Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN „Samanburður íslenskra og erlendra banka“ heitir misserisverkefni fimm viðskiptanema við Viðskiptaháskólann á Bifröst sem skilað var í byrjun þessa mánaðar. Fyrir verkefnið sem er í skýrslu- formi fengu nemarnir níu í einkunn, þá hæstu sem gefin er. „Við höfum haldið hópinn og nú fengið níuna tvisvar í röð,“ segir Heiðar Lár Halldórsson stoltur, en ásamt honum unnu verkefnið Bjarni Þór Einarsson, Haukur Skúlason, Kristján Örn Jónsson og Orri Sigurðsson. „Efnið völdum við af því að umræðuefnið var heitt og okkur lék for- vitni á að vita hvað stæði á bak við gagn- rýni sem komið hefur fram hjá erlendum greiningardeildum á íslensku bankanna,“ bætir Kristján Örn við. „En fyrir leikmann getur verið erfitt að átta sig á því.“ FJÁRFESTINGARNAR ERU ARÐBÆRAR Aðalviðfangsefni skýrslunnar er að meta rekstur og markaðsaðstæður stóru bank- anna hér og þeir þættir skoðaðir með hliðsjón af rekstri þriggja erlendra banka, Goldman Sach‘s, Deutsche Bank og Jyske Bank. Niðurstaðan er sú að nokkru muni á íslensku bönkunum í skipulagi og þá sérstaklega á Kaupþingi banka og Glitni, meðan Landsbankinn sé líkari Kaupþingi banka. Þá kom einnig í ljós að Kaupþing banki og Deutsche Bank eru líkir að upp- byggingu. „Báðir bankar byggja afkomu sína að verulegu leyti á gengishagnaði auk þess sem tekjumyndun og dreifing þeirra er mjög áþekk en báðir sækja þeir um 30 prósent tekna sinna á heimamarkað. Fjármögnun þeirra er þó nokkuð ólík þar sem Kaupþing banki fjármagnar sig mikið til með útgáfu skuldabréfa en Deutsche Bank fjármagnar sig mest með innlánum sem gerir endurfjármögnun hans traust- ari,“ segir í skýrslunni. Þeir félagar furða sig á hvernig bank- arnir voru settir undir einn hatt í erlendri gagnrýni, en við skoðun segja þeir að komið hafi í ljós að slík nálgun standist engan veginn. Þeir segja kerfisáhættu bankakerfisins almennt ofmetna þó finna megi í henni sannleikskorn, sér í lagi í áhyggjum af horfum á hlutabréfamarkaði hér. Þá er komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþing banki og Glitnir standist fylli- lega alþjóðlegan samanburð í rekstri, en Landsbanki Íslands þurfi að sýna fram á traustari og dreifðari tekjumyndun til að standa þeim jafnfætis. Þeir segja gríðar- legan vöxt erlendra skulda bankanna til kominn vegna bæði beinna og óbeinna fjárfestinga erlendis, en telja skuldirnar þó ekki gagnrýniverðar þar sem fjárfest- ingarnar virðist hafa skilað framúrskar- andi arðsemi, sem sjáist vel í uppgjörum bankanna. Strákarnir segja hins vegar ljóst að bankarnir búi við töluverða gjaldeyrisá- hættu þar sem íslenska krónan sé bæði lítill og sveiflukenndur gjaldmiðill. „Eigið fé bankanna er í krónum, en mikið af eignum og skuldum í erlendri mynt. Þetta þýðir að veikari króna lækkar eiginfjár- hlutfallið,“ segir Heiðar, en Haukur bætir við að á móti komi að jákvæður gjaldeyris- munur geri að verkum að hagnaður bank- anna aukist og þar með eigið fé þeirra og þannig nái þessir hlutir að jafna sig dálítið út. „Bankarnir eru mjög vel staðsettir hvað varðar þennan jákvæða gjaldeyr- ismun, þeir eiga allir þrír fleiri eignir á móti skuldum erlendis.“ Þá segja þeir algengt að bankar verji sig gegn gjald- miðlaáhættu og segja krónuna bjóða upp á ákveðna spákaupmennsku. „Svo getur líka verið að slíkt sé bara hluti af þeirra vörn, eða eignastýringu að vera viðbúnir svona skellum.“ HÆGIR Á VEXTINUM Gagnrýni erlendra greiningardeilda rekja strákarnir til skýrslu Fitch 21. febrúar þar sem horfum á lánshæfismati ríkissjóðs var breytt úr jákvæðum í neikvæðar. Í verkefninu notuðust þeir því við líkan Merrill Lynch við að meta kerfisáhættu og komust meðal annars að því að auknar skuldir heimilanna mætti að mestu rekja til breyttra aðstæðna á fasteignamarkaði og benda á að eignir hafi líka aukist á móti skuldum. Þá telja þeir áhyggjur af fast- eignaverði ekki eiga við rök að styðjast þar sem þær hafi verið leiðrétting á of lágu fasteignaverði sem ólíklegt sé að gangi til baka. Þeir telja hins vegar áhyggjur af lækkandi hlutabréfaverði réttmætar því ætla megi að vöxtur sé bundinn í gengi hlutabréfa sem útlit er fyrir að ekki muni hækka jafnhratt og áður, meðal annars vegna versnandi lánakjara bankanna. En þegar skýrslunni sleppir taka strákarnir jafnvel enn dýpra í árinni í hneykslan sinni á skrifum erlendu grein- ingardeildanna. „Ef þær kjósa að fara í samanburð á borð við að bera saman landsframleiðslu og skuldir bankanna má benda á að hagnaður bankanna árið 2005 nam 10 prósentum af landsframleiðslu og leitun að öðru eins,“ segir Heiðar og strák- arnir hlæja við. „Þetta er náttúrlega bara heimskulegur samanburður og við teljum allt að því kjánalegt að halda því fram að bankarnir megi ekki verða svo stórir að ríkið geti ekki hlaupið undir bagga með þeim,“ bætir hann við og strákarnir taka undir og telja ljóst að banki yrði ekki lengi að flytja sig úr landi ef hann teldi smæð ríkisins hamla vexti hans. „Svo má nátt- úrlega líta til Lúxemborgar og Sviss og bera þar saman landsframleiðslu og stærð banka. Þetta er náttúrlega bara gert til að ná fram skellifyrirsögum,“ segja þeir og bæta við að matsfyrirtækið Moody‘s hafi komist að svipaðri niðurstöðu og þeir hafi gert í skýrslu sinni nú. „Skýrslan okkar kom út þriðja apríl og Moody‘s birti daginn eftir lánshæfismat sitt fyrir bæði ríki og banka. En niðurstaðan er að ekkert sé í raun athugavert við stöðu bankanna sem skili mjög góðri afkomu, en umræðan undanfarnar vikur og mánuði hafi gert að verkum að ekki sjái fyrir endann á því hvort um tjón sé að ræða, hvort skrifin séu spádómur, sem rætist af því einu að hafa verið settur fram,“ segir Heiðar og telur verulega hafa skort á allan rökstuðning í neikvæðu skrifunum. „Það er dylgjað og allir settir undir sama hattinn. Þetta eru ófagleg vinnubrögð, segja strákarnir og telja að sérfræðingar greiningardeildar Danske Bank hefðu trúlega fengið fallein- kunn á Bifröst fyrir svarta skýrslu sína. Strákarnir töldu hins vegar allir að bank- arnir hér hefðu tekið allt of seint við sér í að bregðast við neikvæðum skrifum sem hafist hafi með hroðvirknislegri skýrslu Royal Bank of Scotland í október í fyrra. „Samt urðu þeir varir við að kjör þeirra versnuðu, en gerðu ekkert fyrr en bylgjan fór öll af stað eftir áramót.“ BANKARNIR HAFA ÓLÍKA TEKJUMYNDUN „Tekjur banka eru aðallega þrískiptar, vaxtamunur, þóknanir og gengishagnaður,“ áréttar Heiðar og segir tekjur Kaupþings banka vel dreifðar, með starfstöðvar á öllum Norðurlöndunum, auk Bretlands og Lúxemborgar, en um 30 prósent af tekj- um komi héðan frá Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að meirihluti tekna bankans komi frá Bretlandi og stafar það mest- megnis af gengishagnaði þar, en geng- ishagnaður sé um 42 prósent af tekjum Kaupþings banka. „Hjá Deutsche Bank er það hlutfall 38 prósent, en það skýrir léleg grunnafkoma bankans,“ segir Heiðar og félagar hans taka undir að kostnaðarhlut- fall erlendu bankanna sé töluvert meira en þeirra íslensku. „Þegar gengishagnaður er tekinn frá kemur í ljós að grunnafkoma Deutsche Bank er í raun óviðunandi,“ segir Haukur. Meirihluti tekna Landsbankans er svo héðan, eða rúmlega 82 prósent og segja strákarnir gengishagnað vega þar þyngst eða um 34 prósent af heildartekjum bank- ans. Jafnframt benda þeir á að um 20 milljarðar af 21 milljarðs króna gengis- hagnaði bankans á síðasta ári hafi komið frá Íslandi. Glitni banka segja strákarnir svo frá- brugðinn hinum að því leyti að gengis- hagnaður hans sé minni, en stór hluti tekna bankans komi héðan eða 45 prósent. Þeir segja árangur bankans af stöðutöku í hlutabréfum á síðasta ársfjórðungi síð- asta árs vera slakan, en helstu tekjur bankans séu vaxtatekjur hér og í Noregi, um 46 prósent af heildartekjum hans. „Allir bankarnir hafa tekjur erlendis frá en Kaupþing banki einna mest, eða um 70 prósent. Landsbankinn hefur um 18 prósent tekna sinna erlendis frá og Glitnir um 55 prósent,“ segja þeir félagar og bæta við að Jyske Bank hefur um 90 prósent tekna sinna í heima fyrir í Danmörku og þar með sé markaðsáhætta hans mest. „Tekjudreifing Jyske Bank er hins vegar frekar líkari tekjudreifingu Glitnis þar sem meginuppistaða tekna hans er komin af vaxtatekjum eða um 49 prósent.“ Strákarnir benda á að bæði Kaupþing banki og Glitnir séu með minna tap af útlánum en Deutsche Bank, sem sýni að áhættustýring bankanna sé góð. Hins vegar segja þeir að þar sem yfir 80 prósent af tekjum Landsbankans komi frá Íslandi mætti kalla tekjudreifingu bankans frem- ur einhæfa og að markaðsáhætta útlána sé veruleg. „Stærstur hluti lána Glitnis fer til Íslands og Noregs, ef talin eru með útlán til Danmerkur þá eru þar nær 90 prósent af heildarútlánum bankans. Ætla mætti að þessi svæði séu mjög tengd efnahagslega og áhætta í útlánadreifingu því töluverð,“ segja þeir ennfremur. 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T A S K Ý R I N G C A D - H L U T F A L L * B A N K A B O R I Ð S A M A N Banki Hlutfall Deutsche Bank 13,5% Kaupþing banki 12,2% Landsbankinn 13,1% Glitnir 12,6% Jyske Bank 11,4% *CAD hlutfallið segir til um eiginfjárstöðu banka og þarf að vera yfir átta prósentum. Mörkin eru sett til þess að bankarnir geti stjórnað lausafjárstöðu sinni og staðið við ótímabærar skuldbindingar. Heimild: Íslenskir bankar, misserisverkefni við Viðskiptaháskólann á Bifröst, vor 2006. Í BANKANUM Íbúðalán, segja höfundar verkefnis um samanburð á bönkum, vera lágt hlutfall af heildareign- um þeirra. Það sé þó líklegt til að hækka því margt bendi til að Íbúðalánasjóður hverfi í náinni framtíð að fullu af þeim markaði. VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Oft á tíðum eru misserisverkefni í viðskipta- og lögfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst unnin í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir í lok hvers misseris í fjögurra til sex manna hópum. MARKAÐURINN/VILHELM Útlendingarnir fengju falleinkunn Landsbankinn þarf að sýna fram á traustari og dreifðari tekjumyndun til að standa jafnfætis hinum stóru bönkunum. Hópur við- skiptadeildarnema á Bifröst bar saman íslenska og erlenda banka í misserisverkefni. Óli Kristján Ármannsson hitti hópinn sem furðar sig á vinnubrögðum erlendra greiningardeilda. FENGU NÍU FYRIR VERKEFNI Á BIFRÖST Kristján Örn Jónsson, Heiðar Lár Halldórsson, Orri Sigurðsson, Bjarni Þór Einarsson og Haukur Skúlason fengu hæstu einkunn fyrir misserisverkefni við viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Þeir báru íslensku bankana saman við erlenda banka. MARKAÐURINN/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.