Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 86
 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Pitstop – góð vara, frábært verð og framúrskarandi þjónusta. Dugguvogi 10 (v/Sæbraut) • 104 R.vík • S: 568 2020 og Hjallahrauni 4 • 220 H.fj • Sími 565 2121 NÝTT Hjallahra un H.fj. Við gerum þér TILBOÐ SÚPER Gæðakaffi , nettengd tölva, tímarit og blöð – fyrir þig meðan þú bíður. – þjónusta í fyrirrúmi. Um 21 þúsund manns hafa sagt sína skoðun á því hvaða tíu lönd komast upp úr undanúrslitum Euro- vision á síðunni oikotimes.com. Ísland er meðal tíu efstu. Gengið er úr skugga um að hver kjósi aðeins einu sinni með því að skoða IP tölu tölvunnar. Löndin sem valin voru líklegust áfram eru: Armen- ía, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Finnland, Ísland, Makedónía, Pólland, Rússland, Svíþjóð og Tyrkland. Gangi þessi spá eftir sitja eftir með sárt ennið: Albanía, Andorra, Búlgaría, Eistland, Holland, Hvíta- Rússland, Írland, Kýpur, Litháen, Mónakó, Portúgal, Slóvenía og Úkraína. Hollensku stúlkurnar í Treble, þær Caroline Hoff- man, sem er þrítug og systurnar Niña sem er tvítug og Djem van Dijk, átján ára, mega því eiga von á að ferðalag þeirra um Evrópu skili sér ekki í auknum vinsældum. Þær voru á Íslandi í síðustu viku, án þess að eftir væri tekið af flestum, en Silvía Night hitti stúlk- urnar þar sem þær sátu á kaffihúsinu Oliver. Sagt er að stúlkunum hafi ekkert litist á blikuna og ekki vitað hvort Silvía væri grín eða alvöru. Við hollenska blaðið De Telegraaf, sögðu stúlkurnar: „Eftir að hafa heimsótt 28 þátt- tökulönd er auðvelt að sjá hvar keppnin skiptir fólk máli. Í Bretlandi og Írlandi finnst fæstum eitthvað til keppninnar koma. Hins vegar er keppnin verulega vinsæl í Tyrklandi, á Íslandi og Möltu.“ Þær minntust sem sagt ekki einu orði á stórstjörnuna Silvíu, sem hætt er að tala íslensku, enda alþjóðleg stjarna þessa stundina. Á síðunni er sem áður sagði aðeins hægt að kjósa einu sinni og ekki sitt eigið land. Pottinum lokar 16. maí og úrslitin kynnt þann 17. EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA Silvía Nótt í hópi tíu efstu í undankeppninni Fréttablaðið fagnaði fimm ára afmæli á föstudaginn og bauð af því tilefni velunnurum og starfs- mönnum til mikillar veislu í Lista- safni Reykjavíkur. Síðdegis var auglýsendum og markaðsfólki boðið upp á léttar veitingar en um kvöldið mættu starfsmenn blaðs- ins til að gera sér glaðan dag og er óhætt að segja að þeir máluðu bæinn rauðan. Umgjörð veislunn- ar í Hafnarhúsinu var skemmtileg og settu lifandi gínur frá Götuleik- húsinu svip sinn á veisluna og einnig stafli með 1600 blöðum, um það bil fjöldi tölublaða frá upphafi fram á þennan dag. Afmælisveisla Frétta- blaðsins í Hafnarhúsinu MARKAÐSMENN Hafliði Helgason, ritstjóri Markaðarins, Þórlindur Kjartansson, Skarphéð- inn Berg Steinarsson og Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins voru glaðir í bragði. Í AFMÆLISSKAPI Bræðurnir Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, og Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, og Steinunn Stefánsdóttir ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu voru ánægð með daginn. LIFANDI GÍNUR Götuleikhúsið útvegaði lif- andi gínur sem lásu í Fréttablaðinu meðan á veisluhöldum stóð. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN MANNLÍFSMENN MÆTTIR Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason af Mannlífi mættu ásamt ljósmyndaranum Sigur- jóni Ragnari til að samgleðjast Fréttablaðinu á þessum merku tímamótum. Hollensku keppend- urnir á Oliver fengu ekki að vera óáreittir, því Silvía og Rómarió mættu og heilsuðu upp á þá. ÁRÉTTING Af gefnu tilefni skal áréttað að fyrirsögn í frétt um tónleika Katherine Jenkins og Garðars Thórs Cortes vísaði eingönu til væntanlegs samstarfs þeirra á Bret- landseyjum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 30 1 2 3 4 5 6 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Júlía Mogensen sellóleikari heldur tónleika í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í útskriftartónleikaröð tónlistardeild- ar LHÍ.  20.00 Samkór Kópavogs heldur árlega vortónleika sína í Digraneskirkju. Stjórnandi er Björn Thorarensen.  21.00 Kvartett Kjartans Valdemarssonar spilar á vegum Jazzklúbbsins Múlans í Þjóðleikhúskjallaranum. Lög úr amerísku söngbókinni ásamt frum- sömdum framtíðarstandördum.  21.30 Hljómsveitin The Diversion Sessions heldur tónleika á Kaffi Hljómalind við Laugaveg. Ókeypis aðgangur og ekkert aldurstakmark. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.00 Verkefnisstjórnun í íslensk- um leikhúsum, meistaranemar í verkfræði kynna rannsóknarverkefni á sviði verkefnisstjórnar í VR II, Hjarðarhaga 6. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Afmælishátíð verður hald- in til minningar um Indriða G. Þorsteinsson rithöfund í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Héraðsskjalasafn Skagafjarðar og Edda útgáfa standa að dagskránni. ■ ■ NÁMSKEIÐ  17.30 Ásta Valdimarsdóttir hlát- urjógakennari verður með opinn hláturjógatíma í húsakynnum Manns lifandi í Borgartúni 24. Allir velkomnir. Aðgangseyrir 1000 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.