Fréttablaðið - 15.02.2006, Síða 20
[ ]
Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf.
gömlu tryggingafélögin eru
með heilsárs binditíma.
elísabetu finnst það vera
rosalega 2005. Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Sólgleraugu koma sér vel þegar keyrt er í mikilli sól. Það er
ágætt að geyma sólgleraugun alltaf í bílnum svo þau séu örugglega
til staðar þegar þeirra er þörf.
Yfirmaður vélaþróunardeildar
Volkswagen hlaut verðlaun sér-
fræðitímaritsins Auto Motor und
Sport á dögunum.
Dr. Rudolf Krebs hlaut þessi eft-
irsóttu Paul Pietsc-verðlaun fyrir
TSI-vélina sem þykir framsækin
þróun í bílaiðnaðinum.
Vélin veitir hámarksorku þótt
hún noti eldsneyti í lágmarki.
Þetta var fengið með svokallaðri
smættun þar sem annars vegar
er dregið úr strokkstærð, sem
dregur þannig úr orkutapi sökum
núningsmótstöðu, og hins vegar
dregið úr vélarþyngd sem leiðir
til minni eyðslu og eykur þannig
afköst vélarinnar.
Vélin er þegar fáanleg í Golf GT sem
er 170 hestafla þrátt fyrir að eyða
aðeins 7,2 lítrum af bensíni á hverja
100 kílómetra. Ennfremur verður
hægt að fá TSI-vélina í Volkswagen
Touran næstkomandi vor.
(Upplýsingar fengnar af bill-
inn.is)
TSI-vélin er fáanleg í Volkswagen Golf GT sem kemur hingað til lands næsta vor.
Nýr Mercedes Benz er kominn
á markað sem sameinar það
að vera rúmur fjölskyldubíll og
kraftmikill sportbíll.
„Þetta er alveg nýr bíll frá
Mercedes Benz sem heitir R-Class
og er gríðarlega vel búinn,“ segir
Jón Trausti Ólafsson, markaðs-
stjóri hjá Bílaumboðinu Öskju, sem
er umboðsaðili Mercedes-Benz og
hefur kynnt til sögunnar þennan
nýja meðlim í Benz-fjölskyldunni.
Jón Trausti lýsir gripnum nánar.
„R-Class bíllinn er fjórhjóladrif-
inn, mjög rúmgóður og hentugur
fyrir þá sem vilja snaggaraleg-
an og kraftmikinn sex sæta bíl
með sportlega aksturseiginleika.
Hann er með sama undirvagni og
M-jeppinn sem hefur verið rómað-
ur fyrir mikið pláss og öryggi. R-
Class fæst með kraftmikilli bens-
ín- og dísilvél og er meðal annars
búinn loftknúnum fjöðrunarbún-
aði, sídrifi, sjálfstæðum sætum
og öflugu loftræstikerfi. Svo er
hann fallegur á götu og sameinar
spennandi hönnun, gott rými og
þægindi,“ segir Jón Trausti. Hann
telur bílinn ótvírætt hæfa vel
fólki sem vill aka um á eigulegum
bíl og spurður um verð segir hann
það vera rúmar sex milljónir.
Ný vídd frá Benz
Mecedes Benz R-Class
sameinar spennandi hönn-
un, gott rými og þægindi.
Í byrjun næsta mánaðar
verður frumsýndur Mégane II
í nýrri útfærslu. Breytingarnar
eru fyrst og fremst á búnaði en
útlitsbreytingar eru minnihátt-
ar. Blaðamenn tóku forskot á
sæluna og kynntu sér bílinn í
nágrenni Nice í janúarlok.
Renault Mégane II hefur verið
mest seldi bíllinn í Evrópu í
nokkur ár og ekki að ástæðu-
lausu. Hann er ekki bara ólíkur
öllum öðrum bílum í útliti heldur
er bíllinn að innan með margar
„sniðugar lausnir“ svo gripið sé
til þekkts orðfæris. Nýi Renault
Mégane bíllinn er lítið breyttur að
utan. Breytingarnar felast aðal-
lega í ljósunum bæði að framan og
aftan, auk þess sem loftinntakið
að framan er stærra en áður sem
gefur bílnum enn sportlegra yfir-
bragð en áður var.
Þegar inn í bílinn er komið
sjást frekari breytingar. Hönnuð-
ir Mégane hafa alltaf lagt mikið
upp úr því að hafa aðstöðu bíl-
stjóra til fyrirmyndar og þeirri
stefnu er áfram haldið á lofti. Öll
innréttingin hefur yfir sér milt
og um leið afar vandað yfirbragð
og leðurklætt stýri og MP3 spil-
ari eru til dæmis staðalbúnaður í
nýja bílnum. Sem fyrr er bíllinn í
boði bæði í þriggja og fimm dyra
gerðum og fjögurra dyra coupé og
fimm dyra langbakur eru einnig í
boði.
Þegar kemur að öryggisþáttun-
um er Méganinn sem fyrr traust-
ur, en Mégane II var fyrsti bíllinn
í sínum flokki sem hlaut fimm
stjörnur, sem er fullt hús stiga, í
hinni virtu NCAP-öryggisprófun.
Meginbreytingin á nýja Mégan-
inum felst þó í breyttu framboði
á vélum. Þar er aðalnýjungin ný
tveggja lítra 150 hestafla dísel-
vél. Sú vél verður þó ekki fáan-
leg hér fyrsta kastið og verður
því nánar um hana fjallað síðar.
1,9 lítra díselvélin verður áfram í
boði og hefur verið uppfærð. Hún
er nú 130 hestafla og í boði bæði
með sex gíra handskiptingu og
fjögurra gíra sjálfskiptingu með
handskiptivali. Þrátt fyrir ágætt
afl er þessi vél eyðslugrönn, upp-
gefin eyðsla er 5,6 l á hundraðið.
Í ferðinni var reynsluekið
bílum með 1600 lítra bensínvél
og 1,9 og 2 lítra díselvélum, auk
coupé bíls með 2 lítra bensínvél.
Díselbílarnir voru að vissu leyti
áhugaverðari kostur að því leyti
til að vélarnar unnu einstaklega
vel, ekki síst nýja 2 lítra vélin að
þeirri 1,9 lítra ólastaðri. Búast má
við að hér á landi verði eftirspurn-
in eftir bensínbílunum og er eng-
inn svikinn af þeim bílum enda á
ferðinni lúxus upp að vissu marki
þótt það skili sér alls ekki í verði
bílsins sem hlýtur að teljast gott
miðað við það sem fyrir pening-
ana fæst. steinunn@frettabladid.is
Enn flottari Mégane
Reanult Mégane á engan sinn líka í útliti og breytingarnar eru ekki stórvægilegar.
Baksvipurinn á Renault Mégane er öðruvísi
en á öllum öðrum bílum.
Innréttingin er stílhrein, falleg og nútímaleg.
Mælaborðið hefur sterkan svip með hring
úr burstuðu stáli utan um mælana og bak-
ljósi sem gerir þá þægilega til aflestrar.
Renault Mégane Vél Hestöfl Dyr Verð - Beinskiptur - Sjálfskipur
Coupe Authentic 1400 16v 95 3 1680000
Coupe Authentic Comfort 1600 16v 115 3 1780000 1930000
Coupe Authentic Comfort 2000 16v 135 3 2130000
Authentic 1400 16v 95 5 1730000
Authentic Comfort 1600 16v 115 5 1830000 1980000
Authentic Comfort 1500 dCi 105 5 1980000
Authentic Comfort 1900 dCi 130 5 2280000 2430000
Volksvagen fær verðlaun
fyrir framsækna vél
Eftirsóknarverð verðlaun voru veitt fyrir TSI-vélina frá Volkswagen.