Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 4
4 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR ���������������������������������������������������������� ��������������������������� ����������� ���������������� ������������������������ ��������������������������� ������� ������������� ������������� ������������� ������������������ ���� ����������� � FANGELSISMÁL Fangar á Litla- Hrauni hafa þurft að bíða vikum, og jafnvel mánuðum saman, eftir því að fá sálfræði- eða geðlæknis- þjónustu. Biðtími eftir geðlæknisþjónustu er töluvert lengri en eftir sálfræði- þjónustu en Þórarinn Viðar Hjalta- son, sálfræðingur hjá Fangelsis- málastofnun, greindi frá því í viðtali við Fréttablaðið í gær að nauðsynlegt væri að stytta biðtíma fanga eftir viðtölum hjá sálfræð- ingi. Komið hefur fyrir, í einstaka tilvikum, að fangar hafi beðið í allt að fjórar vikur eftir því að fá viðtal hjá sálfræðingi. Að sögn Þórarins er reynt að bregðast við atvikum, þar sem brýn nauðsyn þykir til, með skjótum og skilvirkum hætti en um helmingur þeirra tilfella sem koma inn á borð sálfræðinga Fangelsismálastofnunar er vegna slíkra atvika. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur komið að vinnu sem miðar að því að efla heilbrigðisþjónustu við fanga. Hún telur brýnt að neyðar- aðstoð við fanga sé í réttum far- vegi. „Fangelsismálastofnun hefur unnið gott starf að undanförnu, þó að alltaf sé hægt að gera betur. Ég tel að það sé brýnt að sálfræðingar sem starfa í fangelsum geti brugð- ist fljótt við alvarlegum tilvikum sem upp koma hverju sinni.“ Mar- grét bendir á að átak í geðheil- brigðismálum innan fangelsa, sé nauðsynlegt til þess að fangar fái þá þjónustu sem þeir þurfi að fá. „Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að geðlæknisaðstoð við fanga á Litla-Hrauni verði aukin. Fangar þurfa oftar en ekki á ríkri aðstoð geðlæknis að halda. Biðtíminn eftir geðlæknisþjónustu er oftar en ekki miklu lengri en eftir sálfræðiþjón- ustu. Þegar þessi mál eru skoðuð, þá sést hversu mikilvægt það er að koma upp meðferðardeild fyrir fanga.“ Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, telur biðtíma fanga eftir sál- fræði- og geðlæknisþjónustu sýna hversu nauðsynlegt það sé að koma upp meðferðardeild. Þar gætu fang- ar, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða, reynt að takast á við fíkni- efnavandann um leið og þeir byrja að taka út sína refsingu. „Það liggur í augum uppi að meðferðardeild fyrir fanga sem eiga við fíkniefna- vanda að stríða, myndi hjálpa þeim mikið. Það er stefnt að því að koma upp slíkri deild í framtíðinni. Það er alltaf hægt að gera betur í þessum málum.“ magnush@frettabladid.is Geðþjónustu við fanga er mikið áfátt Biðtímar fanga eftir sálfræði- og geðlæknisþjónustu eru of langir að mati sérfræðinga í málefnum fanga. Brýnt að meðferðardeild verði komið upp fyrir fanga, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. ERLENDUR S. BALDURSSON MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR ÚR FANGELSINU Á LITLA-HRAUNI Biðtími eftir sálfræði- og geðlæknisþjónustu á Litla-Hrauni er of mikill að mati sér- fræðinga í fangelsismálefnum. Þeir telja nauðsynlegt koma upp meðferðadeild. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 02.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 73,47 73,83 Sterlingspund 134,86 135,52 Evra 92,89 93,41 Dönsk króna 12,455 12,527 Norsk króna 11,945 12,015 Sænsk króna 9,98 10,038 Japanskt jen 0,6471 0,6509 SDR 108,57 109,21 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 128,8522 NOREGUR, AP Þrír menn voru í gær dæmdir fyrir norskum dómstólum fyrir stuldinn á meistaraverkum Edvard Munch, Ópinu og Madonnu, og hlutu þeir fjögurra til átta ára fangelsisdóm. Verkunum var stolið úr Munch safninu í Osló í ágúst 2004. Þjófarnir gætu enn gengið lausir, því enginn hinna þriggja var fundinn sekur um þjófnaðinn, heldur aðild að honum. Rúmar 24 milljónir króna eru í boði fyrir upplýsingar um hvar málverkin eru niðurkomin. - smk Ránið á verkum Munch: Þrír dæmdir til fangelsisvistar FUGLAFLENSA Dæmi eru um að menn hafi ekki lokað fiðurfénað sinn inni þrátt fyrir gildandi reglugerð þar um, að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis, en hún tók gildi þegar viðbúnaðarstig við fugla- flensu var hækkað. Hann kvaðst ekki hafa fengið samantekt héraðs- dýralæknanna enn. „Héraðsdýralæknarnir eru að fara yfir þessi mál í sínum héruð- um,“ sagði yfirdýralæknir. „Menn virðast bregðast vel við í langflest- um tilvikum. Þó eru undantekning- ar þar á. Í þeim tilvikum gera dýra- læknar kröfu um að þeir fari eftir reglugerðinni og komi fuglunum undir þak.“ - jss Fuglaflensan: Sumir hunsa reglugerðina NEW YORK Þegar íbúar í New York vöknuðu í gærmorgun lagði þykk- an reyk yfir borgina. Upptökin voru í Brooklyn þar sem eldur brann í vöruhúsi við East River. Eldurinn komst í bensíntanka og urðu af miklar sprengingar. Mesta reykinn lagði þó af tjöru- katli, sem eldur komst einnig í. Tíu verkamenn unnu að því að tjarga þak vöruhússins þegar eld- urinn kom upp, en þeir komust í tæka tíð úr allri hættu. - gb Vöruhús brann í Brooklyn: Þykkur reykur yfir New York SKOKKAÐ Í MANHATTAN Þykkan reyk lagði frá vöruhúsi í Brooklyn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra opnaði í gær með hjálp barnanna á Grandaborg heimasíðu Íslandsdeildar Spes samtakanna. Við sama tækifæri veitti Osta- og smjörsalan samtök- unum milljón krónur að gjöf. „Þarna erum við Halldór sam- herjar en það fór afar vel á því að sá ráðherra sem beitt hefur sér hvað mest í þróunarmálum opnaði heimasíðuna,“ segir Össur Skarp- héðinsson, formaður samtakanna. „Við erum einnig afar þakklátir fyrir það að margmiðlunarfyrir- tækið Birtingarholt skyldi gefa okkur þessa heimasíðu einungis gegn innistæðu á himnum,“ segir formaðurinn. - jse Spes opna heimasíðu: Þakklátir fyrir góðar gjafir HEIMASÍÐAN OPNUÐ Forsætisráðherra opn- aði heimasíðuna með aðstoð barnanna. NEYTENDUR Lítrinn af 95 oktana bensíni á þjónustustöð Olíufélags- ins, Esso, kostar 132,9 krónur eftir að fyrirtækið tilkynnti um enn frekari hækkanir á eldsneyti í gær. Aðeins eru tvær vikur síðan lít- rinn hækkaði um rúmar þrjár krónur og hefur því hækkað um rúmar fimm krónur alls á skömm- um tíma. Eru ástæður þær sömu og verið hefur, spenna á mörkuð- um erlendis auk aukinnar eftir- spurnar á þessum árstíma. Önnur olíufélög höfðu ekki hækkað verð sín til jafns við Esso þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. - aöe Frekari hækkanir á eldsneyti: Hækkun um tvær krónur SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks er fallinn samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir NFS á fylgi flokka í Ísa- fjarðarbæ. Nýtt framboð Í-lista nær hreinum meirihluta og fengi fimm bæjarfulltrúa kjörna. Níu fulltrúar sitja í bæjarstjórn. Í-listinn samanstendur af Sam- fylkingunni, Vinstrihreyfingunni - grænt framboð, Frjálslynda flokknum og óháðum. Samanlagt náðu þessir þrír flokkar 42,8 pró- sentum í sveitarstjórnarkosning- unum árið 2002 og mælist Í-listinn með 52,1 prósent nú. Báðir meirihlutaflokkarnir tapa fylgi frá seinustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með fjögur prósentum minna fylgi og fengi nú þrjá bæjarfulltrúa. Fram- sóknarflokkurinn tapar þremur og hálfu prósenti og næði einum manni inn. Sigurður Pétursson, oddviti Í- lista, segir öflugan valkost kom- inn fram við þá flokka sem hafa stjórnað seinustu tíu árin. „Þetta er samhentur hópur af öflugu fólki með skýra stefnu. Hér hefur ríkt stöðnun og hægt að gera mun betur.“ Úrtakið var 600 manns og svar- hlutfall 68 prósent. - sdg Sviptingar í bæjarmálunum í Ísafjarðarbæ samkvæmt könnun NFS: Hreinn meirihluti Í-listans KÖNNUN NFS OG ÚRSLIT 2002 Kosningar 2002 Könnun 52, 1% 35, 3% 31, 3% 14, 0% 4,5 % 2,6 % 17, 5% Í-lis tinn Fra ms ókn ar- flok kur inn Sjá lfst æð is- flok kur inn Nýt t af l Ann að 42, 8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.