Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 14
14 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR Síðustu sætin í maí og júní frá kr. 19.990 Rimini Frá kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð, 17. og 24. maí. Fuerteventura Frá kr. 38.858 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í 6 nætur 21. júní, Oasis Royal. Mallorca Frá kr. 32.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku 25. maí. Costa del Sol Frá kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku, 18. maí. Króatía Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í viku. Stökktu tilboð 17. maí. Benidorm Frá kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 18. maí. Ath. einnig stökktu tilboð 18. og 25. maí frá kr. 29.995. 17. maí Nokkur sæti 24. maí Nokkur sæti 31 . maí Örfá sæti 7 . júní Örfá sæti Heimsferðir bjóða síðustu sætin í sólina í maí og byrjun júní á ótrúlegu verði. Nú er sumarið komið á áfangastöðum okkar og frábært að njóta sumarsins á einum besta tíma ársins í sólinni. 23. maí Uppselt 30. maí Uppselt 6. júní Uppselt 7. júní Örfá sæti 13. júní Uppselt 20. júní Uppselt 21. júní Nokkur sæti laus 25. maí Nokkur sæti 1. júní Nokkur sæti 8. júní 14 sæti 18. maí Nokkur sæti 25. maí 16 sæti 1. júní Örfá sæti 8. júní 13 sæti 17. maí 14 sæti 24. maí 7 sæti 31 . maí 9 sæti 7. júní 15 sæti 18. maí Nokkur sæti 25. maí Nokkur sæti 1. júní Nokkur sæti KOSNINGAR Meirihluti íbúa Húsa- víkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafn- ar hrepps samþykktu í janúar síð- astliðnum sameiningu sveitar- félaganna. Sú bæjarstjórn sem tekur við í sumar verður því fyrsta bæjar stjórn sameinaðs sveitarfé- lags en íbúafjöldi sveitarfélagsins mun losa 3.000. Langflestir eða um 2.400 munu búa á Húsavík. Fjórir framboðalistar eru komn- ir fram: Listi Framsóknarflokks- ins, Samfylkingarinnar og óháðra, Sjálfstæðisflokksins og óháðra og listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Ekki er að sjá að framboðunum eigi eftir að fjölga. Allir listarnir bera keim af því að Húsavík er langfjölmennasti þéttbýliskjarni hins nýja sveitar- félags en Húsvíkingar eru í meiri- hluta á öllum listunum. Öll fram- boðin eiga það einnig sameiginlegt að konur eru í minnihluta. Öll sveitarfélögin hafa staðið í varnarbaráttu á líðandi kjörtíma- bili hvað varðar íbúaþróun og áföll hafa riðið yfir í atvinnumálum svo sem lokun rækjuverksmiðju Íshafs á Húsavík og lokun fiskimjölsverk- smiðjunnar á Raufarhöfn. Rekstur Húsavíkurbæjar hefur verið nei- kvæður undanfarin ár og svo bág var fjárhagsstaða Raufarhafnar- hrepps í upphafi kjörtímabilsins að hreppurinn átti í vandræðum með að greiða starfsmönnum sínum laun. Á undanförnum mánuðum hefur hugsanlegt álver Alcoa við Húsavík glætt vonir íbúa svæðis- ins. Verði af framkvæmdum bíða mörg úrlausnarefni nýrrar bæjar- stjórnar en jafnframt fjöldi sóknar- færa þar sem fólksfjölgun og þensla á flestum sviðum verður allsráðandi. kk@frettabladid.is Jón Helgi Björnsson, rekstrarhagfræðingur í Reykjahverfi, er efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra. Hann segir sjálfstæð- ismenn einkum leggja áherslu á þrennt fyrir komandi kosningar. „Huga verður vel að rekstri hins nýja sveitarfélags en núverandi meirihluti á Húsavík virðist hafa misst tökin hvað það varðar. Nýir aðilar verða að koma að rekstrinum,“ segir Jón Helgi. D-listinn leggur áherslu á að sam- einingin gangi áfallalaust og jafnræðis verði gætt á milli sveitarfélaganna. „Síðan ætlum við sjálfstæðismenn að berjast fyrir stóriðju við Húsavík. Gangi þær væntingar eftir þarf ný sveitarstjórn að leysa mörg mál og meðal annars þarf að tryggja nægilegt framboð af lóðum, bæði fyrir einstakl- inga og fyrirtæki,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi Björnsson D-lista: Fara yfir og bæta rekstur Tryggvi Jóhannsson, starfsmaður Húsavíkur- bæjar, skipar efsta sæti á lista Samfylkingar- innar og óháðra. Tryggvi segir eitt af baráttumálum listans á næsta kjörtímabili verði að nýta jarð- orkuna á svæðinu til atvinnusköpunar. „Við berum miklar væntingar til álvers Alcoa en jafnvel þó þeir gangi úr skaftinu eru önnur tækifæri sem við eigum að nýta. Við viljum líka efla ferðaþjónustuna sem og rótgrónar atvinnugreinar.“ Bygging menningarhúss, í sam- vinnu við ríkið, er eitt af forgangs- málum listans, og jafnframt að öllum börnum standi til boða leikskólarými. „Við viljum skoða hvort hægt er að gera leikskólann gjaldfrían í áföngum og við viljum tryggja að nýtt samein- að sveitarfélag eigi góð samskipti og samvinnu við nágrannasveitarfélögin,“ segir Tryggvi. Tryggvi Jóhannsson S-lista: Nýta orkuna í uppbyggingu Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvala- safnsins á Húsavík, leiðir lista vinstri grænna. Hann segir félags- og umhverfis- mál helstu baráttumál VG . „Við viljum skoða frekari uppbygg- ingu á þjónustu fyrir eldri borgara og jafna aðstöðu fjölskyldufólks. Jafnframt viljum við halda áfram að þróa tilraunaverkefni sem lýtur að því að virkja öryrkja til starfa á ný.“ Sérstaða VG felst ekki síst í afstöðu til hugsanlegs álvers við Húsavík. „Við tökum ekki afstöðu með eða á móti álveri að sinni og leggjumst ekki gegn því að þau mál verði skoðuð. Við komum hins vegar til með að veita nauðsynlegt aðhald til að hagsmunir samfélagsins, umhverfisins og náttúrunnar verði ekki fyrir borð bornir þegar taka þarf ákvörðun um framhald málsins,“ segir Ásbjörn. Ásbjörn Björgvinsson V-lista Hvorki með eða á móti álveri Gunnlaugur Stefáns- son, bæjarfulltrúi á Húsavík, er efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins en hann skipaði annað sæti á Þ-listanum, sameiginlegum lista B- og D-lista, í síðustu kosningum. Hann segir atvinnu- málin efst á blaði framsóknarmanna í þessum kosningum. „Við viljum vinna að framgangi stóriðju á Bakka og snúa þannig við íbúaþróuninni á svæðinu.“ Gunnlaugur segir eitt af stóru málum kjörtímabilsins vera að sameina rekstur sveitarfélaganna og mikilvægt sé að gæta jafnræðis íbúanna. „Rekstur Húsavíkurbæjar hefur verið þungur og nauðsynlegt er að gera markvissar áætlanir til að ná tökum á rekstrinum.“ Gunnlaugur Stefánsson B-lista: Atvinnumálin efst á blaði Húsavíkurbær, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 Sóknarfærin eru handan hornsins Fjögur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum sameinuðust í janúar síðastliðnum. Samanlagður íbúafjöldi verður liðlega 3000 en þar af búa um 2400 á Húsavík. Nýtt sveitarfélag verður til í sumar með sameiningu Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Samhliða kosningunum 27. maí næstkomandi verður gerð skoðana- könnun á meðal íbúa sveitarfélaganna varðandi nafn á sameinað sveitarfélag. Nöfnin sem valið stendur um eru: Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð og Norðurþing. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélag- anna fjögurra þann 1. desember síðastliðinn var 3.031. KOSNINGAR 2006 Bæjarstjórn Húsavíkur er nú skipuð níu bæjarfulltrúum og sami fjöldi verður í sameinuðu sveitarfélagi. Framsóknarflokkurinn Efstu menn B-listans: 1. Gunnlaugur Stefánsson fram- kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Húsavík. 2. Jón Grímsson vélstjóri, Kópaskeri. 3. Aðalsteinn J. Halldórsson stjórnmálafræðingur, Húsavík. 4. Hallveig B. Höskuldsdóttir hótel- stjóri og bæjarfulltrúi, Húsavík. 5. Birna Björnsdóttir skrifstofustjóri og sveitarstjórnarmaður, Raufarhöfn. Sjálfstæðisflokkur og óháðir Efstu menn D-listans: 1. Jón Helgi Björnsson líffræðingur, Reykjahverfi. 2. Friðrik Sigurðsson bóksali, Húsa- vík. 3. Erna Björnsdóttir lyfjafræðingur, Húsavík. 4. Rúnar Þórarinsson oddviti, Öxar- firði. 5. Olga Gísladóttir, formaður Verka- lýðsfélags Öxarfjarðar. Samfylkingin og óháðir Efstu menn S-listans: 1. Tryggvi Jóhannsson bæjarfulltrúi, Húsavík. 2. Þráinn Gunnarsson rekstrarstjóri, Húsavík. 3. Kristbjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri, Kópaskeri. 4. Dóra Fjóla Guðmundsdóttir leikskólakennari, Húsavík. 5. Gunnar Bóasson bæjarfulltrúi, Húsavík Vinstri grænir, umhverfis- verndar- og félagshyggjufólk Efstu menn V-listans: 1. Ásbjörn Björgvinsson forstöðumaður, Húsavík. 2. Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur, Kelduhverfi. 3. Berglind Hauksdóttir nemi, Húsavík. FJÖR Í TÍVOLÍ Þeir skemmtu sér vel, þessir Tívolífarar í Kaupmannahöfn sem hring- snérust í nýju tæki skemmtigarðsins, sem hlotið hefur nafnið Stjörnuflug. Tækið lyftir fólki upp í 70 metra hæð og snýst svo á allt að 70 kílómetra hraða á klukkustund. Það var fyrst tekið í notkun 1. maí.FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÚSAVÍK Húsavíkurkaupstaður er langstærsti þéttbýliskjarninn í nýju sameinuðu sveit- arfélagi á Norðausturhorni landsins. Fjórir framboðslistar takast á um hylli kjósenda fyrir kosningarnar síðar í mánuðinum. Karlmenn eru í efstu sætum allra listanna. HÚSAVÍKURBÆR, KELDUNESHREPPUR, ÖXARFJARÐARHREPPUR OG RAUFARHAFNARHREPPUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.