Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 25

Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. maí 2006 5 HANDBÓK MEÐ HEITINU Á FERÐ UM ÍSLAND ER NÝKOMIN ÚT, SEXTÁNDA ÁRIÐ Í RÖÐ. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjald- svæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig í bókinni frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fremst í bókinni er að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum. Á ferð um Ísland hefur aldrei verið stærri en nú eða 224 bls. Bókin kemur út hjá Útgáfufélaginu Heimi og er gefin út á þremur tungu- málum; íslensku, ensku og þýsku. Enska útgáfan, Around Iceland, hefur komið út samfellt í 31 ár en þýska útgáfan Rund um Island kemur nú út í 9. sinn. Ritunum er dreift í 90.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins sem eru um fimm hundruð talsins. Fjöldi ljósmynda er í bókunum, meðal annars eftir Pál Stefánsson ljósmyndara Heims. Þá má geta þess að þær eru birtar í vefútgáfu á www. heimur.is/world Ritstjóri þeirra er Ottó Schopka. Á ferð um Ísland NÝ KEÐJA GISTIHEIMILA SEM BER HEITIÐ INNS OF ICELAND HEFUR VERIÐ STOFNUÐ AF FOSSHÓTELUM. Inns of Iceland-hótelin eiga það sam- merkt að vera ódýr og heimilisleg og eru ætluð þeim sem sækjast eftir gistingu á hagkvæmum kjörum. Þau bjóða eingöngu upp á herbergi án baðs. Þau hótel sem þegar eru komin í keðjuna eru Flóki Inn á Flókagötu 1 og 5 sem er opið allt árið og Garður Inn við Hring- braut sem er opið júní, júlí og ágúst. Hagkvæm gisting og heimilisleg Flóki Inn er við Flókagötuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Selvogsgatan verður gengin næsta sunnudag 7. maí á veg- um Útivistar. Leiðin yfir heiðina frá Bláfjalla- vegi í Selvog hefur uppá margt að bjóða enda hefur hún verið ein hin vinsælasta sem Útivist hefur boðið uppá til dagsgöngu gegnum tíðina. Selvogsgatan heitir hún og er hin gamla kaupstaðarleið Sel- vogsbúa í Hafnarfjörð. Landslagið er fjölbreytt sem farið er um, hraun og gígar, dalir og skörð auk þess sem þar eru ýmis merki um mannaferðir fyrri tíma, för sjást mörkuð í hraunið og vörður og drykkjarsteinar verða á vegi ferðalanga. Vegalengd leiðarinnar er 17 km og miðað er við að fara hana á 6 klukkustundum. Hækkun er 300 m, öll í upphafi ferðar. Brottför í ferð Útivistar á sunnu- daginn er frá BSÍ kl. 10.30. Gengið um gíga og hraun Ein vinsælasta ganga Útivistar er í Selvog. Að Minni-Borg í Grímsnesi eru ný frístundahús til útleigu með öllum þægindum. Um tvenns konar hús er að ræða á Minni-Borg. Annars vegar vönduð 80 fermetra heilsárshús til dags-, helgar- og vikuleigu þar sem áhersla er lögð á þægindi og þjón- ustu. Hins vegar 30 fermetra hús sem sjö saman mynda þorp með stígum og skógi á milli. Hægt er að leigja þau hvert fyrir sig og einnig saman ef áhugi er fyrir hendi. Skógarþorp í Grímsnesi Lítil verönd fylgir hverju húsi í skógarþorp- inu og skjólveggir eru víða. Í skógarþorpinu er hellutorg með þremur heitum pottum, útigrilliog setuaðstöðu undir seglþaki. Stærri húsin eru með háhraða-internet- tengingu, heitan pott á veröndinni, sjón- varp og DVD-spilara og uppþvottavél.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.