Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 88
Hljómsveitirnar Forgotten Lores og TMC (Twisted Minds Crew) munu halda mikla jólatónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Um upphitun sjá Beatmaking Troopa og Dj B-Ruff. Húsið opnar klukkan 21.30 og er opið til klukk- an 1.00. Aðgangseyrir er 500 krónur og þeir fyrstu sem mæta á staðinn fá jólaglögg í hönd. Tónleikar og jólaglögg Matreiðsluþættir bakarameist- arans Jóa Fel, sem sýndir hafa verið á Stöð 2 undanfarin ár við góðar undirtektir, eru komnir út í fyrsta skiptið á DVD-mynd- disk. „Þetta er mjög aðgengilegt fyrir alla,“ segir Jói Fel um disk- inn. „Þetta er einfaldur matur, einfaldlega upp sett og það er ekki hægt að segja núna að menn kunni ekki að elda.“ Eldsnöggt með Jóa Fel 1 inniheldur sex vel valda þætti þar sem Jói matreiðir einfalda og girnilega rétti, eldsnöggt og örugglega. Í þáttunum tekur hann á móti góðum gestum og býður þeim upp á ljúffenga rétti sem henta við öll tækifæri. Allar uppskriftir að réttunum sem Jói Fel matreiðir er að finna á disknum sem og í meðfylgjandi bæklingi. Sýningartími disksins er 190 mínútur. Mynddiskur með Jóa Fel Hljómsveitirnar Mammút, Ghost- digital og hin efnilega söngkona frá Bath á Englandi, Bethia Beadman munu hita upp fyrir tónleika Holly- wood-leikarans Kiefer Sutherland og hljómsveitarinnar Rocco DeLuca sem verða á Nasa á fimmtudag. Bresk sjónvarpsstöð verður með í för og tekur upp tónleik- anna vegna heimildarmyndar sem gera á um ferðalag Sutherland og félaga. Tónleikarnir hefjast klukk- an 22.00 og er miðaverð 500 krón- ur. Miðasala fer fram á midi.is og í Skífunni. Mammút og fleiri hita upp Hljómsveitin Sometime held- ur sína fyrstu tónleika á Sirkus í kvöld. Sometime var stofnuð í sumar af Daníel Þorsteinssyni, trommara í Maus, og DJ Dice, eða Bjössa úr Quarashi. Fljótlega bættist við hljóðgaldramaðurinn Curver í bandið og sveitin full- komnaðist síðan með djasssöng- konunni Diva De La Rosa. „Þetta er live-tónlist, ekki beint dans heldur taktföst tónlist. Þetta er hálfgert teknó sem breyt- ist yfir í hip hop,“ segir Curver. „Við erum undir miklum áhrifum frá „næntís“ enda er „eitís“ gjör- samlega búið að vera.“ Að sögn Curvers spilar Daníel á rafmagnstrommur og hljóðsmala á meðan DJ Dice klórar plötur eins og hann eigi lífið að leysa. Diva De La Rosa sér um seiðandi söngröddina á meðan hann sjálfur einbeitir sér hljóðheiminum og Dub-effect- um eins og hann hefur gert með góðum árangri í Ghostigital. Tónleikarnir í kvöld eru liður í Sheptone-kvöldum á Sirkus sem hafa verið haldin á miðvikudögum í allan desem- ber. Sometime hefur leik sinn kl. 22.00 stundvíslega og er aðgangur ókeypis. Sometime á Sirkus JÓLATÓNLEIKAR Hljómsveitirnar Forgotten Lores og TMC halda jólatónleika í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld. JÓI FEL Bakarameistarinn er í aðalhlutverk- inu á DVD-disknum Eldað snöggt með Jóa Fel. MAMMÚT Katrín Mogensen og félagar í Mammút hita upp fyrir Kiefer Sutherland á fimmtudag. SOMETIME Hljómsveitin Sometime heldur sína fyrstu tónleika í kvöld. Kvikmyndin King Kong fór vel af stað og má reikna með að alls hafi um tíu þúsund manns lagt leið sína í kvikmyndahúsin þessa helgina til að berja ferlíkið augum. Mynd- in var frumsýnd á miðvikudaginn og benda síðustu tölur til þess að fimmtán þúsund manns hafi séð myndina á fyrstu fimm dögunum. Kvikmyndin segir frá hópi kvikmyndagerðamanna sem kemst í kynni við skrímslið King Kong en nær að fanga hann og flytja til New York með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Það er Ósk- arsverðlaunahafinn Peter Jack- son sem leikstýrir myndinni en í helstu hlutverkum eru Jack Black, Naomi Watts og Adrien Brody auk þess sem Andy Serkis ljáir górill- unni hreyfingar sínar. King Kong fer vel af stað KONG OG ANN Hin risavaxna górilla nýtur hylli landans sem og heimsbyggðarinnar. Fimmtán þúsund manns hafa séð King Kong. Bono, söngvari U2, og hjónin Bill Gates og Melinda hafa verið kjörin menn ársins af tímaritinu Time. Þau voru kosin fyrir fram- lag sitt til góðgerðarstarfsemi á árinu. Þau hafa m.a. lagt sitt af mörkum til að vinna bug á malar- íu í Afríku, HIV, Aids og fátækt. George Bush og Bill Clinton, fyrr- verandi forsetar Bandaríkjanna, voru valdir félagar ársins fyrir mannúðarstörf sín eftir flóðin í Asíu og fellibylinn Katrínu. Bono og Gates-hjónin menn ársins BONO Söngvari U2 hefur lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir minni fátækt í Afríku. Ástarþríhyrningur í Ástarfleyinu SUMARLIÐI BRJÁLAÐUR ÚT Í HULDU DV x1 -lesið 20.12.2005 19:17 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.