Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 49
MARKAÐURINN en í Noregi. Íslendingar eru duglegir að nýta nýjustu tækni og gott samstarf við íslenska framleiðendur tækja til fiskvinnslu hefur sitt að segja í fiskvinnslunni. Í markaðsmál- um hafa Íslendingar einfaldlega betri og verðmætari vöru fram að færa samkvæmt skýrslunni. HÁR FLUTNINGSKOSTNAÐUR Vegna legu landanna kemur kannski ekki á óvart að flutningskostnaður er mjög mismunandi milli landanna. Í skýrslunni er borinn saman kostnaður við að flytja tonn af ferskfiski. Á bilinu 1 til 7 fær Ísland 1,9 en Noregur 6,1 í einkunn. Kostar um 325 evrur að flytja eitt tonn af ferskfiski samkvæmt skýrslunni í Noregi en yfir þúsund evrur frá Íslandi. Er þá miðað við flutning til viðskiptavina í Evrópu. Munurinn er líka mikill þegar samanburður er gerður á flutningi á fiski í 40 feta gámi, sem er algeng aðferð við að flytja ferskfisk. Áætlaður meðalkostnaður við að flytja gáminn til viðskiptavinar í Evrópu er 3.575 evrur frá Noregi en 6.149 evrur frá Íslandi. Hins vegar fær Ísland hærri einkunn þegar kemur að tíðni flutninga innanlands, aðstæður við hafnir og gæði flugflutninga. MEIRI FJÁRHAGSLEGUR STYRKUR Athygli vekur að samkvæmt skýrslunni er eiginfjárhlutfall íslenskra útgerða mun sterkara en norskra. Þó kemur fram að rekstrarhagnaður sem hlutfall af aflaverðmæti er mun minna hjá íslenskum útgerðum. Ísland fær einkunina 2,1 en Noregur 5,9 hvað þann mælikvarða varðar. Rekstrarhagnaður sem hlutfall af fjárfestingum er líka betri í Noregi en á Íslandi. Þá er fiskiskipaflotinn í Noregi yngri en sá íslenski. Tæknistig flotans er svipað nema þegar kemur að vinnslu afurða um borð. Á því sviði eru íslensku skipin framar þeim norsku. Íslensk fiskvinnslufyrirtæki standa líka framar þeim norsku hvað varðar eiginfjár- stöðu. Ólíkt því sem gerist í útgerðum þá eru íslensku fiskvinnslufyrirtækin með mun meiri rekstrarhagnað sem hlutfall af fram- leiðsluverðmæti. Í heild má segja að fisk- vinnslufyrirtækin íslensku standi mun betur en þau norsku. Tengsl vinnslu og útgerða útskýra að hluta þennan mun segja Valtýr og Ottó. Undir það tekur sjávarútvegsráðherra. „Norðmenn flytja mikið út af óunnum eða lítt unnum fiski en Íslendingar vinna aflann meira. Þetta skilar sér í áberandi hærra verði sem íslensk fyrirtæki fá fyrir sínar afurðir,“ segir sjávarútvegsráðherra. Varan sem Íslendingar framleiði er mun nær neyt- andanum en afurðir Norðmanna. Fyrir það fá Íslendingar háa einkunn. w 11MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 F I S K V E I Ð A R Ísland Noregur Séráhrif stjórnvalda á fiskveiðar 5,2 4,9 Hæfni útgerða 4,5 4,7 Samkeppni/samstarf og birgjar 5,1 4,4 Niðurstaða 4,8 4,7 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N Ísland Noregur Stöðugleiki og skilvirkni fiskveiðistjórnunar 4,2 4,2 Eignaréttur og frelsi til viðskipta með veiðiréttindi 5,4 3,7 Rannsóknir og ráðgjöf vegna heildarafla 3,4 4,3 Eftirlit 5,3 4,2 Niðurstaða 4,5 4,0 F I S K V I N N S L A Ísland Noregur Séráhrif stjórnvalda á fiskvinnslu 4,9 5,6 Hæfni fiskvinnslu 4,5 3,7 Samkeppni/samstarf og birgjar 4,5 3,8 Niðurstaða 4,6 4,2 H A G S T J Ó R N O G Á H R I F S T J Ó R N V A L D A Ísland Noregur Vinnumarkaður 5,5 3,5 Skattar 4,5 4,0 Hagstjórn 3,4 5,9 Stjórnsýsla 5,8 5,9 Niðurstaða 4,6 5,1 I N N V I Ð I R O G U M H V E R F I Ísland Noregur Menntun og þekking 5,3 4,9 Almennir innviðir 4,1 4,9 Samskipti 7,0 6,8 Fjármálamarkaðir 5,7 6,1 Stjórnunarhættir í fyrirtækjum 5,4 5,8 Niðurstaða 4,8 5,2 M A R K A Ð S S E T N I N G Ísland Noregur Séráhrif stjórnvalda á markaðssetningu 6,0 6,0 Hæfni fyrirtækja í markaðssetningu 4,1 3,1 Samkeppni/samstarf og birgjar 4,1 4,9 Niðurstaða 4,3 4,0 Ú T T E K T Á T R A U S T U M F Ó T U M Það sem gerir íslenskan sjávarútveg samkeppnishæfan. ■ Betra fiskveiðistjórnunarkerfi Frjáls flutningur aflaheimilda. ■ Sveigjanlegri vinnumarkaður Auðveldara að ráða og reka launafólk. ■ Tíðni flutninga Tíðari flutningar innanlands. ■ Fjárhagslegur styrkur Útgerðir standa vel fjárhagslega. ■ Samvinna Mikil samvinna við birgja fyrirtækja. ■ Góð framlegð Fjárfestingar skila meiri tekjum. ■ Rekstur Betri rekstur fiskvinnslufyrirtækja. ■ Framboð á fiski Jafnara framboð á fiski yfir árið. ■ Fullvinnsla Sjávarafurðir meira unnar og tilbúnar til neyslu. Á B R A U Ð F Ó T U M Það sem dregur úr samkeppnishæfni Íslendinga. ■ Minni rannsóknir Umfang hafrannsókna minna á Íslandi. ■ Óstöðugt gengi Flökt á genginu eykur óvissu í rekstri. ■ Háir vextir Grunnvextir hafa verið háir á Íslandi. ■ Flutningskostnaður Hár flutningskostnaður milli landa. ■ Fjárfestingar Takmarkanir á erlendum fjárfestingum. ■ Menntun Minna framboð af menntuðum millistjórnendum. ■ Samvinna Lítil samvinna við alþjóðlega markaðsetningu. ■ Fiskiskip Minni rekstrarhagnaður en í Noregi. MEIRI VERÐMÆTI. Íslendingar selja meira af fullunnum sjávarafurðum. ELDRI FLOTI. Hærra hlutfall norskra skipa yngri en tíu ára. SVEIGJANLEGUR VINNUMARKAÐUR. Íslenskur vinnumarkaður er betri en sá norski. + -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.