Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 55

Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 55
MARKAÐURINN Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) er aðalstyrktaraðili Jólaþorpsins í Hafnarfirði í ár. Tilgangur Jólaþorpsins er að setja jólabrag á mannlífið og auka jólaversl- un í miðbæ Hafnarfjarðar. Með stuðningnum vill SPH, að því er fram kemur í tilkynningu, leggja sitt af mörkum til að styrkja athafna- og menningarlíf í bænum á aðventunni. Jólaþorpið samanstendur af 20 smáhýsum þar sem boðn- ar eru margvíslegar vörur og veitingar. Ilminn af heitu jóla- glöggi, súkkulaði og nýbökuðum vöfflum leggur fyrir vit gesta meðan þeir skoða ýmiss konar handverk, gæða sér á heimalög- uðum brjóstsykri, kaupa sér fisk eða brauð og kökur. Grýla og jólasveinarnir skemmta yngstu gestunum og ýmsir listamenn koma í heimsókn og sjá til þess að sannkallaður jólaandi umvefji gesti. F Ó L K Á F E R L I 21. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR16 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Útger›arstjóri Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Sjávarútvegsfyrirtæki› Oddi hf. á Patreksfir›i leitar a› útger›arstjóra. Útger›arstjóri hefur yfirumsjón me› útger›armálum fyrirtækisins. Útger›arstjóri er í stjórnendateymi fyrirtækisins og starfar sem einn af lykil- stjórnendum fless. Fari› ver›ur me› allar uppl‡singar sem trúna›armál. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 3. janúar nk. Númer starfs er 5047. Uppl‡singar veitir Ari Eyberg. Netfang: ari@hagvangur.is Helstu ábyrg›arsvi› Almenn útger›arstjórnun og samskipti vi› yfirmenn Áætlanager› um útger› Eftirlit me› rekstrarkostna›i og samningar vi› rekstrarvörubirgja Uppgjörsmál vi› áhafnir Önnur verkefni sem tengjast starfsemi félagsins. Hæfniskröfur Háskólamenntun e›a sambærileg menntun Reynsla af sjávarútvegi Hæfni í áætlanager› og tölvuvinnslu Hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæ›um vinnubrög›um.Oddi hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem á og rekur eigin útger›, vinnslu og marka›s- starfsemi. Félagi› gerir út eitt skip; Núp BA-69 sem er beitingavélaskip og aflar um 2500 tonna á ársgrundvelli. Jafnframt leggur Vestri BA-63 sem er í eigu mó›urfélags Odda hf., Vestra ehf. upp nær allan afla sinn hjá Odda hf., en fla› eru um 1500 tonn á ári. Í landi starfrækir fyrirtæki› bolfiskvinnslu, flar sem salta›ar, ferskar og frosnar afur›ir eru unnar úr bolfiski. Oddi hf. rekur sína eigin mark- a›sstarfsemi ásamt flví a› eiga í samstarfi vi› sölusamtök og faga›ila um sölu á afur›um. Sjá nánar á www.oddihf.is EGGERT HERBERTSSON hefur verið ráðinn sölustjóri Tölvuþjónustunnar Securstore. Eggert útskrifaðist með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík með áherslu á upplýs- ingatækni og alþjóðastjórnun. Hann hefur 9 ára reynslu sem stjórnandi í sjávarútvegi og 6 ára reynslu í sölu- og markaðsmálum innan upplýsingatækni- geirans hjá Nýherja og Hugviti. Eggert er kvæntur Ingibjörgu Valdimarsdóttur, deildarstjóra markaðsdeildar Orkuveitu Reykjavíkur, og eiga þau tvö börn.Bjarki Jóhannesson hefur verið ráðinn mark- aðsstjóri Tölvuþjónustunnar Securstore. Bjarki útskrifaðist með mastersgráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá Odense Universitet 1996. Hann hefur 13 ára reynslu í sölu- og markaðsmálum og hefur starfað sem stjórnandi og ráðgjafi hjá Eimskip, Nýherja og Og Vodafone. Bjarki er giftur Erlu Olgeirsdóttur, Davis ráðgjafa, og eiga þau tvö börn. STELLA MARTA JÓNSDÓTTIR hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Kaffitárs og verður hún staðgengill forstjóra fyr- irtækisins, Aðalheiðar Héðinsdóttur. Stella Marta starfaði áður sem deild- arstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Maritech ehf. en einnig hefur hún starf- að við verkfræðiráðgjöf í Danmörku. Hún er menntaður verkfræðingur og útskrifaðist með mastersgráðu frá Háskólanum í Álaborg og doktorsgráðu frá Tækniskólanum í Kaupmannahöfn. Doktorsverkefni hennar fólst meðal annars í að þróa leiðir og aðferðir til að stýra vöruþróun á matvælum við notkun hugbúnaðar. Stella Marta er gift Per Chr. Christensen og eiga þau tvær dætur. Hún mun hefja störf þann 6. febrúar á næsta ári. LESIÐ UM THOR Í BANKA THORSARA Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður á Fréttablaðinu, las upp úr bók sinni um Thorsarana í aðalútibúi Landsbankans í Austurstræti á föstudaginn. Thor Jensen og afkomendur hans voru áberandi og umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi fram eftir 20. öldinni. Fór vel á því að Guðmundur læsi upp úr bók sinni í Landsbankanum því þar ráða feðgarnir, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson, nú ríkjum. Thor Jensen er einmitt langafi Björgólfs Thors, sem er einn umsvifamesti fjárfestir lands- ins. Guðmundur er einn fjöl- margra rithöfunda sem hafa lesið upp úr verkum sínum í Landsbankanum á aðventunni. Framkvæmdastjóri Hagvangs, Katrín S. Óladóttir, veitti nú á dögunum Krafti, félagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, styrk fyrir hönd fyrirtækisins. Formaður Krafts, Steinunn Björk Ragnarsdóttir, veitti styrknum við- töku í húsakynnum Hagvangs í Skógarhlíð 12. Undanfarin ár hefur Hagvangur varið þeim fjármun- um til góðgerðarmála sem annars hefðu farið í að senda viðskiptavinum félagsins jólakort. Ákveðið var að styrkja Kraft í ár, en félagið var stofnað 1. október 1999. Leiðarljós félagsins er að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hagvangur styrkir Kraft ÞORSTEINN BJARNASON hefur tekið til starfa sem forstöðumaður vöruhús- aþjónustu hjá Eimskip. Starfsemin felur í sér rekstur allra vöruhúsa Eimskips á Sundahafnar- svæðinu, þ.m.t. frysti- og kæli- geymslu. Þorsteinn kemur til Eimskips frá Danmörku þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri vöruhúsareksturs hjá Brødrene A&O Johansen A/S í Kaupmannahöfn frá desember 2001. Á árunum 1995-2000 gegndi Þorsteinn starfi verkefnastjóra við þróun og hagræðingu lagerreksturs hjá Nomeco þar sem meðal stærstu verkefna má nefna uppbyggingu á nýju vöruhúsi og stækkun vöruhótels fyrir lyfjaframleiðendur. Þorsteinn lauk námi í rekstrartækni- fræði frá Odense Teknikum árið 1986 og síðar gráðu af sviði tölvu- og fjár- málastjórnunar frá Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn árið 1998. F Ó L K Á F E R L IFjör í jólaþorpinu LEIKSKÓLABÖRN Í JÓLAÞORPINU. Hér má sjá Helgu H. Magnúsdóttur verkefnisstjóra til vinstri og Ásdísi Garðarsdóttur frá SPH ásamt leikskólabörnum í Jólaþorpinu. Anders Fredholm hefur verið ráðinn forstjóri hjá Kerfi AB í Svíþjóð sem er dótturfélag Opinna Kerfa hf. Tekur hann við starfinu í febrúar 2006. Anders er iðnaðarverkfræðingur frá tækniháskólanum í Linköping. Hann hefur starfað hjá Capgemini síðan 1989 og gegnt þar ýmsum ábyrgðarstörfum. Nú síðast hefur hann borið ábyrgð á uppbyggingu og þróun viðskipta Capgemini á Norðurlöndunum ásamt því að skipa sæti í alþjóðlegri framkvæmdastjórn Capgemini. Hið árlega jóla- skákmót KB banka fór fram á laugar- daginn í aðalútibúi bankans. Þetta var í fjórða skipti sem jólaskákmót KB banka fór fram á aðventunni og er þetta sterkasta hraðskákmót árs- ins. Meðal þátttak- enda voru stór- meistararnir Helgi Ólafsson, Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og Henrik Danielsen, sem er nýjasti stórmeistari Íslendinga. Stutt er síðan hann fékk íslenskan ríkisborgararétt. Yngsti keppandinn var Hjörvar Steinn Grétarsson 12 ára. Hjörvar Steinn er sá yngsti í skáksögunni sem hefur áunnið sér rétt til að tefla í landsliðsflokki, og sló hann þar fyrri met Hannesar Hlífars Stefánssonar og Þrastar Árnasonar. Meistarar á jólaskákmóti SETIÐ AÐ TAFLI Neðst á myndinni má sjá Hjörvar Stein Grétarsson tefla í jólaskákmóti KB banka á laugardaginn. viðskiptavinir fylgdust spenntir með.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.