Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 47
7
Iðnskólinn í Hafnarfirði:
BYGGINGA- OG MANNVIRKJA-
NÁM. Námið hefst með einnar
annar sameiginlegu grunnnámi
en að því loknu velja nemendur
fagnám í húsasmíði, húsgagna-
smíði, málaraiðn, múraraiðn, pípu-
lögnum eða veggfóðrun/dúkalögn.
Fagnámið skiptist í tvennt, annars
vegar bóklegt og verklegt nám í
skóla og hins vegar vinnustaða-
nám. Skólinn býður fagnám í húsa-
smíði, húsgagnasmíði og pípulögn-
um. Heildarnámstími er að jafnaði
4 ár og þar af er samningsbundið
vinnustaðanám 72-96 vikur eftir
iðngreinum. Náminu lýkur með
sveinsprófi sem veitir rétt til starfa
í iðninni og til inngöngu í nám til
iðnmeistaraprófs.
RAFIÐN. Rafiðngreinum er skipt
í tvo flokka, veikstraum sem raf-
eindavirkjun fellur undir og sterk-
straum sem rafveituvirkjun, raf-
vélavirkjun og rafvirkjun falla
undir. Við skólann er hægt að klára
samningsbundið nám í rafvirkjun
og fyrrihluta náms í rafeindavirkj-
un, en fyrsta árið er sameiginlegt og
kallast grunndeild rafiðna. Almennt
markmið með námi í rafiðngreinum
er að nemar hafi við námslok öðlast
nauðsynlega fræðilega og faglega
þekkingu og þjálfun til að gegna
störfum faglærðra við framleiðslu
á raforku, raflagnir, uppsetningu/
tengingu, bilanagreiningu og þjón-
ustu við rafknúnar og rafeinda-
stýrðar vélar, tæki, mannvirki og
hvers konar búnað. Heildarnáms-
tími er að jafnaði 4 ár og þar af er
samningsbundið vinnustaðanám
24-72 vikur eftir iðngreinum. Nám-
inu lýkur með sveinsprófi sem veitir
rétt til starfa í iðninni og til inn-
göngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Tekið af vefsíðu Iðnskólans í
Hafnarfirði.
Spennandi
iðnnám
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■
Félag íslenskra gullsmiða undir-
býr nú af fullum krafti samkeppni
á meðal félagsmanna sinna, sem
haldin verður í haust. „Keppni af
þessu tagi hefur verið haldin einu
sinni áður, eða 1999, fyrir hart-
nær sjö árum,“ segir Halla Boga-
dóttir formaður félagsins. „Hún er
því haldin annað veifið gagnstætt
reglulegum yfirlitssýningum á verk-
um gullsmiða. Dómnefnd verður
skipuð, sem kemur til með að setja
keppendum leikreglur. Verkin verða
metin út frá þeim auk þess sem val
á sigurvegara ræðst af hönnun,
hugmyndaauðgi, stíl og möguleika
á framleiðslu verksins.“
„Síðast þegar keppnin fór fram var
þemað víntappar og brugðum við
þá á það ráð að stilla verkunum
til sýnis í landganginum í flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Viðbrögðin létu
ekki á sér standa. Það hreinlega
rigndi yfir okkur fyrirspurnum í
kjölfarið, ekki hvað síst frá erlend-
um aðilum sem vildu afla sér frekari
fróðleiks um gullsmíði hérlendis.“
Í ár er þema keppninnar skírnar-
gjafir og er farið fram á við kepp-
endur að þeir reyni að finna nýja
fleti á þeim. „Hingað til hefur hönn-
un skírnargjafa einskorðast nokkuð
við gerð krossa svo dæmi séu nefnd.
Því væri gaman að sjá hvað fólki
dettur í hug þegar því er gefið fullt
frelsi til listrænnar tjáningar. Ef vel
til tekst er fyrrnefndur möguleiki á
framleiðslu og eins eru í boði veg-
leg verðlaun. Í valinu felst auðvit-
að líka ákveðinn gæðastimpill fyrir
sigurvegarann,“ segir Halla.
Það er rétt að taka fram að eingöngu
félagsmenn eru þátttökuhæfir.
Gullsmíði grunnur að góðri útflutningsvöru
Undirbúningur að samkeppni í gullsmíði stendur yfir. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta verkið.
Halla Bogadóttir, formaður Félags íslenskra
gullsmiða. FRETTABLADID/E.ÓL
Láki-1. Sigur-
verk í flokknum
kvenlegasti vín-
flöskutappinn
frá árið 1999.
Hönnuður er
Anna María
Sveinbjörns-
dóttir gull-
smiður.
MYND/MAGNÚS HJÖR-
LEIFSSON
Hugrekki.
Sigurverkið í
flokknum karl-
mannlegasti vín-
flöskutappinn
frá árinu 1999.
Hönnuður er
Páll Sveinsson
gullsmiður.
MYND/MAGNÚS HJÖR-
LEIFSSON
... verk- og tæknifræðingum til starfa. Í boði eru spennandi störf í alþjóðlegu
umhverfi. Mikil erlend samskipti. Færni í ensku og spænsku skilyrði en kunnátta
í kínversku og hindí æskileg. Mjög góð laun. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík
bjóða nám sem veitir ungu fólki aðgang að þessum störfum.
Íslenskt atvinnulíf árið 2010
óskar eftir...