Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 89

Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 89
ÞITT ER VALIÐ Ummmm ... BAGUETTE Nýtt og brakandi ferskt! SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI N ÝT T E N N E M M / S ÍA / N M 2 13 3 5 Jon Spencer, úr hljómsveitinni Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, kemur fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash á Nasa föstudaginn 26. maí. Með honum í hljómsveitinni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Jon Spencer er frægur fyrir öfluga sviðsfram- komu og gleyma þeir 1.000 Íslend- ingar sem sáu hann í kjallara Rásar 2 fyrir nokkrum árum með Blues Explosion því ekki svo glatt. Ærslabelgirnir í dönsku hljóm- sveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum. Power- solo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vakti mikla lukku. Sveit- in er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu, Egg, en fyrsta smáskífulagið af henni, Knucklehead, var smáskífa vik- unnar hjá danska ríkisútvarpinu. Þriðja sveitin sem kemur fram þetta kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí-plötufyrirtæki Dana, Crunchy Frog. Miðaverð á tónleikana er 1.800 krónur auk miðagjalds. ■ Jon Spencer til Íslands HEAVY TRASH Hljómsveitin Heavy Trash kemur fram á Nasa föstudaginn 26. maí. Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, hefur verið útskrif- aður af sjúkrahúsi á Nýja-Sjálandi eftir að fengið höfuðmeiðsl er hann féll úr pálmatré. Richards, sem er 62 ára, fékk vægan heilahristing eftir að hafa fallið úr trénu þegar hann var í fríi á Fiji-eyjum með vini sínum úr Stones, Ronnie Wood. The Rolling Stones eru á tón- leikaferð um heiminn undir yfir- skriftinni A Bigger Bang. Í síðasta mánuði spilaði sveitin í Japan, Kína, Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þann 27. maí hefst Evrópuför sveit- arinnar í Barcelona á Spáni. ■ Richards út- skrifaður KEITH RICHARDS Rokkarinn síungi er að jafna sig eftir heilahristing. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Síðustu lögin sem kántrítónlistar- maðurinn Johnny Cash tók upp fyrir dauða sinn árið 2003 verða gefin út 4. júlí. Þá kemur út platan American V: A Hundred Highways, sem hefur m.a. að geyma Like the 309, síðasta lagið sem Cash samdi. Annað lag eftir Cash er á plötunni og nefnist I Came to Believe. Á meðal laga sem Cash syngur eftir aðra tónlistarmenn á plöt- unni eru Further On (Up the Road) eftir Bruce Springsteen og If You Could Read My Mind eftir Gordon Lightfoot. „Ég held að American V sé uppáhaldsplatan mín í American- röðinni,“ sagði upptökustjórinn Rick Rubin. „Hún er öðruvísi en hinar plöt- urnar. Ég held að þetta sé ein besta platan sem Johnny gerði,“ sagði hann. ■ Ný plata frá Cash JOHNNY CASH Kántríhetjan söng inn á plötuna American V: A Hundred Highways áður en hann lést. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Nýjasta plata Gnarls Barkley, St. Elsewhere, fór beint á topp breska breiðskífulistans í þessari viku og er smáskífan við lagið Crazy enn á toppi breska smá- skífulistans. Lagið er þegar farið að hljóma á íslenskum útvarpsstöðvum og segja sumir að hér sé einn af fyrstu sumarsmellunum í ár. Dúettinn Gnarls Barkley skipa þeir Danger Mouse og Cee-Lo. Danger Mouse sló í gegn með plötu sinni Grey Album sem var eingöngu fáanleg á netinu. Á henni blandaði hann saman hvíta albúmi Bítlanna og svörtu plötu rapparans Jay Z með eftirminni- legum árangri. Síðan þá hefur hann m.a. tekið upp nýjustu plötu Gorillaz, Demon Days, sem fékk mjög góðar viðtökur. Nýja platan með Gnarls Bark- ley kom út á Íslandi á sama tíma og í Bretlandi og hefur þegar fengið prýðileg viðbrögð. Barkley á toppinn GNARLS BARKLEY Dúettinn Gnarls Barkley er kominn á topp breska breiðskífulistans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.