Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 12
12 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR HRAÐAKSTUR Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tæplega níutíu ökumenn um síðastliðna helgi, innan bæjar- marka, sem allir óku á yfir hundr- að kílómetra hraða. Samtals stöðv- aði lögreglan 93 ökumenn og voru 88 af þeim á yfir hundrað kíló- metra hraða. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðadeildar Lög- reglunnar í Reykjavík, lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að glannalegur akstur ökumanna væri viðvarandi vanda- mál. Lögreglumenn á höfuðborgar- svæðinu, sem fylgdust með umferð um helgina, segja ófremdarástand hafa verið á götum á höfuðborgar- svæðinu. „Við urðum varir við mikinn ökuhraða alla helgina. Talsvert var um ofsaakstur og mældust þó nokkrir á vítaverðum hraða. Ökumenn sem aka svona glannalega verða að hafa það hug- fast að þeir eru að skapa stórhættu með aksturslagi sínu,“ sagði Sævar Finnbogason, varðstjóri í lögreglunni í Kópavogi en anna- samt var hjá lögreglunni í bænum um síðastliðna helgi. Sérstaklega bar mikið á hraðakstri á stofn- brautum og var meðal annars einn ökumaður stöðvaður á 161 kíló- metra hraða, þar sem hámarks- hraði er 70. Lögreglan á öllu höfuðborgar- svæðinu hefur að undanförnu fylgst náið með umferð og beitir með annars ómerktum bifreiðum í umferðinni, til þess að geta fylgst betur með því hvaða ökumenn hafa tilhneigingu til hraðaksturs. Sturla Þórðarson, sækjandi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir sláandi að heyra af því að ökumenn skuli keyra á um og yfir 160 kílómetra hraða á götum á höf- uðborgarsvæðinu. „Löggæsluna þarf að efla til þess að hægt sé að fylgjast betur með ökumönnum sem stunda hraðakstur á götum. Auk þess þurfa viðurlög að vera í samræmi við hættuna sem skap- ast við hraðakstur.“ Lögreglan í Reykjavík fylgist náið með umferð á helstu stofn- brautum í Reykjavík auk þess sem að lögreglan í nágrannasveitarfé- lögum Reykjavíkur fylgist vel með umferðarhraða. magnush@frettabladid.is Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í málefnum fjölskyldunnar? www.verndumbernskuna.is fimmtudaginn 4. maí kl. 15:00 - 17:00 í húsi Íslenskrar erfðagreiningar Opinn fundur Börnin í fyrsta sæti Fundarstjóri Kristján Kristjánsson, fréttamaður Ávarp foreldris Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður Fulltrúar stjórnmálaflokkanna: Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarflokki Dagur B. Eggertsson Samfylkingunni Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokki Ólafur F. Magnússon Frjálslynda flokknum Svandís Svavarsdóttir Vinstri hreyfingunni-grænu framboði Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands hafa tekið ákvörðun um að sameinast í eitt félag. Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nafn á nýja félagið og er öllum heimil þátttaka. Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að taka þátt. Nýtt félag verður lands- félag og verða félagsmenn þeir sem lokið hafa vélstjórnarnámi, iðnnámi í málm - og véltæknigreinum og veiðarfæragerð, einnig iðnnemar í greinunum og fleiri sem starfa í þessum eða skyldum greinum. Vegleg verðlaun eru í boði og er skilafrestur til 1. júní 2006. Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðum félaganna velstjori.is og metalnet.is eða í síma 562 9062 og 533 3044. Félag járniðnaðarmanna / Vélstjórafélag Íslands SAMKEPPNI UM NAFN VOR Í TÉKKLANDI Þetta unga par var heldur betur rómantískt þar sem ljósmyndari festi það á filmu í Petringarðinum í miðborg Prag, höfuðborgar Tékklands, fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Ígor Ívanov, fram- kvæmdastjóri rússneska þjóðar- öryggisráðsins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gisti óvænt á Hótel Keflavík í fyrrinótt ásamt 30 manna fylgdarliði. „Það var hringt í okkur um klukkan sex í fyrrakvöld og við beðnir um að taka við honum ásamt 30 manna fylgdarliði og svo var hann kominn um klukku- stundu síðar,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri. Ívanov fór svo seinnipartinn í gær til Bandaríkjanna þar sem hann mun funda með ráðamönnum en þota hans þurfti að lenda hér vegna bilunar. Hann lét vel af dvölinni hér meðan hann beið eftir annarri þotu frá Moskvu að sögn Steinþórs. „Hann var mjög alþýðlegur og blandaði geði við hótelgesti og aðra og gekk svo hér um í grenndinni og þótti gott að anda að sér hreinu lofti.“ Hann ræddi hvorki við ráða- menn né blaðamenn á meðan á dvöl hans stóð. Steinþór er ekki óvanur því að fræga fólkið banki upp á hjá honum en fyrir nokkrum árum leitaði John Travolta á náðir hans en varð þó frá að hverfa þar sem allt var uppbókað. „Það var því mikil gæfa að ekki var uppbókað núna en það hefur verið nær fullt hjá mér að undanförnu,“ segir hótelstjórinn. - jse Ígor Ívanov, framkvæmdastjóri rússneska þjóðaröryggisráðsins, gisti í Keflavík: Blandaði geði við gesti STEINÞÓR JÓNSSON OG ÍGOR ÍVANOV Hér sést hótelstjórinn ásamt Ívanov sem kom óvænt á Hótel Keflavík í fyrrakvöld og unir sér hið besta. DÓMSMÁL Maður sem svaf áfengissvefni í bíl á helstu umferð- argötu Selfoss hefur verið dæmd- ur til að greiða 130 þúsund í sekt. Hann missir ökuréttindin í tvö ár. Lögreglan stöðvaði för manns- ins að morgni 25. febrúar. Lög- reglumenn komu að bifreiðinni þar sem hún hafði stöðvast rétt við gatnamót Tryggvagötu og Austurvegar. Bifreiðin, sem er sjálfskipt, var í gangi og í gír og var maðurinn sofandi í ökumanns- sæti hennar. Vínandinn í blóði mannsins nam 2,09 prómillum og 2,77 prómillum í þvagi hans. Leyfilegt magn má vera undir 0,5 prómillum. - gag Svaf áfengissvefni á ferð: Bíllinn í gír á miðjum vegi Ofsaakstur skapar hættu Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tæplega níutíu öku- menn á yfir hundrað kílómetra hraða um helgina. Lögreglumenn hafa áhyggjur af vítaverðum akstri ökumanna sem ógna lífi fólks með aksturlagi sínu. UMFERÐARSLYS Í REYKJAVÍK Afleiðingar hraðaksturs hafa verið skelfilegar það sem af er ári. Rekja má tvö dauðaslys, innan bæjarmarka, til hraðaksturs. FIMM MESTU ÖKUNÍÐINGAR SÍÐ- USTU ÞRIGGJA SÓLARHRINGA ➦169 km/klst. Hámarkshraði 60 Sæbraut ➦Ökumaður fæddur 1987 BMW-bifreið ➦157 km/klst. Hámarkshraði 80 Ártúnsbrekka ➦Ökumaður fæddur 1987 Mercedes Benz ➦156 km/klst. Hámarkshraði 80 Ártúnsbrekka ➦Ökumaður fæddur 1981 Honda Civic ➦140 km/klst. Hámarkshraði 80 Miklabraut ➦Ökumaður fæddur 1987 Opel Astra ➦148 km. Hámarkshraði 80 Ártúnsbrekka ➦Ökumaður fæddur 1987 Audi A3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.