Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 3. maí 2006 13 Grilla›u í kvöld! F í t o n / S Í A Fiesta Blue Ember 59.900 kr. Fiesta Gusto Cabinett 23.900 kr. Fiesta Gusto 38040 13.900 kr. G R IL L I‹ S E N T HEIM SAMAN SE T T O G T IL B Ú I‹ Hjá ESSO fæst úrval gasgrilla á sjó›heitu ver›i. fiú getur fengi› grillið sent heim án endurgjalds, samansett og tilbúi› til notkunar. Au›veldara getur fla› ekki veri›. Grilla›u me› ESSO í sumar! *Bo›i› er upp á heimsendingu á höfu›borgarsvæ›inu. Engin samlegðaráhrif Í Fréttablað- inu í gær var haft eftir Hákoni Ólafs- syni, forstjóra Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins, að ekkert væri sameiginlegt með þeim þeim tveimur rannsóknastofnunum atvinnuveganna annars vegar og Byggðastofnun hins vegar en samkvæmt frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi er ætlunin að sameina þessar stofnanir í eina. Í athugasemd sem blaðinu hefur borist frá Hákoni segir að sú tilvitnun beri með sér misskilning blaðamanns, sem þurfi að leiðrétta: ,,Það sem ég sagði var að ég sæi ekki samlegðaráhrif af sameiningu rannsóknastofnananna og sjóðunum þremur sem ganga eiga inn í Nýsköpunarmiðstöðina þ.e.a.s. Byggða- sjóður, Tækniþróunarsjóður og Trygg- ingasjóður Útflutnings. Það er hins vegar alveg ljóst að bæði Iðntæknistofnun (ITI) og Rb gegna mikilvægu hlutverki varðandi nýsköpun á landsbyggðinni eins og almennt í þjóðfélaginu,” segir Hákon Ólafsson. ATHUGASEMD Keyrði út af Um fimm leytið í fyrrinótt missti ökumaður bifreið sína út af veginum á Reykjanesbraut skammt frá Grindavíkurafleggjara. Tveir voru í bifreið- inni og sluppu þeir lítið meiddir. Bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabifreið. LÖGREGLUFRÉTT KÍNA, AP Kínverjar slepptu á föstu- dag pandabirni, sem allt sitt líf hefur lifað undir eftirliti manna í sérhönnuðum pöndugarði, út í bambusskóg þar sem skepnunni er ætlað að lifa frjálsri. Þetta er í fyrsta sinn sem reynt er að þjálfa pöndu fædda í dýragarði til að ganga sjálfala. Xiang Xiang, sem er fjögurra ára gamalt karldýr, tölti út í skóg- inn og hóf að úða í sig bambus- sprotum, en síðustu þrjú árin hefur starfsfólk garðsins þjálfað hann í að lifa upp á eigin spýtur. Fylgst verður með honum með aðstoð gervihnatta, en senditæki er fest við hálsól sem hann ber. Pandabirnir eru í útrýmingar- hættu, og er Kína eini staðurinn þar þeir finnast villtir. Um 1600 birnir eru eftir í heiminum. - smk Nýstárleg náttúruvernd: Pöndu sleppt út í skóg í Kína FRJÁLS BJÖRN Vonast er til að pandan Xiang Xiang geti lifað villt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Kópa- vogi stöðvaði bifreið í gær sem mældist á 161 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarks- hraði er 70 kílómetra hraði. Ökumaðurinn, sem stöðvaður var um sjö leytið í gærmorgun, var einn í bílnum. Sævar Finnbogason, varðstjóri í lögreglunni í Kópavogi, segir það vera miður hversu oft lögreglan hefur afskipti af ökumönnum sem keyrum á miklum hraða innan bæjarmarka. „Því miður hefur það færst í vöxt að ökumenn stundi ofsaakstur innan bæjar- marka. Við biðlum til ökumanna, að þeir keyri hægar.“ - mh Ofsaakstur í Kópavogi: Á 161 kíló- metra hraða SVÍÞJÓÐ, AP Forsætisráðherra Svía, Göran Persson, opnaði formlega á dögunum nýja íbúðaverksmiðju í Hallstahammar, sem Svíar vona að muni umbylta byggingariðnað- inum. Verksmiðjan, sem rekin er af sænska fyrirtækinu NCC AB, tekur einingahús skrefi lengra. Gert er ráð fyrir að þessi hús muni taka helmingi styttri tíma í fram- leiðslu, því verksmiðjan framleið- ir 90 prósent íbúðablokkarinnar, þar með taldar pípulagnir og eld- húsinnréttingar. Svo er húsinu pakkað í flata kassa og sent á áfangastað, þar sem það tekur fjóra menn fjórar vikur að reisa fjögurra hæða íbúðablokk. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði ódýrari í sölu, því færri koma að byggingu þeirra, að sögn for- stjóra NCC, Alf Göransson. NCC hefur þegar byggt eina íbúðarblokk í Hallstahammar, sem er um 100 kílómetrum austan við Stokkhólm, og verið er að hefjast handa við að reisa tvær blokkir til viðbótar við Eskilstuna og Sundby- berg. Gert er ráð fyrir að um 200 íbúð- ir verði búnar til í verksmiðjunni á þessu ári, en alls annar starfsfólk hennar um 1000 íbúðum á ári. NCC hefur þegar fengið pantanir fyrir 600 íbúðir á árinu 2007. - smk Svíar feta nýjar leiðir í íbúðablokkabyggingum: Framleiða íbúðir í verksmiðju HÚSI SMELLT SAMAN Sænskir verkamenn við störf að setja saman verksmiðjuframleidda íbúðablokk. LJÓSMYND/NCC AB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.