Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 89
ÞITT ER VALIÐ Ummmm ... BAGUETTE Nýtt og brakandi ferskt! SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI N ÝT T E N N E M M / S ÍA / N M 2 13 3 5 Jon Spencer, úr hljómsveitinni Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, kemur fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash á Nasa föstudaginn 26. maí. Með honum í hljómsveitinni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Jon Spencer er frægur fyrir öfluga sviðsfram- komu og gleyma þeir 1.000 Íslend- ingar sem sáu hann í kjallara Rásar 2 fyrir nokkrum árum með Blues Explosion því ekki svo glatt. Ærslabelgirnir í dönsku hljóm- sveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum. Power- solo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vakti mikla lukku. Sveit- in er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu, Egg, en fyrsta smáskífulagið af henni, Knucklehead, var smáskífa vik- unnar hjá danska ríkisútvarpinu. Þriðja sveitin sem kemur fram þetta kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí-plötufyrirtæki Dana, Crunchy Frog. Miðaverð á tónleikana er 1.800 krónur auk miðagjalds. ■ Jon Spencer til Íslands HEAVY TRASH Hljómsveitin Heavy Trash kemur fram á Nasa föstudaginn 26. maí. Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, hefur verið útskrif- aður af sjúkrahúsi á Nýja-Sjálandi eftir að fengið höfuðmeiðsl er hann féll úr pálmatré. Richards, sem er 62 ára, fékk vægan heilahristing eftir að hafa fallið úr trénu þegar hann var í fríi á Fiji-eyjum með vini sínum úr Stones, Ronnie Wood. The Rolling Stones eru á tón- leikaferð um heiminn undir yfir- skriftinni A Bigger Bang. Í síðasta mánuði spilaði sveitin í Japan, Kína, Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þann 27. maí hefst Evrópuför sveit- arinnar í Barcelona á Spáni. ■ Richards út- skrifaður KEITH RICHARDS Rokkarinn síungi er að jafna sig eftir heilahristing. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Síðustu lögin sem kántrítónlistar- maðurinn Johnny Cash tók upp fyrir dauða sinn árið 2003 verða gefin út 4. júlí. Þá kemur út platan American V: A Hundred Highways, sem hefur m.a. að geyma Like the 309, síðasta lagið sem Cash samdi. Annað lag eftir Cash er á plötunni og nefnist I Came to Believe. Á meðal laga sem Cash syngur eftir aðra tónlistarmenn á plöt- unni eru Further On (Up the Road) eftir Bruce Springsteen og If You Could Read My Mind eftir Gordon Lightfoot. „Ég held að American V sé uppáhaldsplatan mín í American- röðinni,“ sagði upptökustjórinn Rick Rubin. „Hún er öðruvísi en hinar plöt- urnar. Ég held að þetta sé ein besta platan sem Johnny gerði,“ sagði hann. ■ Ný plata frá Cash JOHNNY CASH Kántríhetjan söng inn á plötuna American V: A Hundred Highways áður en hann lést. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Nýjasta plata Gnarls Barkley, St. Elsewhere, fór beint á topp breska breiðskífulistans í þessari viku og er smáskífan við lagið Crazy enn á toppi breska smá- skífulistans. Lagið er þegar farið að hljóma á íslenskum útvarpsstöðvum og segja sumir að hér sé einn af fyrstu sumarsmellunum í ár. Dúettinn Gnarls Barkley skipa þeir Danger Mouse og Cee-Lo. Danger Mouse sló í gegn með plötu sinni Grey Album sem var eingöngu fáanleg á netinu. Á henni blandaði hann saman hvíta albúmi Bítlanna og svörtu plötu rapparans Jay Z með eftirminni- legum árangri. Síðan þá hefur hann m.a. tekið upp nýjustu plötu Gorillaz, Demon Days, sem fékk mjög góðar viðtökur. Nýja platan með Gnarls Bark- ley kom út á Íslandi á sama tíma og í Bretlandi og hefur þegar fengið prýðileg viðbrögð. Barkley á toppinn GNARLS BARKLEY Dúettinn Gnarls Barkley er kominn á topp breska breiðskífulistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.