-6999 Gáttaþefur Ellefti var Gáttaþefur, - aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Höf. Jóhannes úr Kötlum Með heljarstóra nefinu sínu gat Gáttaþefur fundið ilminn af laufabrauðinu og kökubakstrinum alla leið upp á heiðar. Svo rann hann á lyktina og reyndi að hnupla laufabrauðinu eða einni smáköku. Gáttaþefi finnst ilmurinn af jóla- bakstrinum hreint unaðslegur. Hann kemur til byggða í kvöld og ráðlegt er að baka ekki fram eftir kvöldi þar sem lyktin gæti leitt Gáttaþef af braut og seinkað verki hans við að gefa í skóinn. jólasveinar } Þeir sem ætla að stunda jólainnkaupin í miðbæ Reykja- víkur geta glaðst yfir því að í desember eru bílastæðahúsin opin klukkustund lengur en verslanir í miðbænum. Fyrir þá sem leggja í stæði er gott að vita að tímamiðar úr miðamæl- um gilda áfram þó að þeir færi bíla sína, svo lengi sem lagt er innan sama gjaldsvæðis. Þeir sem eru lengi að velja gjafir geta svo huggað sig við það að engin tak- mörk eru fyrir því hvað hægt er að borga fyrir langan tíma í senn í stöðumæla í miðborginni. Af bílastæðum er nóg í miðbænum. Bílastæði fyrir alla MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.