Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 44
4 Það er óhætt að segja að kvik- myndaiðnaðurinn hafi vaxið jafnt og þétt hérlendis undanfarin ár. Það sýnir sig m.a. í því að árlegur fjöldi framleiddra kvikmynda verð- ur að teljast hár miðað við höfða- tölu. Þá hefur gott gengi íslenskra kvikmyndagerðarmanna úti í heimi opnað augu erlendra starfsbræðra þeirra fyrir þeim möguleikum sem hér eru fyrir hendi. Líkt og í öðrum iðngreinum þar sem framleiðsla eykst kallar þetta á fleiri fagaðila. Kvikmyndaskóli Íslands hefur um árabil sinnt því brýna hlutverki að búa Íslendinga undir þessa þróun og hefur í þau fjórtán ár sem skólinn rekur sögu sína útskrifað eitthvað á 3.000 nemendur. Böðvar Bjarki Pétursson, eigandi Kvikmyndaskóla Íslands, segir ásóknina í skólann aldrei hafa verið meiri því nú sé barist um þau sæti sem þar standa til boða. Samkvæmt Böðvari Bjarka er margt á döfinni hjá skólanum. Undanfarin þrjú ár hefur hann boðið upp á starfsmenntabraut, sem felst í fjög- urra anna námi sem lýkur með prófi. Vegna mikillar ásóknar stendur nú til að víkka út starfsemi skólans með stofnun þriggja nýrra námsbrauta næsta haust, er snúa að handrits- gerð, hönnun og leiklist og almanna- tengslum. Handritabraut segir sig nokkuð sjálf, en það er rétt að Böðv- ar Bjarki útskýri aðeins betur hvað átt er við með hinum tveimur. Hönnunarbrautina segir Böðvar Bjarki vera einstaka í sinni röð þar sem þar er blandað saman þremur meginþáttum, þ.e. kvikmyndatöku, leikmynda- og búningahönnun, og tölvu- og grafískri vinnslu. Þannig er í raun verið að svara þörfum iðnaðarins á hvorn veginn sem er. Komið er til móts við þá sem hafa áhuga að nýta tölvukunnáttu sína innan kvikmyndagerðar og eins er verið að skapa vinnuafl hérlendis fyrir umsvifamikil fyrirtæki á borð við Latabæ og CCP. „Það sama gildir í raun um leiklistar- og almennatengslabraut Kvikmyndaskólans“, segir Böðvar Bjarki. „Þarfir viðskiptavina okkar ráða för, þ.e. nemenda sem og markaðarins sjálfs enda er skólinn einkarekinn þjónustustofnun. Með brautinni viljum við skapa mark- vissari leiklistarkennslu en áður hefur þekkst á framhaldsskólastigi, þannig að ekki er verið að tefla henni fram gegn leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Þar sem námið tekur tvö ár viljum við hafa braut- ina breiða og hugsum hana því líka sem góðan undirbúning fyrir þá sem hafa áhuga á fréttamennsku. Þeir sem útskrifast af þessari braut verða því ekki titlaðir leikarar, held- ur kvikmyndagerðarmenn.“ Ekki þarf að þreyta inntökupróf til að fá inngöngu í skólann, en skil- yrði er að nemendur hafi lokið 30 einingum á framhaldsskólastigi áður auk þess sem til stendur að setja á aldurstakmark. Samkvæmt Böðvari Bjarka ljúka nemendur sem samvarar 70 einingum í haldbæru námi á framhaldsskólastigi þegar þeir útskrifast, þar sem grunnþekk- ing á myndmiðlum ein og sér nýtist víða. Útskrifaðir nemendur fá inn- göngu í Félag kvikmyndagerðar- manna, FK. „Við ætlum okkur stóra hluti í þeim störfum sem eru að verða til í kring- um iðnaðinn og fylgjum nemendum okkar vel eftir út á atvinnumark- aðinn. Við erum þegar í formlegu samstarfi við helstu ljósvakamiðla og kvikmyndagerðarfyrirtæki hér- lendis um starfsmenntun nemenda okkar sem hefur gengið vel.“ Böðv- ar Bjarki hvetur alla þá sem eru áhugasamir um kvikmyndagerð og þá atvinnumögleika sem eru að opnast í bransanum að kynna sér skólann betur. Atvinnumöguleikum í kvikmyndagerð fjölgar Kvikmyndaskóli Íslands býður nemendum upp á þrjár nýjar brautir í haust. Böðvar Bjarki Pétursson, kvikmyndagerðarmaður og eigandi Kvikmyndaskóla Íslands, segir atvinnumöguleikum fjölga í kvikmyndaiðnaðinum. FRETTABLADID/ANTON Kvikmyndaskóli Íslands hefur boðið upp á tveggja ára starfsmenntabraut. Í haust stendur til að stofna þrjár nýjar brautir við skólann, þar sem kennd verða handritsgerð, hönnun og leiklist og almenntengsl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ein af þeim iðngreinum sem kennd- ar eru við Iðnskólann í Reykjavík er rafvirkjun en hún hefur tekið örum breytingum undanfarin ár og áherslur í kennslu og námsefni hafa breyst. Skúli Skúlason, nemi í rafvirkjun við skólann, lýkur sveinsprófi í júní til að útskrifast, en blaðamaður ræddi við Skúla til að fræðast betur um þessa atvinnu- grein og átta sig á því með hvaða hætti hún er að þróast. Samkvæmt Skúla er hægt að velja tvenns konar námsleiðir í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. „Í öðru tilviki ertu meira í vinnu en í skóla, eða í þrjú ár af fjórum þar sem þér eru eingöngu kenndir verklegu þætt- irnir,“ segir Skúli. „Þannig sleppurðu við verklegu hliðina í skólanum. Í hinu tilvikinu er þessu nánast öfugt farið. Námið er í báðum tilvikum góður undirbúningur fyrir atvinnu- markaðinn, en það hefur hins vegar breyst gífurlega undanfarin ár.“ „Nú er okkur kennt að leggja röra- lagnir og kapla, gerð rafmagns- taflna, hvernig skal tengja þær og setja upp öryggi. Svo erum við farn- ir að læra mikið á iðntölvustýringar svokallaðar, en með því á ég við að okkur sé nú kennt hvernig tæki á borð við verksmiðjufæribönd virka o.s.frv. Í stuttu máli sagt er meiri áhersla lögð á tæknilega þáttinn í náminu en áður tíðkaðist, sem sést af því að tölvukennsla og forritun gegna orðið stóru hlutverki. Það dugar skammt að geta aðeins lagt rör og brotið veggi, ef svo má að orði komast“, segir Skúli og hlær. Gerðar eru miklar kröfur til nema sem eru að útskrifast í rafvirkjun í Iðnskólanum og því til staðfest- ingar má nefna að Skúli fékk það lokaverkefni að hanna heilt rafkerfi í einbýlishús. Hann þurfti að leggja rafmagn og samskiptalagnir og setja upp loftnet, síma og svoköll- uð instabus-kerfi, sem er á einföldu máli miðstýrt kerfi sem nota má til að stjórna ljósum, hita og jafnvel rafknúnum gluggatjöldum séu þau fyrri hendi í húsnæðinu. Þótt slík kerfi séu ekki á allra færi vegna kostnaðar njóta þau töluverðra vin- sælda hérlendis um þessar mundir og fer eftirspurn eftir þeim vax- andi. „Þess vegna þurfum við orðið að læra á uppsetningu þeirra,“ segir Skúli. Þetta sýnir einfaldlega hve brýn nauðsýn er á breyttum áhersl- um í námi eins og rafvirkjun þar sem stöðugt þarf að mæta breyttum þörfum markaðsins. Dugar skammt að geta lagt rör og brotið veggi Rafvirkjun er ein þeirra iðngreina sem hafa þróast hratt. Skúli Skúlason er að útskrifast í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Á myndinni sést hann tengja ljós við svokölluð instabus-kerfi sem njóta mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.