Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 29
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Eignir bankanna og Straums halda áfram að vaxa hratt. Á fyrsta árshluta hækkuðu þær um 1.330 milljarða króna sem er aukning um ríflega lands- framleiðslu. Til samanburðar nam hrein eign líf- eyrissjóðakerfisins 1.200 milljörðum um síðustu áramót samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. „Auðvitað er það þannig með okkar efnahagsreikn- ing, eins og með allra íslenskra fyrirtækja í dag sem eiga mikið af erlendum eignum og skuldum, að þeir þenjast út með veikingu krónunnar,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Stór hluti af stækkun eigna bankanna á fyrstu þremur mánuðunum er tilkomin vegna lækkunar krónunnar. Sigurjón segir að gera megi ráð fyrir að þetta haldi áfram á öðrum ársfjórðungi í samræmi við þróun gjaldeyrismarkaða að undanförnu. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja og Straums-Burðaráss var yfir 61 milljarður króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Öll félögin skiluðu methagnaði á einum ársfjórðungi og voru öll uppgjörin yfir væntingum meðaltalsspáa grein- ingardeilda bankanna. Þegar bornar eru saman endanlegar niðurstöður og afkomuspár kemur í ljós að hagnaður varð 10,5 milljörðum meiri en spáð hafði verið. Þannig var afkoma KB banka 3,4 milljörðum króna umfram spár, hagnaður Straums var 3,1 milljarði meiri, Glitnir var 2,5 milljörðum fyrir ofan spár markaðsaðila og Landsbankinn 1,3 milljörðum. Allir stærstu tekjuþættir viðskiptabankanna juk- ust verulega á milli ára, hvort sem um er að ræða hreinar vaxtatekjur, þóknanatekjur eða tekjur af verðbréfaeign og öðrum fjárfestingum. Vöxtur tekna kemur að miklu leyti erlendis frá og verður varla langt að bíða að yfir helmingur rekstrartekna allra bankanna komi þaðan. Þrátt fyrir að allir bankarnir hafi skilað góðum tölum hafa þeir lækkað eftir birtingu afkomutalna. Úrvalsvísitalan hafði lækkað nú rúm tvö prósent eftir hádegi í gær og leiddu fjármálafyrirtækin lækkunina. Sjá nánar bls. 2 Methagnaður Straums | Straumur-Burðarás hagnaðist um 19,1 milljarð króna á fyrsta árs- fjórðungi og jókst hagnaður um 317 prósent á milli ára. Bætir við | Oddaflug, eignar- haldsfélag Hannesar Smárasonar, hefur bætt við sig 4,73 prósenta hlut í FL Group og á eftir kaup- in 23,63 prósent af heildarhlutafé félagsins. Umfram væntingar | Hagnaður KB banka hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi eða 18,8 milljarðar og jókst um tæp 70 prósent milli ára. Metviðskiptahalli | Vöruskiptajöfnuður var óhag- stæður um 13,4 milljarða króna í mars. Í mars í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 6,3 milljarða. Enginn ávinningur | Aðalhagfræðingur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson, telur hættu á að sjálfstæður gjaldmiðill hér á landi auki fremur sveiflur en dragi úr þeim. Promens kaupir | Promens, dótturfélag Atorku Group, hefur eignast allt hlutafé í Elkhart Plastics (EPI) sem rekur fjór- ar hverfisteypuverksmiðjur í Bandaríkjunum. Uppgjör Ticket | Hagnaður sænsku ferðaskrifstofunnar Ticket á fyrsta ársfjórðungi nam um 13,1 milljón SEK á móti 7,2 milljónum SEK hagnaði á sama tímabili árið 2005. Bakkavör kaupir | Bakkavör hefur keypt breska fyrirtækið New Primebake sem er stærsti fram- leiðandi brauðvara í Bretlandi og veltir 4,6 milljörðum króna á ári. Breytingastjórnun Sögur þjóna nýjum tilgangi 18 Ráðstefna Ísland á hringborð Economist 12-13 Nemar rýna í bankana Útlendingarnir fengju falleinkunn 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 3. maí 2006 – 16. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Tap DeCode Genetics, móður- félags Íslenskrar erfðagrein- ingar, nam á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs 20,3 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 1,5 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt árshluta uppgjöri sem birt var í gær nam tap á sama tíma í fyrra 16,9 milljónum dala. Í tilkynningu til Nasdaq kauphallarinnar segir fyrirtæk- ið meira tap skýrast af auknum kostnaði við rannsóknir og þró- unarstarf í lyfjaframleiðslu. Þá jukust tekjur fyrirtækisins og námu á fyrsta ársfjórðungi 10,1 milljón Bandaríkjadala eða tæpum 740 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra voru tekjurnar 9,5 milljónir dala. - óká Enn tapar DeCode KÁRI STEFÁNSSON Kári er forstjóri DeCode. Viðskipti með bréf Kaupþings banka hafa stóraukist í OMX- kauphöllinni í Stokkhólmi sam- kvæmt færslutölum frá fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Þau hafa nálægt því sexfald- ast miðað við sama ársfjórðug í fyrra, en þá voru 1.184 færslur skráðar í OMX miðað við 6.791 á nýliðnum ársfjórðungi. Jónas Sigurgeirsson fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs í KB banka segir að eftir sem áður sé stærstur hluti verðmætis við- skiptanna með bréf bankans í kauphöllinni hér heima, eða um 90 prósent, þar sem hér sé höndl- að með fleiri hluti. „En 45 prósent af fjölda færslna er hins vegar í Svíþjóð,“ segir hann og telur að í því megi merkja nokkra þróun. „Aukningin í fjölda viðskipta er mun meiri í Svíþjóð og kaup- höllin þar farin að vega meira í viðskiptum með bréf félagsins. Þau voru alltaf um þrjú til fimm prósent af virði þeirra, en eru nú komin upp í 10 prósent.“ Jónas segir bankann fagna auknum áhuga í Svíþjóð. „Fólk er búið að vera að fylgjast með okkur síð- ustu ár og áhuginn er að kvikna,“ segir hann. Kaupþing banki var skráður í kauphöllina hér heima árið 2000 en í kauphöllina í Stokkhólmi í desember árið 2002. - óká Svíar kveikja á Kaupþingi banka Ársfj. ICEX OMX Q1 2005 2.850 1.184 Q2 2005 2.644 1.021 Q3 2005 3.013 1.390 Q4 2005 2.988 1.712 Q1 2006 8.173 6.791 Heimild: Kaupþing banki F J Ö L D I V I Ð S K I P T A M E Ð B R É F K A U P Þ I N G S B A N K A Gott til síðasta dropa H A G N A Ð U R F J Á R M Á L A - F Y R I R T Æ K J A N N A ( U P P H Æ Ð I R Í M I L L J Ó N U M Hagnaður á Meðaltalspár Hagnaður fyrsta ársfjórðungi bankanna umfram spár Glitnir 9.098 6.495 +2.603 Landsbankinn 14.276 12.930 +1.346 KB banki 18.798 15.399 +3.399 Straumur 19.080 15.911 +3.169 Alls 61.252 50.735 +10.517 Eignaaukning bankanna ríflega landsframleiðslan Bankastjóri Landsbankans telur að þær aukist enn frekar á öðrum ársfjórðungi vegna veikingar krónunnar. Saman- lagður hagnaður fjármálafyrirtækja yfir 60 milljarðar. Milestone ehf., sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu, hefur keypt 33,4 prósenta hlut Glitnis banka í Sjóvá. Milestone átti fyrir 66,6 prósenta hlut í Sjóvá og hefur því keypt félag- ið að fullu. Söluverðið var 9,5 milljarðar og innleysir Glitnir á yfirstandandi ársfjórðungi rúm- lega 2,4 milljarða króna í söluhagn- að. Samhliða við- skiptunum kaup- ir Glitnir banki hlut Milestone í fjárfestingar- félaginu Mætti hf. sem félögin eiga til helminga eftir viðskiptin. Hyggjast þau eiga í áframhald- andi samstarfi sín á milli um fjárfestingar í gegnum það. - hhs Sjóvá selt KARL WERNERS- SON, STJÓRN- ARFOR MAÐUR MILE STONE Milestone, sem er í eigu Karls og fjölskyldu, hefur keypt allan hlut Glitnis banka í Sjóvá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.