Fréttablaðið - 21.12.2005, Page 46

Fréttablaðið - 21.12.2005, Page 46
MARKAÐURINN 21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Yfirtökunefnd hefur verið mikið í sviðs- ljósinu að undanförnu vegna álits hennar á yfirtökuskyldu í FL Group og Hampiðjunni og er ljóst að stórir þátttakendur á íslenskum hlutabréfamarkaði verða að hugsa sig vel um áður en þeir hreyfa sig. Nefndin tók til starfa þann 1. júlí og er stofnuð eftir breskri fyrirmynd. Hún er algjörlega sjálfstæð nefnd sem starfar á grundvelli stofnsamnings og eru stofnaðilar hennar meðal annars stofnanir, hagsmuna- samtök og fyrirtæki, þar á meðal bankar og sparisjóðir og Kauphöll Íslands. Nefndin setur sér starfsreglur sem eru til endurskoð- unar á hverju ári. Hlutverk hennar er meðal annars að fylgjast með breytingum á eign- arhaldi og atkvæðisrétti í félögum og meta hvort yfirtökuskylda hafi myndast. Henni er ekki síður ætlað að veita ráðgjöf um yfirtöku- skyldu og framkvæmd yfirtöku og fylgjast með framkvæmd yfirtöku. HÖRÐ VIÐBRÖGÐ Óhætt er að segja að álit nefndarinnar í málefnum Hampiðjunnar og FL Group hafi fallið í grýttan jarðveg þeirra sem áttu hlut að máli. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals sem er langstærsti hluthafinn í Vogun, stærsta hluthafanum í Hampiðjunni, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum að Yfirtökunefnd væri „andvana fædd“ og var mjög hissa á niðurstöðu hennar. Sömuleiðis kom álit nefnd- arinnar Baugsmönnum í opna skjöldu. Í fyrra málinu taldi nefndin að hagsmuna- leg tengsl væru með eigendum Vogunar, Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, sem á Hval, og nokkurra smærri hluthafa og hefði Venus gerst yfirtökuskyldur þegar félagið jók eign- arhlut sinn um þrjú prósent í nóvember síðast liðnum. Samanlagður eignarhlutur þessara aðila fór yfir 45 prósent en þar sem að við- komandi aðilar áttu yfir 40 prósent af hlutafé Hampiðjunnar fyrir gildistöku laganna þá voru þeir ekki yfirtökuskyldir. Af viðbrögðum Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns Hvals, í fjölmiðlum verður vart annað skilið en að eigendum Venusar hafi orðið á í messunni og brást félagið við áliti Yfirtökunefndar með því að selja 0,7 prósenta hlut þannig að saman- lagður hlutur þessara aðila undir 45 prósent. Í seinna skiptið var niðurstaða nefndarinn- ar á þá leið að Baugi væri skylt að gera yfir- tökutilboð í FL Group. Niðurstaðan byggðist á því að um samstarf hefði verið að ræða með stærstu hluthöfunum, Baugi og Oddaflugi, við hlutafjáraukingu sem fram fór í FL Group um miðjan nóvember og þar sem að þeir að voru yfir 40 prósentum þá ættu yfirtökureglurnar við. Þar sem Baugur jók hlut sinn í útboðinu var hann álitinn skyldur til að gera yfirtökutil- boð. Baugur brást við álitinu með því að selja um fimm prósent til Landsbankans og það sama gerði Oddaflug. Báðir aðilar gerðu afleiðu- samninga við bankans sem þykja umdeildir þar sem seljendur bera ávinning og áhættu af verðbreytingum bréfanna þrátt fyrir að atkvæðisrétturinn hafi flust til kaupandans. VILJA EKKI ÚRRÆÐI Það er skoðun Greiningardeildar KB banka að Yfirtökunefnd sé í vanda eftir síðara álit hennar í FL Group. „„Afleiðusamningarnir“ sem urðu til þess að komist var hjá yfir- tökuskyldu hljóta að setja yfirtökunefndina í vanda. Það liggur í hlutarins eðli að fyrst hægt er að hanna samninga með þessum hætti til að komast hjá yfirtökuskyldu verða úrræði nefndarinnar að teljast bitlítil.“ Formaður Yirtökunefndar, Viðar Már Matthíasson lagaprófessor, gerir ekki athugasemdir við gagnrýni greiningardeild- ar KB banka á starfshætti nefndarinnar vegna málefna Baugs og FL Group. KB banki segir að úrræði nefndarinnar séu bitlaus. „Það er út af fyrir sig alveg rétt. Til þess að vera nákvæmur á því þá höfum við engin úrræði og viljum ekkert hafa.“ Það er ekki Yfirtökunefndar að framfylgja álitunum að sögn Viðars heldur opinberra eftirlitsaðila á borð við Fjármálaeftirlitsins að meta hvort þörf sé á frekari aðgerðum í þessum málum. „Bankar eru aðilar að nefndinni og það eru auðvitað þeir sem eiga að tryggja að farið sé að álitum hennar. Við höfum enga úrræði til þess og því er fullmikið að segja að þetta séu bitlaus úrræði,“ segir Viðar. ÍSLANDSBANKI SVARAÐI EINN Margir hljóta að spyrja sig hvort það sé eðlilegt að aðilar sneiði hjá yfirtökuskyldu með því að selja af hlut sínum líkt og gert var í báðum tilvikum. Yfirtökunefnd telur svo vera að það sé nægjanlegt að selja sig niður fyrir yfirtökumarkið. Að beiðni Baugs Group sendi hún frá sér tilkynningu, eftir að Baugur hafði selt fimm prósent í FL Group, þar sem kom fram að nefndin teldi að skylda fyrir yfirtökutilboði væri ekki lengur fyrir hendi. Skarphéðinn Berg Steinarsson, fram- kvæmdastjóri norrænna fjárfestinga hjá Baugi, segir að þar með sé málinu lokið af hálfu Baugs og Oddaflugs. Þar með er kannski ekki sagt að málið sé úr sögunni. Viðar Már, segir að nefndin hafi óskað eftir því að fá afleiðusamninginn í hendur til að athuga hvort að það sé samstarf milli Landsbankans og Baugs og Oddaflugs. En nefndin glímdi einnig við þann vanda að greina eigendahóp FL Group: „Við óskuðum eftir upplýsingum við hverja tilteknir bankar höfðu gert framvirka samninga. Þeir samningar telja yfirleitt í þessum yfirtökureglum þar sem viðskipta- maður bankans fer með atkvæðisréttinn. Við fengum ekki upplýsingar um það við hverja þessir bankar höfðu gert samninga við nema frá Íslandsbanka sem að eigin frumkvæði aflaði samþykkis frá sínum viðskiptamönn- um til þess að geta veitt þessar upplýsingar. Kaupþing banki upplýsti einnig að hann hefði enga slíka samninga gert. Þar sem að við fengum ekki upplýsingar um þessa fram- virku samninga þá gáfum við okkur að við mundum ekki hafa fengið upplýsingar um hverjir stæðu að baki þessum safnreikning- um. Þess vegna tókum við fram að við hefð- um ekki fengið þessar upplýsingar.“ ENGIN ÖNNUR MÁL Það eru ekki fleiri mál til skoðunar á vegum Yfirtökunefndar eins og stendur. Nefndin tók málefni Icelandic Group til skoðunar í haust þegar stórir hlutir skiptu um hendur og átti fund með stjórnarformanni og fulltrúum Landsbanka Íslands. Niðurstaðan sú að ekki var ákveðið að halda þessu áfram. En hvernig eru mál tekin upp? Viðar Már segir að nefndin geti tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði samkvæmt starfsregl- um. Einnig er hægt að senda nefndinni skrif- leg erindi. „Við viljum hafa þau skrifleg þar sem meiri alvara er á bak við það heldur en munnlegar athugasemdir.“ Yfirtökunefnd milli steins og sleggju Yfirtökunefnd hefur tvívegis með skömmu millibili komist að þeirri niðurstöðu að yfirtökuskylda hafi skapast í tveimur félögum. Viðar Már Matthíasson, formaður nefndarinnar, segir að hún hafi ekki úrrræði til að framfylgja málum en biður stofnaðila, sem meðal annars eru bankar, að virða niður- stöður hennar. Eggert Þór Aðalsteinsson tekur saman nýliðna atburði. VIÐ STOFNUN YFIRTÖKUNEFNDAR Viðar Már Matthíasson, formaður Yfirtökunefndar, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, á blaðamannafundi. Þ R J Ú Á L I T Y F I R T Ö K U N E F N D A R 1. Yfirtökuskylda Oddaflugs í FL Group (fyrra málið) Niðurstaða: Oddaflug var ekki yfirtökuskylt og ekkert aðhafst. 2. Yfirtökuskylda í Hampiðjunni Niðurstaða: Fiskveiðahlutafélagið Venus var yfirtökuskylt. Viðbrögð: Venus og tengdir aðilar seldu sig niður fyrir 45 prósenta markið. 3. Yfirtökuskylda í FL Group (síðara málið) Niðurstaða: Baugur Group var yfirtökuskyldur Viðbrögð: Baugur og Oddaflug selja samtals 10 prósenta hlut til Landsbankans og fara samanlagt niður fyrir 40 prósentin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.