Fréttablaðið - 21.12.2005, Side 97

Fréttablaðið - 21.12.2005, Side 97
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 720 kr./stk. COKE KIPPA 4 X 2 L A L L T A F F R Á B Æ R T I L B O Ð 74 kr./stk. EGILS MALT 0.5 L 25 AFSLÁTTUR % 1.818 kr./kg. KEA HANGILÆRI ÚRBEINAÐ 2.998 kr./kg. HUMAR FROSINN 1 KG 40 AFSLÁTTUR % 30 AFSLÁTTUR % 999 kr./kg. KRÓNU HAM- BORGAR- HRYGGUR 40 AFSLÁTTUR % 1.340 kr./kg. KEA HANGI- FRAMPARTUR ÚRBEINAÐUR V I R K S A M K E P P N I 163 kr./stk. EGILS APPELSÍN 2 L 399 kr./pk. BASSETTS SÆLGÆTI 1 KG 998 kr./kg. BÚKONU LAX GRAFINN REYKTUR 89 kr./kg. EPLI RAUÐ 296 kr./pk. KLEMEN- TÍNUR 2.3 KG 899 kr./kg. BAUTABÚRS BAYONNE- SKINKA Opið til 22 ���������� ���������������� ������������ Oft á hverjum degi stöndum við frammi fyrir því að taka ákvarð- anir. Þær eru misstórar og misþýð- ingarmiklar en skipta allar einhverju máli fyrir okkur sjálf. ÁKVARÐANIRNAR geta verið smávægilegar, til að mynda varðað hvað við eigum að borða og drekka í það og það skiptið, eða stórar og afdrifaríkar og varðað líf okkar í heild sinni. Það er mjög misjafnt hvernig fólki gengur að taka ákvarð- anir og jafnframt breytilegt hvers konar ákvarðanir fólki finnst auð- veldast að taka. SUMUM gengur betur að taka stórar ákvarðanir en litlar. Svo eru ákvarðanir misstórar í hugum fólks og skipta mismiklu máli. Flestir eiga auðvelt með að taka ákvörðun um hvað þeir ætla að fá sér að borða en fyrir suma er það heljarinnar mál (á ég að halda mig við heilsufæðið eins og ég var búin að einsetja mér eða á ég að leyfa mér að fá mér þetta súkku- laðistykki?) ÉG hef komist að því að það eru tvær leiðir til að taka ákvarðanir, tilfinningaleiðin og röksemdaleiðin. Röksemdaleiðin á við um smærri ákvarðanir en tilfinningaleiðin um stóru ákvarðanirnar sem breytt geta lífi okkar. ÉG er ein af þeim sem á auðveldara með að taka stórar ákvarðanir en litl- ar. Kannski á ég því auðveldara með að taka tilfinningalegar ákvarðanir en röksemdalegar? Þegar kemur að því að taka stórar ákvarðanir, til að mynda um að flytjast til útlanda eða skipta um vinnu, leyfi ég hjartanu að ráða för og treysti því að með því sé ég að velja rétt. EIGINLEGA hefur það alltaf verið þannig hjá mér að þegar kemur að því að taka stórar ákvarðanir hef ég nær undantekningarlaust valið að stökkva frekar en að hrökkva því ég hef haft það að leiðarljósi að það er alltaf hægt að snúa við, en ef maður reynir ekki, veit maður ekki hvað maður er að fara á mis við. AUÐVITAÐ hef ég tekið fullt af ákvörðunum sem voru sennilega ekki mjög skynsamlegar eða ígrundaðar og voru eflaust byggðar á reynslu- leysi og bjartsýni. Þó er ég þeirrar skoðunar að allar þær ákvarðanir sem ég hef tekið í lífinu hafi verið réttar vegna þess að á þeim tíma sem ég tók ákvörðunina var hún rétt. Ekkert sem gerst hefur síðan, aukin reynsla eða þroski, getur haft áhrif á ákvörðun sem þegar hefur verið tekin. ÞAÐ má aldrei hugsa: ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég aldrei tekið þessa ákvörðun. Því að þegar ákvörðunin var tekin, var hún rétt – og hlýtur því að vera það enn. Rök og tilfinningar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.