Fréttablaðið - 21.12.2005, Síða 85
21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR48
Bifröst jakki
2ja-14 ára
Hvítur og svartur
Verð frá 5.450 kr.
Ásgarður húfa
2ja-14 ára
Hvít og svört
3.400 kr.
www.66north.is
REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12
GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32
Hlýtt og fallegt
Fyrsta einsöngsplata Garðars
Thórs Cortes, sem nefnist einfald-
lega Cortes, hefur selst í yfir tíu
þúsund eintökum og hefur því náð
platínusölu. Safnplata Björgvins
Halldórssonar, Ár og öld, er sömu-
leiðis komin í platínu.
Garðar er tilnefndur til
Íslensku tónlistarverðlaunanna
sem efnilegasti söngvarinn auk
þess sem útgáfutónleikarnir sem
hann hélt í Grafarvogskirkju
verða sýndir á Stöð 2 á jóladag.
Garðar fær
platínu
GARÐAR THÓR CORTES Fyrsta einsöngsplata
Garðars Thórs Cortes hefur náð platínusölu.
Hljómsveitin Sigur Rós fékk í gær
afhentar gullplötur fyrir nýjustu
plötu sína Takk og plötuna () sem
kom út árið 2002.
Takk hefur selst í 9.000 eintök-
um hér á landi en () hefur selst í
8.000 eintökum. Sigur Rós fékk
einnig afhentar platínuplötur fyrir
aðra plötu sína, Ágætis byrjun,
sem hefur selst í 19.000 eintökum
og fyrir fyrstu plötuna Von sem er
komin í 10.500 eintök. Afhending-
in fór fram í Gallerí Humar eða
frægð! á Laugaveginum.
Yfir 50 þúsund eintök
Alls hafa plötur Sigur Rósar selst
í yfir 50 þúsund eintökum hér á
landi ef salan á endurhljóðblönd-
uðu plötunni Vonbrigði er tekin
með í reikninginn. Hefur sú plata
selst í tæpum 5.000 eintökum og
nálgast því gullið óðfluga.
Að sögn Ásmundar Jónssonar,
útgáfustjóra Smekkleysu, hafði
það dregist heldur á langinn að
veita Sigur Rós gull- og platínu-
plöturnar og því var ákveðið að
grípa tækifærið á meðan meðlim-
ir sveitarinnar væru staddir hér á
landi í jólafríi.
Ásmundur segir það sérstak-
lega áhugavert að Von sé nú komin
í platínu því hún hafi selst í aðeins
313 eintökum á fyrsta söluári sínu.
Hann segist það alveg magnað
hversu margar plötur Sigur Rós
hafi selst hér á landi. „Þeir eru
búnir að vera í því að klára þessa
Takk-plötu á árinu og ferðast út
um allan heim. Þeir hafa spilað
á tónleikum sem hafa yfirhöf-
uð fengið frábæra dóma og má
með sanni segja að þeir hafi náð
hápunkti sínum í Höllinni. Sigur
Rós er líka með flestar útnefning-
ar á Íslensku tónlistarverðlaunun-
um þannig að þetta er búið að vera
eftirminnilegt ár hvað Sigur Rós
varðar,“ segir hann.
Plötusala Sigur Rósar hér á landi
er vafalítið með því mesta sem
íslenskir listamenn hafa náð hér á
landi. Ásmundur segir þessar sölu-
tölur þó ekkert einsdæmi og nefnir
m.a. til sögunnar bæði Stuðmenn og
Bubba því til stuðnings. „Hins vegar
er það sjaldgæft að maður upplifi
svona mikla sölu á tónlist eins og
Sigur Rós er að gera,“ segir hann.
Kynslóðalaus tónlist
Ef litið er til útlanda hefur Sigur
Rós selt plötur sínar í einni og hálfri
til tveimur milljónum eintaka. Þar
á meðal hefur Takk selst í um það
bil 800 þúsund eintökum síðan hún
kom út fyrir þremur mánuðum.
„Takk er augljóslega sú plata hvað
sölu og athygli varðar sem er að
toppa það sem hefur áður verið í
gangi hjá þeim. Tónleikarnir eru
orðnir stærri og þeir eru að bæta
í,“ segir Ásmundur.
Síðustu tvær plötur Sigur
Rósar hafa selst í 5-600 þúsund
eintökum erlendis og er því um
töluverða bætingu að ráða. „Þetta
er „katalógur“ sem heldur áfram
að seljast. Það er greinilegt að þeir
eru alltaf að bæta við sig nýjum
aðdáendum og þá kaupendum sem
bæta eldri verkunum við líka.“
Á næsta ári eru framundan
hjá Sigur Rós frekari ferðalög
um heiminn til að fylgja Takk
eftir. „Þeir eru í fyrsta skipti á
„playlista“ hjá BBC og þeirra
prófíll hefur aldrei verið meiri í
Bretlandi en í dag. Það er ljóst að
þeir eru með aðdáendur hjá öllum
kynslóðum og það aðgreinir þá frá
mörgum öðrum. Þetta er svo tíma-
laus og kynslóðalaus tónlist sem
þeir flytja,“ segir Ásmundur.
freyr@frettabladid.is
Sigur Rós verðlaunuð í bak og fyrir
VERÐLAUNIN AFHENT Sigur Rós við verðlaunaafhendinguna í gær. Þess má geta að Gunnar V. Andrésson tók við verðlaunum fyrir hönd sonar síns Ágústs Ævars, sem trommaði á fyrstu
tveimur plötum sveitarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ VILHELM
Víðir Björnsson, gítarleikari Nil-
Fisk, lenti í óskemmtilegri reynslu
um síðustu helgi þegar gítarnum
hans af gerðinni Dean var stolið.
Gítarinn hefur mikið tilfinn-
ingalegt gildi fyrir Víði því hann
spilaði á hann þegar NilFisk hitaði
upp fyrir vini sína í Foo Fighters
í Laugardalshöll sumarið 2003.
Einnig var hann að spila á gítarinn
skömmu áður þegar Foo Fighters
kíktu óvænt í heimsókn á hljóm-
sveitaræfingu NilFisk á Stokkseyri
og djömmuðu með þeim.
„Ég sakna hans. Hann er upp-
hafið að þessu öllu. Rótarinn hjá
Foo Fighters gerði við gítarinn og
lagaði hann allan og þetta er bara
ekkert skemmtilegur missir,“ segir
Víðir.
Stuldurinn átti sér stað í bakher-
bergi á skemmtistaðnum Gauki á
Stöng á meðan NilFisk var uppi á
sviði að spila. Einnig tróðu upp á
Gauknum hljómsveitirnar Noise og
Dimma. Um varagítar var að ræða
sem Víðir hefur notað ef strengur
slitnaði í hinum gítarnum. „Það
hefur ábyggilega verið einhver
fullur vitleysingur sem hefur grip-
ið gítarinn. Hinar hljómsveitirnar
vissu ekkert um þetta,“ segir Víðir.
„Þetta er bara ömurlegt og ég hvet
þá sem eru með gítarinn að skila
honum. Ég verð ekkert mikið fúll
ef ég fæ hann.“
Þeir sem vilja skila gítarnum
eða geta gefið vísbendingar um
hvarf hans er bent á netfangið
nilfisk@strik.is. ■
Foo Figthers-gítar stolið
VÍÐIR BJÖRNSSON Gítarleikari Nilfisk lenti í
óskemmtilegri reynslu um síðustu helgi.
GÍTARINN Gítarinn er til vinstri á myndinni.
Víðir Björnsson saknar hans mjög og vill fá
hann aftur.