Fréttablaðið - 21.12.2005, Page 38

Fréttablaðið - 21.12.2005, Page 38
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR8 Nú er tími jólahlaðborðanna og margir freistast til að taka forskot á matarsæluna fyrir jólin. Nokkur af fremstu veitingahúsum bæjarins bjóða upp á góðan mat í hádeginu sem vert er að athuga nánar. Það er ekki ódýrt að fara út að borða á fínum veitingastað en það þarf ekki að vera dýrt. Á mörg- um veitingahúsum er hægt að fá mat í hæsta gæðaflokki á góðu verði. Til að mynda býður Hótel Holt upp á ódýran jólamatseðil á veitingastað sínum, Listasafn- inu. Í hádeginu kostar seðillinn 3.100 kr. á mann. Þar kennir ýmissa grasa en hægt er að velja um þrjá rétti í forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Dæmi um máltíð gæti verið rjómalöguð saffran skelfiskssúpa með hvítlauksflani og hörpuskel í forrétt, hreindýr- asmásteik með beikonkartöflum, villisvepparagú, kastaníumauki og rauðvínsperusósu í aðalrétt, og mjólkursúkkulaði brulée með kanil-eplaís. Veitingastaðurinn Vox á Nor- dica hótel býður upp á glæsilegt jólahlaðborð í hádeginu. Hádeg- isseðillinn á Vox kostar 3.250 kr. Bæði Humarhúsið og La Primavera bjóða upp á hádegis- matseðla og á La Primavera er til dæmis hægt að fá hreindýrakjöt og kostar þriggja rétta máltíð, þar sem hægt er að velja um þrjá rétti, 2.190 kr. í hádeginu. Sjávarkjallarinn fer aðeins aðra leið í jólaundirbúningnum. Þeir bjóða upp á svokallaðan Jóla-exotic matseðil, en þá er það í höndum kokksins að velja góð- gæti á diskinn. Hádegismatseðill þeirra er einnig með jólaívafi og er hann ódýrari en sá sem boðið er upp á síðla dags. Snyrtistofan Eygló Langholtsvegi 17 Snyrtistofan María Bólstaðahlíð 43 Caríta-Snyrting Hafnarfirði Snyrtistofan Líkami og Sál Mosfellsbæ Snyrtistofan Dröfn Vestmannaeyjum Gjafakort Jólagjöfin í ár GÉRnétic húðnæringarvörur fyrir konur og karla ����������� � ������������ ����������������������������� Jólaverslunin mun brátt nálg- ast sitt hámark. Fleiri og fleiri verslanir hafa á síðustu árum fengið öryggisverði til þess að gæta verslana sinna. Það er þó ekki þar með sagt að þjófnuð- um fjölgi. Árni Guðmundsson, forstöðumað- ur gæslusviðs Securitas, segir að fyrirtækið þurfi að bæta við tugum starfsmanna yfir jólatímabilið, sérstaklega óski verslanir eftir öryggisvörðum á Þorláksmessu. ,,Á Þorláksmessu fáum við um 60- 70 aukamenn. Þetta eru langmest verslanir og fyrirtæki sem eru að auka öryggisgæsluna. Eftirspurn eftir öryggisgæslu hefur aukist jafnt og þétt,“ segir Helgi og and- mælir því að þjófnuðum fjölgi. ,,Starfsfólk hefur nóg með að sinna viðskiptavinum í afgreiðslu, þannig að verslanir ráða okkur til þess að sjá um fyrirbyggjandi eft- irlit,“ segir Helgi. Agnar Agnarsson, verkefna- stjóri öryggisdeildar hjá Öryggis- miðstöð Íslands, hefur nær sömu sögu að segja. Verslanir um allan bæ sækist í auknum mæli eftir öryggisvörðum. ,,Hægt og bítandi hefur þetta verið að aukast,“ segir Agnar og bætir við að það séu nær eingöngu verslanir sem nýti sér þessa þjónustu. Agnar segir að hingað til hafi verðir á vegum fyritækisins ekki ent í neinum teljandi vandræð- um. ,,Öll vandamál hafa leyst farsællega. Það eru mest þessir smáþjófnaðir sem koma upp. Við lendum ekki í neinum slagsmál- um eða neinu slíku,“ segir Agnar að lokum. steinthor@frettabladid.is Öryggisgæsla eykst til muna um hátíðarnar Öryggisverðir sjá um fyrirbyggjandi eftirlit í verslunum. VALLI Hreindýrakjöt þykir herramanns matur og er víða að finna á jólamatseðlum veitingahúsa. FRETTABLAÐIÐ/VALLI Hangikjöt ratar í munn flestra landsmanna um jólin en sjaldan lítur það svona glæsilega út FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Gott að borða jólamat í hádeginu 550 5600 Nýtt símanúmer hjá dreifingu:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.