Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 91

Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 91
MIÐVIKUDAGUR 3. maí 2006 35 Leiðtogi og fyrir- liði þessa unga Víkingsliðs og sá sem lemur sam- herja sína áfram með baráttu og eljusemi. Spilaði frábærlega í vörn liðsins í fyrra, í óhefðbundinni stöðu sem miðvörð- ur, og þarf að vera í sama formi í ár til að Víkingar fái ekki á sig of mörg mörk. Gríðarlega öflugur varnarmaður sem hefur sýnt mikl- ar framfarir ár eftir ár. LYKILMAÐURINN Höskuldur Eiríksson Langaði engan veginn að spila fyrir félagið í allan vetur en átti að lokum ekki annarra kosta völ en að vera áfram. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann stendur sig fyrir félagið sem þvingaði hann til að virða samning sinn við það. FYLGSTU MEÐ.... Grétari S. Sigurðssyni Vörnin: Sterkasti hlekkur Víkingsliðs- sins þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Endurkoma Grétars Sigfinns Sigurðssonar styrkir liðið gríðarlega. Sóknin: Veiki hlekkurinn í liði Víkings. Davíð Þór Rúnarssyni er ætlað að skora mörkin en Keith Thomas frá Stoke er stórt spurningamerki. Ef þeir ná sér ekki á strik er illt í efni. | 8. SÆTI | VÍKINGUR LANDSBANKADEILDIN 2006 LEIKMANNAHÓPURINN MARKMENN Ingvar Þór Kale Orri Einarsson VARNARMENN Höskuldur Eiríksson (fyrirliði) Andri Tómas Gunnarsson Valur Úlfarsson Milos Glogovac Grétar Sigfinnur Sigurðsson Carl Dickinson Björgvin Vilhjálmsson MIÐJUMENN Haukur Úlfarsson Jón Guðbrandsson Hörður Bjarnason Viktor Bjarki Arnarsson Jökull Elísabetarson Arnar Jón Sigurgeirsson Ágúst Örlygur Magnússon Þorvaldur Sveinn Sveinsson SÓKNARMENN Daníel Hjaltason Davíð Þór Rúnarsson Elmar Dan Sigþórsson KOMNIR: Ágúst Örlaugur Magnús- son (frá ÍA), Jökull I Elísabetarson (frá KR), Arnar Jón Sigurgeirsson (frá KR), Carl Dickinson (frá Stoke), Keith Thomas (frá Stoke). FARNIR: Andri Steinn Birgisson (í Grindavík), Stefán Örn Arnarson (í Keflavík). Markið: Ingvar fékk aðeins á sig níu mörk í átján leikjum í 1. deildinni í fyrra. 23 ára gamall og hefur rifið sig upp úr þeim stimpli að vera efnilegur í það að vera góður. Á það þó til að gera klaufaleg mistök. ÞJÁLFARINN Tók við liði Víkings í haust eftir skamma dvöl hjá KR í Lands- bankadeildinni síðasta sumar. Hafði þar áður þjálfað ÍBV í tvö ár við afar góðan orðstír en árið 2004 höfnuðu Eyjamenn í 2. sæti deildarinnar undir stjórn Magn- úsar. Afar reyndur þjálfari, með mikla reynslu úr yngri landslið- um Íslands og því vanur að vinna með ungum leikmönnum. Magnús Gylfason Miðjan: Viktor Bjarki Arnarsson verður máttarstólpinn á miðju liðsins en annars vantar nokkuð upp á breiddina þar. Carl Dickinson þarf nauðsynlega að standa undir væntingum. Bekkurinn: Víkingar eru með mikið af ungum og efni- legum leikmönnum sem skortir tilfinnanlega reynslu. Vörnin er vel mönnuð en framherja- línan er af skornum skammti. LANDSBANKADEILDIN „Ég get sagt að það komi okkur á óvart að þið spáið okkur 8. sæti en við ætlum okkur miklu meira. Markmiðið er að blanda sér í toppbaráttunna, við erum ekkert í þessu til að standa í einhverjum fallslag. Við erum með mjög gott lið og svo geta erlendu leikmennirnir gert gæfumuninn,“ segir Grétar en tveir leikmenn Stoke munu spila með Víkingi í sumar og er annar þeirra, Carl Dickinson, búinn að spila mikið með liðinu í lokaumferðum 1. deildarinnar í Englandi. „Ég bind miklar vonir við að hann bindi saman miðjuna. Það er helst þar sem við höfum verið í basli,“ segir Grétar. Víkingarnir höfnuðu í 2. sæti 1. deildarinnar í fyrra þar sem helsti styrkur liðsins var gríðarlega öfl- ugur varnarleikur. Grétar segir að liðið muni áfram byggja leik sinn á sterkri vörn. „Það er okkar helsti styrkur og verður aðalsmerki Vík- ings í sumar,“ segir hann. Grétar var hluti af kornungu liði Víkings sem féll úr Lands- bankadeildinni fyrir tveimur árum síðan, þar sem helst var um að kenna slæmri byrjun á mótinu. Grétar segir að lið Víkings í dag sé mun betur í stakk búið til að spila í efstu deild. „Við erum reynslunni ríkari. Fyrir tveimur árum migum við næstum því í okkur í fyrsta leiknum vegna spennu. Nú er þetta öðruvísi – við erum virkilega tilbúnir og það er allt annað hugarfar hjá okkur. Erum reynslunni ríkari Fréttablaðið og Sýn spáir nýliðum Víkinga 8. sæti Landsbankadeildarinnar í ár. Grétar Sigfinnur Sigurðsson segir leikmenn liðsins ætla sér mun meira en það. ÁFRAM VÍKINGUR! Stuðningsmenn Víkings gera sér vonir um góðan árangur sinna manna í Landsbankadeildinni í sumar. Valur Úlfarsson Milos Glogovac Grétar Sigfinnur Sigurðsson Höskuldur Eiríksson Ingvar Kale Carl Dickinson Jökull Elísabetarson Viktor Bjarki Arnarsson Davíð Þór Rúnarsson Arnar Jón Sigurgeirsson Hörður Bjarnason Líklegt byrjunarlið 4-4-1-1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.