Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 40
MARKAÐURINN 21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Skattur sem landsmenn greiða af tekjum lækkar um eitt prósent um næstu áramót. Mun fólk þá greiða 23,7 prósent af tekjum sínum í ríkissjóð. Ofan á það leggst skattur sveitarfélaga, svo- kallað útsvar. Af 101 sveitarfélagi taka 74 sveitarfélög hámarksút- svar af launum fólks eða 13,03 prósent. Séu þessir skattar lagðir saman greiðir þorri landsmanna 36,73 í skatt af launum sínum á næsta ári. Seltjarnarnesbær er eina sveitarfélagið sem hefur ákveðið að lækka útsvarið hjá sér á næsta ári og verður það 12,35 prósent. Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri, segist varla muna eftir því að sveitarfélög lækki álög- ur á íbúa. Góð fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar geri þetta mögulegt nú. Aðeins þrjú sveitarfélög inn heimta lágmarksútsvar, sem ákveðið er með lögum frá Alþingi, af launum íbúa sinna eða 11,24 prósent. Miðað við hæsta leyfilega útsvar fær launamaður að halda eftir tæpum 90 þúsund krónum meira í þeim sveitarfé- lögum miðað við fimm milljónir króna árstekjur. Þessi sveitar- félög eru Hvalfjarðarstrandah reppur, Skorradalshreppur og Helgafellssveit. - bg Álögur á launafólk lækka Seltjarnarnesbær eina sveitarfélagið sem lækkar skatta. Lágmarksútsvar er fátítt. BÆJARSTJÓRINN Á SELTJARNARNESI Jónmundi Guðmarssyni finnst jákvætt að íbúar haldi meiru eftir að tekjum sínum. „Þeirri skoðun hefur verið varp- að fram að hækkun bindiskyldu kynni að vera heppilegri aðgerð en hækkun vaxta til að draga úr framboði lánsfjár. Seðlabankinn er ósammála þessu,“ segir í svari bankastjóra Seðlabankans til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sem vildi vita afstöðu bankans til þingsályktunartil- lögu um að aðgerðir til að end- urheimta efnahagslegan stöðug- leika, eins og tillagan er kölluð. Í umsögn bankans segir að fjármálastofnanir geti vikið sér undan áhrifum aukinnar bindi- skyldu, aukin bindiskylda komi misjafnlega niður á einstökum lánastofnunum og erfitt er að sjá fyrir áhrif breytinganna og afleiðingar. „Bankinn er sem fyrr þeirrar skoðunar að framlag hans til efnahagslegs stöðugleika felist í að stuðla að stöðugu verðlagi eins og lög kveða á um að hann skuli gera. Til þess hefur hann í meginatriðum aðeins eitt stjórn- tæki, stýrivexti sína, og því mun hann beita í þeim mæli sem hann telur nauðsynlegt,“ segir í umsögn Seðlabankans sem Davíð Oddsson og Jón Sigurðsson skrifa undir. Vill ekki hækka bindiskyldu Seðlabankastjórar vara við tillögu sem er sögð endurheimta efnahagslegan stöðugleika. BANKASTJÓRN OG AÐALHAGFRÆÐINGUR Skoðun Seðlabankans til bindiskyldu lána- stofnana hefur ekki breyst eftir að Davíð Oddsson tók við sem formaður bankastjórnar. Veltuaukning í dagvöru- og áfengisverslun á tólf mán- aða tímabili var minni í nóv- ember en undanfarna mán- uði samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslun- arinnar. Setrið telur að það sé vísbending um að nokk- uð sé að hægja á vexti einkaneyslu. Velta í dagvöruverslun var tíu prósentum meiri í nóvember en á sama tíma í fyrra á föstu verðlagi en 7,8 prósentum meiri á hlaupandi verðlagi. Velta áfengis jókst um 12,4 prósent á milli ára á föstu verðlagi en um tólf prósent á hlaupandi verðlagi. Rannsóknasetrið býst við að velta allrar smá- sölu aukist um tæp ellefu prósent í jólamánuðinum samanborið við desember 2004.- eþa Hægir á vexti einkaneyslu Áfengissala eykst meira en sala á dagvöru. Sex milljarða velta var á fast-eignamarkaði vikuna 9.-15. desember og nam meðaltal hvers kaupsamnings um 45,4 milljón- um króna. Það mun vera metupp- hæð. Síðustu tólf vikurnar hefur meðaltalið hins vegar verið 27,8 milljónir króna. Töluverðar sveiflur eru á milli vikna bæði í veltu og meðalupp- hæð kaupsamnings og er erfitt að fullyrða þróun markaðarins út frá einum vikutölum. Þó má ætla að stórar og dýrar fasteignir hafi selst vel í vikunni sem var. - eþa Meðalhúsið fór á 45 milljónir MEIRA VÍN Velta í sölu áfengis jókst um ríflega tólf prósent á milli ára. Old Mutual hefur tryggt sér 62,5 prósent hlutafjár í Skandia. Þetta er heldur undir takmarki stjórnenda Old Mutual sem settu stefnuna á 70 prósent en þó eru ekki öll kurl komin til grafar þar sem eitthvað af samþykkt- um tilboðum á eftir að skila sér. "Mér til mikillar gleði sér meirihluti hluthafa þann spenn- andi valkost að sameina félögin tvöMutual-fjölskylduna," segir Jim Sutcliffe, forstjóri OM, í tilkynningu til Kauphallarinnar í London. - eþa OM tryggir sig í Skandia Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Á morgun hefst hlutafjárútboð flutningasamstæðunnar Avion Group þar sem í boði eru ný hlutabréf að markaðsvirði sex milljarðar. Samkvæmt útboðslýsingu er Magnús Þorsteinsson langstærsti hluthafinn í Avion Group með um 40 prósenta eignarhlut. Hlutur hans minnkar niður í 37 prósent í útboðinu. Næststærsti hluthaf- inn er sem stendur Straumur- Burðarás en hlutur hans mun minnka talsvert þegar félagið hefur greitt út hlutabréf í Avion Group sem arð til 22 þúsund hlut- hafa sinna. Þetta þýðir að Pilot Investors verður annar stærsti hluthafinn en félagið er í eigu Lakehouse Management AG í Sviss sem er í eigu fjárfesta sem hvorki tengj- ast öðrum eigendum í Avion né stjórnendum. Aðrir stórir hluthafar í Avion eru meðal annars fyrrverandi eig- endur Excel Airways, Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, stjórnendur í Eimskip o.fl. Hagnaður Avion Group á fyrstu tíu mánuðum ársins nam 37,7 milljónum dala eða tæpum 2,4 milljörðum króna sem er 87 prósenta meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Tekjur samstæðunnar voru um 76,4 milljarðar króna sem er um 275 prósenta aukning á milli ára en heildargjöld um 73,4 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam því þremur milljörðum króna. Heildareignir Avion Group eru eitt hundrað milljarðar en eigið fé um 28 milljarðar króna. Útboðinu er beint til fag- fjárfesta í tengslum við skrán- ingu félagsins á Aðallista Kauphallarinnar í janúar. Fjárfestar skila fyrst inn vilja- yfirlýsingu þar sem fram kemur fjöldi umbeðinna hluta og gengi sem þarf að vera á bilinu 34,3-38,3 krónur á hlut. Þegar Landsbankinn hefur úthlutað hlutunum skila fjárfestar inn bindandi tilboð í samræmi við úthlutun. Avion Group hefur gefið öllum starfsmönnum sínum, sem eru 4.500 að tölu, hlutabréf að mark- aðsvirði 50 þúsund krónur og vinnur að kaupréttaráætlun fyrir lykilstarfsmenn. Magnús Þorsteinsson langstærstur í Avion Hagnaður félagsins nærri tvöfaldast milli ára. Huldufélag verður næststærsti hluthafinn í félaginu. MAGNÚS ÞORSTEINSSON Aðaleigandi Avion GroupFélagið hagnaðist um 2,4 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Á morgun hefst hlutafjárútboð í tengslum við skráningu í Kauphöllina. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnar- formaður SPV, segir að stjórn- in hafi samþykkt eigendaskipti að fjórum prósentum stofnfjár í sparisjóðnum. Kaupandi bréf- anna er MP-Fjárfestingarbanki sem hefur lýst því yfir að fyr- irtækið hafi hug á að eignast allt að tíu prósent stofnfjár í SPV. Ætla má að markaðsvirði að fjórum prósentum stofnfjár nemi um 120 milljónum króna. Jón segir að MP-verðbréf hafi leitað til sín með það í huga hvernig væri best að standa að kaupunum. „Ég er ánægður með að þetta sé allt uppi á borðinu. Það er vitað hver er að kaupa og mjög jákvætt að það sé hægt að versla með hluti því marga stofnfjáreig- endur hefur langað til að selja.“ Að sögn Jóns er áhugi innan stjórnar sparisjóðsins að koma á fót stofnfjármarkaði í líkingu við þann sem hefur verið starf- ræktur af hálfu SPRON í meira en ár. Fyrst verði þó líklega að breyta samþykktum SPV þannig að stofnfjáreigendum verði heimilt að fara með atkvæðisrétt að fleiri en sex bréfum en tillaga þess efnis var felld á síðasta aðalfundi SPV. Sigurður Valtýsson, fram- kvæmdastjóri hjá MP- Fjárfestingarbanka, segir að stofnfjáreigendur hafi sýnt frumkvæði bankans mikinn áhuga og leitað mikið til hans. Þótt fjárfestingarbankinn eigi um fimm prósent stofnfjár þá fer hann aðeins með atkvæðisrétt af sex bréfum. Útgefin stofnfjár- bréf í SPV eru 3.205. - eþa Mikil viðskipti með stofnfé í SPV Áhugi að koma á fót markaði með stofnfjárbréf sparistjóðsins. TÍU STÆRSTU HLUTHAFAR AVION GROUP AÐ LOKNU ÚTBOÐI * Frontline Holding 37,30% ** Pilot Investors 11,30% Straumur-Burðarás 6,50% Basalt Investments 3,70% Philip Wyatt 3,70% Craqueville 3,20% Topos Holding 3,10% *** Arngrímur Jóhannsson 3,00% Fidecs Trust Company 2,30% Blue Sky Transport 2,00% * 22 þúsund hluthafar í Straumi skipta með sér 8,3 prósent hlutafjár í hlutfalli við hlutafjáreign sína. * Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group ** Í eigu Baldurs Guðnasonar, forstjóra Eimskipa, og Steingríms Péturssonar. MEIRA VÍN Velta í sölu áfengis jókst um ríflega tólf prósent á milli ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.