Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 94
 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR38 F í t o n / S Í A ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is 1 Guantanamo á Kúbu 2 Kasmír 3 Gunnar Þór Gíslason VEISTU SVARIÐ HRÓSIÐ ...fær Ingvi Hrafn Jónsson en þáttur hans Hrafnaþing verður fluttur yfir á besta útsendingar- tíma og mun nú verða klukkan hálfátta á kvöldin, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag. FRÉTTIR AF FÓLKI Íslendingar halda áfram að gera það gott á Cannes- hátíðinni en eins og greint var frá fyrir skömmu var kvikmyndaframleiðand- anum Ingvari Þórðarsyni boðið að kynna verk sín sem ein af vonarstjörn- um í evrópskri kvikmyndagerð. Ingvar og félagi hans hjá Kvikmyndafélagi Íslands, Júlíus Kemp, kom einnig við sögu í kvikmyndinni Den Brysomme Mannen eða Uppáþrengjandi náunginn sem valin var til þátttöku á Critics Week á Cannes. Myndin er í leikstjórn hins norska Jens Lien en þeir Júlíus og Ingvar eru meðframleiðendur myndarinnar. Den brysomme mannen fjallar um fer- tugan mann sem kemur til undarlegrar borgar án þess að muna hvernig hann komst þangað. Myndin verður væntan- leg sýnd hér í haust. Hilmir Hrafn Hilmarsson er níu ára gamall Hafnfirðingur sem hefur afar gaman af því að búa til ljóð og heldur hann úti eigin heimasíðu þar sem verk hans eru birt. „Ég hef samið ljóð um tennur, tröll, pönnukökur og sett saman bullvísur,“ segir Hilmir Hrafn og bætir við að fáir jafnaldrar hans deili þessari ljóðagleði hans. „Þetta er mitt áhugamál enda er ég góður í þessu,“ segir Hilmir Hrafn kokhraustur. Hann er ófeiminn við að sýna öðrum skrif sín, ljóð eftir hann hefur birst í Fjarðarpóstinum og heimasíðuna sína kallar hann Skáldið yrkir en þar gefur á að líta ljóð um allt milli himins og jarðar. Hilmir Hrafn semur mest af stuttum ljóðum en hann vill reyndar helst hafa þau sem lengst, því hann er ánægðast- ur með þau. „Besta ljóðið sem ég hef ort er um tröll og er 22 línur,“ segir Hilmir Hrafn sem var orð- inn fluglæs fimm ára gamall og hefur mjög gott á vald á íslensk- unni en hann yrkir reyndar líka á ensku. Auk þess að eyða frítíma sínum í ljóðagerð er Hilmar Hrafn í skátunum en hann er nemandi í 4. bekk í Víðisstaðaskóla. Spurður að því hvort hann ætli að verða skáld þegar hann verður stór vill hann engu lofa enda segist hann ekki vilja segja eitthvað sem hann standi svo kannski ekki við það. Fréttablaðið birtir hér eitt ljóð eftir þetta upprennandi skáld en þeir sem vilja lesa meira geta kíkt á heimasíðuna hilmirhrafn.blog- spot.com. -snæ Yrkir um pönnukökur og tröll HILMIR HRAFN HILMARSSON LJÓÐSKÁLD Svínið Ég borða allt og mér er stundum kalt Ég velti mér í drullu en ég vinn aldrei á fullu því ég er svínið meðan fólkið drekkur vínið þau nota mig sem steik þau hafa þetta sem leik En villisvínin spjara sig með skögultennur þau stinga þig þau lifa inni í skógi í engi og lifa þar mjög lengi Hvað lifa þau lengi? Ekki veit ég það og örugglega ekki þau en við kveðjum þau nú! Við komum aftur fljótt Og vonandi mjög skjótt Bless bless litla svín Við söknum þín. Eiríkur Jónsson, sem án efa er einn þekktasti blaðamaður landsins, hefur látið af störfum á DV í kjölfar þess að blaðinu var breytt úr dagblaði í vikublað. Eiríkur lét af störfum að eigin ósk en hann hefur verið viðloðandi DV lengur en flestir aðrir sem þar hafa stungið niður penna auk þess sem hann hefur ætíð sett sterkan svip á blaðið með stíl sínum og löngu fréttanefi. Auk blaðamennskunnar hefur Eiríkur tekið eftirminnilegar rispur bæði í útvarpi og sjónvarpi og ólíklegt þykir að brotthvarf þessa reynslubolta frá DV verði til þess að hann hverfi alfarið úr fjölmiðlum enda stýrir hann enn þættinum Helgin sem sendur er út á sjónvarpsstöðinni NFS á laugardögum. Beint í ruslið Þjóðargjöfin fór beint í ruslið hjá mér. Það berst svo mikill ruslpóstur inn um lúguna hjá mér að ég hendi öllum svona blöðungum. Annars keypti ég nokkrar bækur um daginn og hefði nú getað notað gjöfina þá. Ég kaupi líka töluvert af bókum. Konan er alltaf að skammast í mér fyrir að koma með svona mikið af ritum heim. Á fullt af ólesnum bókum Ég ákvað að nýta mér ekki þessa ávísun þar sem ég á heilmargar ólesnar bækur í hillum mínum. Ég vona að ég verði bara búin með þær allar á næsta ári og geti nýtt mér þetta tilboð þá, því mér finnst þetta fínt átak. Góður aflvaki Ég nýtti Þjóðargjöfina til að kaupa fimm binda þjóðsagnasafn. Mig hafði lengi langað til að eignast þetta og þótt hafi svo sem ekki strandað á einum þúsundkalli þá var þessi ávísun vissulega aflvaki. Ég er byrjaður að lesa og er hæstánægður með þessi kaup. ÞRÍR SPURÐIR LANDSMENN FENGU SENDA ÞÚSUND KRÓNA ÁVÍSUN TIL BÓKAKAUPA Nýttirðu Þjóðargjöfina til bókakaupa? EGILL HELGASON sjónvarpsmaður HELGA VALA HELGADÓTTIR laganemi ÁRMANN JAKOBSSON íslenskufræðingur Gumball 3000, sem er kappakstur ríka og fræga fólksins sem nær yfir þrjár heimsálfur, hófst í átt- unda sinn á sunnudag. Byrjunarreitur var London og á meðal þeirra sem þar voru í startholunum voru fjórir Íslend- ingar: þeir Hannes Smárason, for- stjóri FL Group, sem ekur á Pors- che, Ragnar Agnarsson á BMW M5 og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og félagi hans Guðmundur Ingi Hjartarson sem keppa á Bentley. Meðal þeirra sem horfðu á eftir köppunum ræsa bílana sína var Íslandsvinurinn Jose Mourinho en hann þjálfar lið Chelsea sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með. Icelandair tekur þátt í kapp- hlaupinu á sinn hátt því fyrir utan þátttöku Hannesar Smárasonar mun fyrirtækið leigja aðstandend- um keppninnar eitt stykki Boeing- þotu fram yfir sjöunda maí, sem er næstsíðasti dagur keppninnar. „Við tökum þátt í styrktarmál- efnum hjá fjölda fyrirtækja úti um allan heim og þetta var eitt af þeim sem kom upp á yfirborðið og okkur leist vel á,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Aðstandendur þessar- ar keppni föluðust eftir flugvél til leigu og við erum að flytja í henni mannskap á milli staða,“ segir Guðjón og á þar við keppendur og starfsfólk Cannonball 3000. Á meðal þeirra sem munu því setj- ast inn í Flugleiðavélina meðan á keppninni stendur eru fræg nöfn á borð við Pamela Anderson, Viggo Mortensen, Adrien Brody, Paris Hilton og klámmyndaleikarinn þekkti Ron Jeremy, sem kom hing- að til Íslands fyrir ekki svo löngu síðan. Orðrómur hafði verið uppi um að Icelandair sæi einnig um að flytja glæsikerrur keppendanna á milli staða en hann virðist ekki eiga við rök að styðjast. Keppendurnir, sem eru 240 talsins, þar af tveir í hverjum bíl, gera ýmislegt sér til skemmtunar meðan á ferðinni stendur. Í fyrra- kvöld voru þeir viðstaddir tón- leika í Búdapest með ensku hljóm- sveitinni The Prodigy og á föstudag fara þeir á frumsýningu hasarmyndarinnar Mission: Imp- ossible 3 í Salt Lake City í Utah. Kvöldið eftir hlýða keppendurnir síðan á tónleika Snoop Dogg í Las Vegas og á lokadeginum mun sjálfur Hugh Hefner efna til veislu fyrir þreytta ferðalanga á hinu fræga Playboy-setri sínu í Los Angeles. Gumball 3000 er nútíma- útfærsla á kvikmyndinni vinsælu Canonball Run frá árinu 1981 þar sem Burt Reynolds var í aðalhlut- verki. Kappaksturinn er ekki við- urkennd keppni, þannig að kepp- endur geta auðveldlega komist í kast við lögin virði þeir ekki hraðatakmarkanir á leið sinni. Þegar hafa fjölmargir keppendur verið stöðvaðir á leiðinni. Kepp- endurnir ættu þó að eiga fyrir sektarmiðunum því þátttökugjald- ið er hvorki meira né minna en fimm og hálf milljón króna. Hægt er að fylgjast með fram- vindu mála í kappakstrinum á slóðinni live.gumball3000.com. freyr@frettabladid.is KAPPAKSTURINN GUMBALL 3000: ICELANDAIR TEKUR ÞÁTT Stjörnur í íslenskri þotu HEFNER Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Þátttakendur í keppninni Gumball 300 kíkja í partí á Playboy-setur Hughs Hefners næstkomandi sunnudagskvöld. Fjórir Íslendingar verða vænt- anlega þar á meðal.FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS H ilmar Björnsson og félagar hjá sjónvarpsstöðinni Sýn eru himin- lifandi með þau viðbrögð sem nördar þessa lands hafa sýnt nýjustu raunveru- leikaþáttaröðinni FC Nörd. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu yfir 150 manns skráð sig í liðið en sextán ein- staklingar verða valdir úr þeim hópi til að skipa knattspyrnuliðið. Leitinni er þó hvergi nærri lokið og geta áhugasamir skráð sig á heimasíðu sjónvarpsstöðvar- innar, syn.is. Verður forvitnilegt að sjá hvort frímerkjasafnarar og stærðfræðiséní Íslands slái við vinsældum Ástarfleysins og Piparsveinsins sem báðir fengu hálfgerðan skell. - fgg / þþ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 stórt spendýr 6 í röð 8 spíra 9 vandlega 11 skóli 12 teygju- dýr 14 helgimyndir 16 utan 17 runa 18 hafði sæti 20 klukkan 21 þriggja manna hljómsveit. LÓÐRÉTT 1 hvetja 3 hætta 4 dagatöl 5 draup 7 námskeið 10 rúm ábreiða 13 al 15 tigna 16 kærleikur 19 golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2 hval, 6 rs, 8 ála, 9 vel, 11 mk, 12 amaba, 14 íkona, 16 án, 17 röð, 18 sat, 20 kl, 21 tríó. LÓÐRÉTT: 1 örva, 3 vá, 4 almanök, 5 lak, 7 semínar, 10 lak, 13 bor, 15 aðla, 16 ást, 19 tí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.