Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 21.12.2005, Qupperneq 95
 21. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 STOR HUMAR skatan er komin. Það virðist ekki vera nóg með að Tarantino sé fallinn fyrir landi og þjóð heldur hafa Íslendingar tekið honum fagnandi. Almenn miða- sala hófst í gær og seldust þeir fimm hundruð miðar sem eftir voru á aðeins níu mínútum. Hinir fimm hundruð miðarnir voru rifn- ir út á netinu á 20 mínútum fyrir nokkrum dögum þannig að þús- und miðar voru seldir á tæpum hálftíma. „Þetta er rosalegt,“ sagði Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Iceland Film Festival, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Íslendingar eru ekki vanir því að það skuli verða uppselt á svona viðburði með svona skjótum hætti þannig að það hefur verið allt geðveikt hjá okkur og fólk veit ekkert hvern- ig það á að haga sér,“ bætti hann við en langar biðraðir mynduðust fyrir utan verslanir Skífunnar rétt áður en miðasalan hófst. Ísleifur sagði þetta vera ánægjulegt, sérstaklega í ljósi þess að enn hefur ekki verið til- kynnt hvaða þrjár myndir leik- stjórinn verður með í farteskinu en það ætti að skýrast á næstu dögum. Þá sé þetta líka mjög gott afspurnar fyrir Tarantino en hann hefur í hyggju að koma hingað oftar og standa fyrir enn stærri viðburðum. Tarantino kemur hingað ásamt fríðu föruneyti. Kvikmyndaleik- stjórinn Eli Roth ætlar að koma hingað með honum en lengi vel leit út fyrir að hryllingsmynda- leikstjórinn kæmist ekki sökum anna vegna Hostel. Þá ætlar hinn virti kvikmyndarýnir Elvis Mitchell einnig að slást í hópinn en hann skrifar meðal annars kvikmyndagagnrýni fyrir New York Times. Leikkonan Vanessa Ferlito er einnig hluti af hópnnum sem og bandaríski rapparinn RZA. Tarantino og vinir hans lenda hér á landi rétt fyrir áramót, væntanlega í kringum 28. desem- ber. Þeir halda síðan af landi brott 2. janúar og fara allir til Los Ang- eles nema Tarantino sem flýgur beint til New York. Búið er að bóka leikstjórann hjá spjallþátta- stjórnandanum Conan O´Brian 3. janúar en eins og margir muna þá kom Kiefer Sutherland til hins eina sanna Davids Letter- man skömmu eftir að hann eyddi áramótunum hér á landi. Vöktu lýsingar hans á áramótum Íslend- inga mikla athygli en Sutherland hreifst mjög af sprengjuæði þjóðarinnar. freyrgigja@frettabladid.is BÍÓPARTÍ TARANTINO: SELDIST UPP Á NÍU MÍNÚTUM Bókaður hjá Conan O‘Brian TARANTINO OG ROTH Ætla að endurnýja kynni sín við Íslendinga en það seldist upp á Bíópartí Tarantino á einungis níu mínútum. FRÉTTABLAÐIÐ / HARI Áttundu jólatónleikar X-ins 97,7, X-mas, verða haldnir á Nasa í kvöld klukkan átta. Húsið opnar klukkutíma fyrr en alls koma tólf rokkhljómsveitir fram og flytja sígild jólalög hver með sínu nefi. Aðgangseyrir er 977 krónur en allur ágóði af miðasölu rennur óskiptur til styrktar Foreldrahúss. Þeir sem vilja geta því látið meira af hendi rakna til styrktar góðs málefnis. Stórfyrirtæki landsins eru hvött til að koma og leyfa öðrum að njóta þess gróða sem þau hafa upplifað að undanförnu. „Ég held að þau ættu að sjá sóma sinn í því að leggja góðu málefni lið,“ segir Þorkell Máni, talsmað- ur tónleikana, sem beindi orðum sínum sérstaklega til greiningar- deilda bankanna en þær hafa verið áberandi í menningarlífi landans síðustu misseri að hans mati. Þorkell Máni segir að mikil stemning sé fyrir tónleikunum og síminn hafi varlað stoppað hjá útvarpsstöðinni. „Jólalög eru almennt leiðinleg og það má spyrja sig hversu góð þau geta í raun orðið,“ útskýrir hann en bætir jafnframt við að útvarpsstöðin hafi sínar eigin forsendur fyrir tónleikahaldi af þessu tagi. „Rokkhljómsveitir á borð við Ensími og Botnleðju hafa sýnt að jólalög þurfa ekki alltaf að vera í einhverjum leiðinda-karókí- stíl,“ segir hann. X-mas eru lokahnykkurinn í starfi útvarpsstöðvarinnar og því hefur jólaandinn svifið yfir vötn- um í hljóðveri X-ins að undanförnu. „Ég veit eiginlega ekki hvar þetta endar. Fyrst losum við okkur við karlrembuna og núna erum við orðnir að einhverri jólastöð,“ segir Þorkell sem er kominn í jólaskapið. freyrgigja@frettabladid.is ÞORKELL OG FROSTI Útvarpsstöðin X-ið 97,7 stendur fyrir áttundu X-mas tónleikunum á Nasa í kvöld klukkan átta. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA Rokkarar skora á bankana Með þvottaklemmu á nefinu Nei, ég borða ekki skötu á Þorláks- messu. Ég væri til í að hitta gæjann sem fann upp á þessu og ganga frá honum. Mér hefur verið sagt að þegar maður byrji að borða skötu þá fari manni að líka við hana en ég hef ekki fengið mig til að borða þennan mat. Ég hef samt smakkað skötuna, með þvottaklemmu á nefinu. Heiðar Austmann útvarpsmaður. Borða mig ekki sadda Já, ég borða stund- um skötu. Mér finnst mikilvægt að fá mér að smakka og það er mismunandi hvað ég geri þetta kvöld. Stundum fer ég í boð eða á einhvern góðan veitingastað. Ég segi ekki að ég borði mig sadda en mér finnst gott að fá smá bragð, taka þátt í stemningunni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Æðislega góð Já, ég borða skötu, mér finnst hún æðis- lega góð. Ég hef ekki borðað skötu á hverju ári en hef gert það undanfarin ár. Mér finnst lyktin ekkert svo vond á meðan ég er að borða en þegar ég er búin þá getur hún farið í taugarnar á mér. Kristbjörg Kjeld leikkona. ÞRÍR SPURÐIR UMDEILDASTA MÁLTÍÐ HÁTÍÐANNA Borðar þú skötu á Þorláksmessu? Glaðbeittir gestir á Hótel Holti tóku eftir því á sunnudaginn að þar sátu saman í hróka- samræðum þeir Jóhannes Jónsson, aðaleigandi Bónus, Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, sem einmitt hefur tilkynnt að hann muni láta af sínu virðulega embætti þann 1. janúar. Þremenningarnir sátu ekki yfir kræsingum en drukku kaffi og það var greinilega glatt á hjalla og ýmis mál tekin fyrir. Jóhannes hefur verið vel- gjörðarmaður Hróksins á síðustu árum og átt þátt í þeirri vakningu sem hefur orðið um allt land. Eftir því var tekið að Máni Hrafnsson vappaði inn á bóka- stofuna og færði Jóhannesi gjöf en Máni hefur leitt skólaheimsóknir Hróksins og hefur líklega heimsótt fleiri grunnskóla hringinn í kringum landið en nokkur annar á und- anförnum árum og boðað fagnaðarerindi Hróksins og Eddu en bóka- útgáfan hefur gefið grunnskólabörnum á Íslandi 20.000 eintök af kennslubókinni Skák og mát. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmað-ur forsætisráðherra, er vígreifur á heimasíðu sinni enda hefur Framsókn- arflokkurinn aukið fylgi sitt í Reykjavík eftir að hann gaf kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins vegna borgarstjórn- arkosninganna á næsta ári. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fer fylgi flokksins úr 2,3% í september í 4,8%. Þetta fylgi nægir þó ekki til að koma framsóknarmanni í borgarstjórn en Björn reiknar með því að það sem vanti upp á muni skila sér á næstu mánuðum og þá bindur hann ekki síst vonir við opið prófkjör flokksins í janúar en tæplega 7% borgarbúa á kosningaaldri hyggjast taka þátt í próf- kjörinu samkvæmt könnuninni. Ásatrúarmenn ætla að koma saman í Sundabor 1 klukkan 20 í kvöld og blóta goðin og hjónin Frey Njarðarson og Gerði Gymisdóttur. Freyr er frjósem- isgoð en heiðnir menn til forna tengdu hækkandi sól frjósem- inni. Blótið er helgað af Hilmari Erni Hilmars- syni allsherjargoða og Sigurjóni Þórðarsyni, Hegranesgoða og þingmanni Frjáls- lynda flokksins. ÞÞ HRÓSIÐ ... fær Freyja Haraldsdóttir sem útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar með hæstu meðal- einkunn. Hún býr við alvarlega fötlun og er alfarið bundin hjóla- stól. LÁRÉTT 2 harðfrosin snjókorn 6 íþróttafélag 8 skordýr 9 segi upp 11 stöðug hreyf- ing 12 kappsamt 14 krapi 16 tveir eins 17 traust 18 for 20 forfaðir 21 könnun. LÓÐRÉTT 1 listi 3 frá 4 garðplöntutegund 5 landspilda 7 starfræksla 10 frosts- kemmdir 13 flík 15 urin 16 ósigur 19 kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2 hagl, 6 kr, 8 fló, 9 rek, 11 ið, 12 ákaft, 14 slabb, 16 tt, 17 trú, 18 aur, 20 ái, 21 próf. LÓÐRÉTT: 1 skrá, 3 af, 4 glitbrá, 5 lóð, 7 rekstur, 10 kal, 13 fat, 15 búin, 16 tap, 19 ró.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.