Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 74

Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 74
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2005 37 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.354 +0,52% Fjöldi viðskipta: 315 Velta: 7.699 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,30 +0,41% ... Bakkavör 51,50 +0,78% ... FL Group 17,90 +0,71% ... Flaga 4,90 +0,00% ... HB Grandi 9,55 +0,50% ... Íslandsbanki 17,00 +0,00% ... Jarðbor- anir 24,50 +0,82% ... KB banki 700,00 +0,58% ... Kögun 59,80 -0,00% ... Landsbankinn 25,00 +1,22% ... Marel 65,70 +1,08% ... SÍF 4,16 +0,00% ... Straumur-Burðarás 15,70 +0,00% ... Össur 111,50 -2,62% MESTA HÆKKUN FL Group +1,71% Landsbankinn +1,22% Marel +1,08% MESTA LÆKKUN Össur -2,62% Dagsbrún -0,54% nánar á visir.is í fréttatilkynningu frá verslana- keðjunni Circuit City, sem er næststærsti smásali raftækja í Bandaríkjunum, kemur fram að tekjur á þriðja ársfjórðungi juk- ust um tíu milljónir dollara eða um 650 milljónir íslenskar krónur frá sama tíma í fyrra. Tekjur Cir- cuit City eru fimmtán prósentum meiri en salan nam tæpum þrem- ur milljörðum b a n d a r í k j a - dala. Söluaukn- inguna má að mestu leyti rekja til meiri sölu á flatskjám, s t a f r æ n u m myndavélum og ferðatölvum. Á sama tíma hefur framlegð af sölu aukist um þrjú prósent, var 22 prósent en er í dag 25 prósent. Meðalsala í hverri verslun hefur aukist um þrettán prósent. Fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að endur- nýjuðu útliti á verslunum sínum í baráttu sinni við að ná viðskipt- um frá aðalkeppinauti sínum Best Buy. Talsmenn fyrirækisins reikna með að hagnaður verði tíu prósentum hærri en fyrri spár sögðu um. Í tilkynningunni kom fram að Phil Scoonover, for- stjóri fyrirtækisins, myndi taka sæti stjórnarformannsins Allan Mccullough sem hættir vegna aldurs. Hlutabréf í helsta keppi- nautnum hafa lækkað um ellefu prósent það sem af er árinu á meðan hlutabréf í Circuit City hafa hækkað um fjögur pró- sent. ■ Flatskjáir slá í gegn Orkumikil samkeppni Forsvarsmenn fyrirtækja í raforkufram- leiðslu eru strax byrjaðir að undirbúa sig undir samkeppni í raforkusölu til landsmanna. Eftir áramótin ræður fólk af hverjum það kaupir raforku. Á föstudag- inn kom inn um lúgu Hafnfirðinga, sem kaupa raforku af Hitaveitu Suðurnesja, bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem vakin var athygli á lægra raforkuverði hjá þeim. Miðuðu orkuveitumenn við gamla gjaldskrá HS því deginum áður höfðu stjórnendur HS ákveðið að lækka raf- orkuverðið frá og með áramótum. Er þetta gagnrýnt á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja og sagt að raforkan hjá þeim sé ódýrari en hjá OR. „Með til- komu lækkunar HS hf. eru fullyrðing- ar OR rangar!“ segir þar og greinilegt að vinnudagar stjórnenda einokunarfyrir- tækja verða annasamari. Að minnsta kosti til að byrja með þangað til jafnvægi næst á ný. Fjárfest með nefinu Í árslok keppast menn við að meta árang- ur sinn og stæra sig af uppskerunni. Sjóð- ur sem stýrt er af Ola Gilstrings ávaxtar sig best þeirra sjóða sem fjárfesta í sænskum fyrirtækjum. Ole þakkar árangur sinn því að hann hefur fjárfest í smærri félögum. Hann segist óhræddur við að fjárfesta í góðum félögum sem af einhverjum ástæðum hafa orðið illa úti í umræð- unni. „Það getur snúist um tölvufyrirtæki sem fólk verður illt af að heyra nafnið nefnt. Ég leita að fínum fyrirtækjum sem lykta af slori,“ segir Ola. Farþegum í áætlunarflugi Ice- landair fjölgaði um 15,3 prósent í nóvember 2005 frá sama tíma í fyrra. Þeir voru nú rúmlega 94 þús- und en tæplegaa 82 þúsund í nóv- ember 2004. Sætanýting var mun betri nú en í nóvember 2004 eða 74,6 prósent samanborið við 67,1 prósent í fyrra. Framboðnir sæt- iskílómetrar jukust um 3,2% frá nóvember 2004 og voru nú rúm- lega 348 þúsund. Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 10,3 prósent í nóvember. Farþegar voru nú tæplega 29.100 en tæp- lega 26.400 í nóvember 2004. Icelandair Cargo flutti 3,2 pró- sentum fleiri tonn í nóvember síðastliðnum en í nóvember 2004. Alls flutti félagið 3.470 tonn í mánuðinum. Fartímar hjá Loftleiðum juk- ust um tæp 82 prósent í nóvem- ber 2005 miðað við nóvember í fyrra. Fartímar nú voru 1.719 en 945 í nóvember í fyrra. ■ Farþega- og flutningstölur félaga FL Group: Farþegum fjölgar enn LEIFSSTÖÐ flugFarþegum fjölgaði talsvert milli ára hjá Icelandair. Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gas til Úkraínu ef þeir borga ekki ásættanlegt verð. Á fundi sem leiðtogar ríkjanna héldu nýlega náðist ekki samkomulag um gas- verð og upp úr viðræðum slitnaði. Úkraínumenn hafa til þessa fengið gasið mun ódýrara en heimsmark- aðsverð segir til um. Rússar reyndu að semja um hækkun á gasverði svo að það nálgaðist markaðsverð en Úkr- aínumenn hafa hingað til aðeins þurft að borga fjórðung af því. Forseti Úkraínu, Vikt- or Jústsjenko, líkti hótunum nágranna sinna í austri við fjár- kúgun og sagðist ekki láta undan hótununum. Gasprom, hið rík- isrekna jarðgasfyrirtæki Rúss- lands, segist ekki sætta sig við neinar málamiðlanir og ætlar að loka fyrir gasið ef ekki semst fyrir fyrsta janúar. Samningamenn Úkraínu hafa sagt að þeir muni glaðir borga markaðsverð en vilja fá áratuga aðlögunartíma. Fyrir stuttu hækkaði Gasprom verð til Eystrasaltslandanna um 125 dollara á rúmmetrann og og sækjast Úkraínumenn eftir því að verðið til þeirra hækki ekki meira en það í bili. Georgía, sem er eitt af fyrrum Sovétlýðveld- unum, náði samningum þar sem gasverð til landsins hækkaði úr 63 dollurum í 110 dollara á rúm- metrann. ■ Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Indverska lyfjafyrirtækið Ran- baxy Laboratories hyggst halda áfram að framleiða lyf sem Pfizer hefur einkaleyfi á. Alríkisdómstóll komst að því í vikunni að einkaleyfi væri virkt og gilti til ársins 2011. Talmaður indverska lyfjafyrirtækisins sagði að þessum dómi yrði áfrýjað. Hagnaður indverskra lyfja- fyrirtækja sem einbeita sér að sölu samheitalyfja hefur minnkað á undanförnum árum og hafa þau því farið að framleiða lyf sem varin eru með einkaleyfi upp á síðkastið. Eitt indverskt fyrirtæki stendur í tíu málaferlum í Banda- ríkjunum til að reyna að fá einka- leyfum hnekkt. Stór hluti tekna indversku fyr- irtækjanna var tilkominn vegna þess að alveg fram í byrjun þessa árs viðurkenndu indversk stjórn- völd ekki alþjóðleg einkaleyfi. ■ Indverjar þráast við Peningaskápurinn... MARKAÐSPUNKTAR Útboðsgögn fyrir sex milljarða króna útboð á hlutum í Avion Group voru birt í gær. Einungis fagfjárfestum er gert kleift að kaupa hluti í félaginu að þessu sinni. Launavísitala Hagstofu Íslands mældist 272,3 stig í nóvember og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Mikið launaskrið hefur verið á þessu ári, en síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%. „Það er ljóst að innanlandsmark- aður er ekki okkar eini mark- aður. Við hyggjumst leita að tækifærum erlendis líka,“ sagði Brynjólfur Bjarnason forstjóri á hluthafafundi Símans í gær. „Við höfum þegar mikið af viðskiptavinum erlendis, sem þýðir að viðskiptavinir okkar eru mörg af útrásarfyrirtækjun- um. Við ætlum að fylgja þessum fyrirtækjum eftir. Við ætlum að halda áfram að þróa góða þjón- ustu og hyggjumst hasla okkur völl erlendis til að geta uppfyllt þau markmið.“ Á hluthafafundinum var sam- þykkt heimild til stjórnar að auka hlutafé Símans um 3,5 milljarða króna að nafnverði. Miðað við gengið sem Skipti ehf. keypti Símann á í sumar jafngildir það tæpum 34 milljörðum króna. Á fundinum kom fram að stjórnin hefur heimild til að nota viðbótarhlutaféð sem greiðslu í kaupum á öðrum félögum, erlend- um og eftir atvikum innlendum eins og það var orðað. Hluthafar féllu frá forgangskauprétti. Einnig var samþykkt að sameina Símann við Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá einn. Síminn átti rúm 90 prósent í Íslenska sjónvarps- félaginu. Með samrunanum á að einfalda skipulag félaganna. Tekur Síminn yfir eignir og skuldir þessara félaga. Hlut- hafar fá hlutabréf í Símanum í skiptum. „Við munum kaupa bréfin af þeim sem vilja,“ sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformað- ur Símans, þegar tillaga um Símann var borin upp. Þeir hlut- hafar sem ekki líkar samruninn geta því selt bréf sín í Símanum. Lýður sagðist samt vona að sem fæstir gerðu það. Síminn tekur yfir skuldir Skjás eins við sameininguna, Þær nema um 1,3 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikn- ingi sem sýndur var á hluthafa- fundinum. Í júní í sumar var 750 milljóna króna skuld Skjás eins við Símann breytt í hlutafé. Í lok síðasta árs námu skuldir Skjás eins 1,5 milljörðum króna.  Ætla að nota hlutafé til fyrirtækjakaupa Eigendur Símans rýmkuðu starfsheimildir félagsins verulega í gær. Stjórnend- ur boða útrás og fjölbreyttari starfsemi. BRYNJÓLFUR BJARNASON OG LÝÐUR GUÐMUNDSSON Starfsheimildir Símans voru rýmkað- ar verulega á fundi hluthafa. Brynjólfur lýsti framtíðarsýninni og kom fram að áskrifendur að Skjánum í gegnum ADSL væru orðnir rúmlega ellefu þúsund talsins. FORSETI ÚKRAÍNU Grunnt á því góða hjá fyrrum samlöndum. FLATSKJÁR Flatskjáir munu verða á hverju heimili innan tíðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.