Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 50
10 Snyrtifræði er ein þeirra greina sem fellur undir svokallaðan þjónustuiðnað, þar sem viðskipta- vinum er boðið upp á sérhæfða þjónustu sniðna að þörfum einstaklingsins. Undanfarið hefur borið nokkuð á auglýsingaherferð á vegum Félags íslenskra snyrtifræð- inga, undir slagorðinu Faglegar og löglegar, þar sem neytendum er bent á hvaða aðilar tilheyri félaginu. Anna María Jónsdóttir, snyrtifræðingur og stjórnarmeðlimur í Félagi íslenskra snyrtifræðinga, segir að markmið auglýsinganna sé í raun tvíþætt. Bæði sé vakin athygli á starfandi fagaðilum hérlendis og eins því fjöl- breytilega starfi sem snyrtifræðingar inna af hendi. Aðspurð segir Anna María að því miður séu dæmi þess að ólöggiltir aðilar titli sig sem snyrtifræðinga. Í þeim tilvikum sé helst um að ræða fólk sem lokið hafi námskeiðum sem uppfylla ekki tilskild skilyrði, til að mynda námskeið sem eru of stutt miðað við venjubundinn námstíma. Þó verði að fara varlega í að fella dóma yfir þessu fólki, þar sem námskeiðahaldarar hafi jafnvel talið því trú um að það útskrifist sem snyrtifræðingar þótt raunin sé önnur. „Snyrtifræði er löggilt atvinnu- grein og hana mega eingöngu þeir stunda sem lokið hafa sveins- prófi annað hvort hérlendis eða í sambærilegum skólum erlend- is,“ segir Anna María. „Fyrir þá sem hafa hug á að stunda nám í snyrtifræði á Íslandi stendur valið á milli Fjölbrautarskólans í Breið- holti og Snyrtiskólans í Kópavogi. Munurinn á milli skóla er m.a. sá að Snyrtiskólinn er einkaskóli þar sem námstími er skemmri en í Fjölbrautarskólanum. Skýringin á þessu er m.a. sú að dæmigerður kennsludagur í Snyrtiskólanum er lengri en í Fjölbrautarskólanum. Þá er nám Snyrtiskólans dýrara enda skólinn einkarekinn eins og áður sagði og því ekki ríkisstyrktur.“ Anna María segir að báðar leiðir séu góðar og gildar enda skili þær aðil- um sömu réttindum. „Það er líka rétt að taka fram, að í báðum tilvikum er gert ráð fyrir því að einstaklingar séu vel að sér í ýmsum námsgreinum sem lúta að heilbrigðiskerfinu áður en formlegt nám hefst og má þar nefna líffræði, efnafræði og sjúkdómafræði. Þetta er gert svo að snyrtifræðingar séu vel undir það búnir að takast á við það fjölbreytilega starf sem bíður þeirra að námi loknu,“ segir Anna María. „Starf snyrtifræðinga er nefnilega ekki eingöngu bundið við förðun eins og margir vilja halda heldur kemur meira til, húðmeðferðir af ýmsum toga o.s.frv. Þá kemur kunnátta í rafmagnsfræði einnig að góðum notum þar sem notkun alls kyns raf- tækja þykir orðið eðlilegur hluti af starfinu. Slíkur undirbúningur verður gjarnan útundan á námskeiðunum sem ekki uppfylla okkar skilyrði og Faglegar og löglegar Félag íslenskra snyrtifræðinga vekur athygli á fagmennsku og fjölbreytni starfsins. „Starf snyrtifræðinga er ekki eingöngu bundið við förðun eins og margir vilja halda heldur kemur meira til,“ segir Anna María stjórnar- meðlimur í Félagi íslenskra snyrtifræðinga og eigandi Lauga Spa. FRETTABLADID/GVA Útstillingar er ein námsgreina sem Iðnskólinn í Hafnarfirði býður upp á. Margir eiga kannski erfitt með að gera sér í hugarlund hvers konar nám sé um að ræða og ímynda sér að það krefjist varla meira en minniháttar getu til að stilla búð- argínum út í glugga. Heiða Agnars- dóttir útskriftarnemi af útstillinga- deild gerir lítið úr svoleiðis mýtum og segir fleira fólgið í náminu. „Við lærum allt frá því að binda almennilegan hnút með gyrni til þess að pinna rétt á plötur. Svo lærum við teikningu, litafræði og formfræði svo dæmi séu nefnd. Auk þess kjósa sumir að blanda öðru listnámi saman við námið, en sjálf hef ég einblínt á útstillingarnar,“ segir Heiða. „Í sjálfu sér er kannski ekki um flókið nám að ræða, en það krefst engu að síður ákveðinna náms- hæfileika og svo verður fólk að hafa þetta í sér. Það sýnir sig ein- faldlega í muninum sem greina má á gluggaútstillingum á Laugaveg- inum, svo nærtækt dæmi sé tekið. Sumar útstillingarnar eru listilega vel útfærðar á meðan aðrar eru hálfgert klúður.“ Heiða bendir jafn- framt á að gluggaútstilingar séu aðeins einn angi af þessu námi og tekur innanbúðarútstillingar sem dæmi um aðra hlið þess. „Það vill nefnilega oft gleymast að það er sægur af fólki sem hefur atvinnu af því að stilla vörum innanhúss í verslunum. Hlutirnir raða sér ekki af sjálfu sér í IKEA eða Hagkaup heldur kemur þar fagmenntað fólk við sögu.“ „Í sumum tilvikum er um að ræða fagfólk sem er kallað erlendis frá og á það oft við í tilvikum þegar um erlendar verslunarkeðjur er að ræða, þar sem útstillingarnar eiga að líkjast sem mest erlendu fyrir- myndinni. En slíkir aðilar hafa oft lokið námi í svokölluðu „fashion merchandising,“ sem líta má á sem framhaldsnám af þessu tveggja ára námi sem ég er að ljúka, þar sem meira er farið í markaðsfræði og sölutækni.“ Spennandi verður að sjá hvort kennsla í slíku námi verði tekin upp hérlendis, en það gæti aftur þýtt fleiri atvinnutækifæri fyrir íslenska útstillingarmenn. Smekkvísi skiptir máli Nám í útstillingum er fjölbreyttara en margan gæti grunað. Heiða hefur haft í nógu að snúast. Hér sést hún fyrir framan útstillingu sem hún gerði fyrir nýopnaða Spú- útnik verslun á Laugavegi 28. FRETTABLAÐIÐ/ANTON ■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ...prófaðu allar! :: N ÝP RE N T eh f: : Document8 18/3/05 13:45 Pa e 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.