Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 20

Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 20
 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Seltjarnarnesi Gerið verðsamanburð KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 31” 14.882,- 32” 15.661,- 33” 15.900,- 35” 16.870,- Er jeppinn tilbúinn fyrir sumarið? Meðbyr Frambjóðendur til borgarstjórnar eru óþreyttir við að lýsa þeim mikla meðbyr sem framboð þeirra njóta meðal borgar- búa og reynist auðvelt að túlka niður- stöður skoðanakannana sér í hag. „Mér þykja þetta spennandi niðurstöður og við í Samfylkingunni eigum mikið inni,“ sagði Dagur B. Eggertsson eftir síðustu könnun Fréttablaðsins. Fylgi flokksins hafði dalað frá könnuninni þar á undan. „Okkur frambjóðendum fannst þetta frábær endir á skemmtilegri viku og við finnum svo sannarlega fyrir auknum meðbyr,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson á sunnudag þó að hann kæmist ekki í borgarstjórn sam- kvæmt nýrri könnun Gallup. „Framboð frjálslyndra og óháðra í Reykjavíkurborg er í góðri sókn,“ segir á vef Frjálslynda flokksins þó að glæný könnun sýni að flokkurinn missi fulltrúa sinn úr borgar- stjórn. „Andrúmsloftið er með okkur. Aldan undir iljunum, kröftug og sterk,“ segir Svandís Svavarsdóttir á bloggsíðu sinni um stöðu VG. „Stemningin með Sjálfstæðisflokknum,“ er fyrirsögn frétta á vef flokksins eftir nýju Gallup-könnunina. Mótbyr Nokkur hundruð manns komu saman í miðborg Reykjavíkur þann fyrsta maí og hlýddu á ávörp verkalýðsforingja, tónlist og gamanmál. Tugir tóku þátt í hátíðar- höldunum á sumum stöðum landsbyggð- arinnar en sífellt fjölgar þeim stöðum þar sem hvorki er efnt til kröfuganga né baráttufunda. Lauslegir útreikningar benda til að saman talið hafi rúmlega eitt þúsund manns tekið þátt í hátíðarhöldum verkalýðsfélag- anna. Er það um eitt prósent allra félagsmanna Alþýðu- sambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem verður að teljast æði lágt hlutfall. Ein fréttastofa RÚV Meðal þess sem hugsanlega kann að breytast verði frumvarp menntamálaráð- herra um Ríkisútvarpið að lögum er að rekin verði ein fréttastofa innan veggja Efstaleitisins í stað tveggja eins og nú er. Fréttastofur Útvarps, undir stjórn Óðins Jónssonar, og Sjónvarps, undir stjórn Elínar Hirst, eru aðskildar en tilheyra báðar fréttasviði RÚV sem Bogi Ágústsson stýrir. Á göngunum er skrafað um að þessu fyrirkomulagi verði breytt, ef og þegar RÚV verður hlutafélag, og í framtíðinni verði ein fréttastofa og einn fréttastjóri. Skrafhreifa greinir þó á um hverju þessara þriggja verði falið að stýra sameiginlegri fréttastofu eða hvort Páll Magnússon útvarpsstjóri kýs að finna einhvern annan til verksins. bjorn@frettabladid.is Íslenskir stjórnmálaflokkar úthluta sjálfum sér á fjórða hundrað millj- óna króna af skattfé landsmanna til starfsemi sinnar. Í því efni hafa þeir farið að fordæmi allra lýðræð- isþjóða á Vesturlöndum, sem hafa talið einsýnt að starfsemi stjórn- málaflokka sé svo snar þáttur lýð- ræðisins, að réttlætanlegt sé að styrkja hana af almannafé svo að síður sé hætta á að flokkarnir ánetj- ist fjársterkum öflum og fari, með- vitað eða ómeðvitað, að ganga erinda þeirra við margs konar laga- setningu og stjórnsýsluákvarðanir. En alls staðar annars staðar en hér fylgir þessu að fjárreiður stjórn- málaflokkanna séu uppi á borðinu samkvæmt þeirri gullnu reglu, að tengsl peninga og stjórnmála skuli vera gagnsæ og þola dagsins ljós. Jafnframt hefur sú regla verið innleidd um alla Evrópu að stjórn- málaflokkarnir skuli hafa jafnan, ókeypis aðgang að ljósvakamiðlum ákveðinn tíma fyrir kosningar, en sneiða hjá rándýrum auglýsinga- herferðum, sem reynslan hefur sýnt að vilja fara úr böndunum í hita leiksins, og orðið til að steypa flokkum í stórskuldir. Þannig er komið til móts við kröfur flokkanna um að fá að koma boðskap sínum á framfæri gegnum ljósvakamiðlana – en á jafnréttisgrundvelli og án stórra fjárútláta. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði ákvað að vekja athygli flokkanna og íslenskra kjósenda á því hvernig lýðræðisþjóðirnar í kringum okkur hafa talið rétt að skipa þessum málum, ýmist með lagasetningu eða frjálsu samkomulagi flokkanna inn- byrðis, og skrifaði því öllum for- mönnum flokkanna bréf og fór fram á það að þeir gerðu með sér slíkt samkomulag fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í maí. Óskað var eftir svari mánuði fyrir kosningar, 27. apríl. Er skemmst frá því að segja, að enginn þeirra sá ástæðu til að svara þessu erindi okkar, þótt tals- menn þeirra allra – nema Fram- sóknarflokksins – hafi tekið því með jákvæðum hætti – að því tilskildu að enginn skoraðist úr leik. Annar maður á lista Framsóknarflokksins hér í borginni, Óskar Bergsson, sá hins vegar ástæðu til þess í grein hér í blaðinu að reyna að gera þetta framtak okkar tortryggilegt og gefa í skyn að með þessu værum við að þjóna annarlegum hagsmunum. Ég get fullvissað Óskar um að okkur gekk ekki annað til en ein- lægar áhyggjur af afleiðingum þess að óheftur ribbaldakapítalismi fengi að leika lausum hala í íslenskri kosningabaráttu og gæti þannig gert út um það, hvaða flokkar og stjórnmálaöfl fara hér með völd, og öðlast um leið möguleika á að beita þessum öflum í sína þágu. Sumum kann að finnast að í borgarstjórnar- kosningum sé ekki eftir þeim stór- hagsmunum að slægjast að stórfyr- irtæki væri reiðubúið að greiða auglýsingaherferð einhvers stjórn- málaflokks í von um að hann hefði úrslitaáhrif á afgreiðslu mála hjá borginni, Við skulum því setja upp ímynd- að dæmi. Segjum sem svo að flokki, sem sáralítils fylgis nyti í skoðana- könnunum, tækist með vel heppn- aðri auglýsingaherferð að komast í oddaaðstöðu í borginni og fengi þar með borgarstjóraembættið. Hann myndaði meirihluta með flokki sem ekki hefði trú á hæfni frjáls hag- kerfis til að mynda hálaunuð störf. Eina leiðin til að skaffa störf væri framhald stóriðjustefnu; uppbygg- ing 5, 10, eða 15 álvera um allt land og til þess væri fórnandi að selja til þeirra orku á tombóluprís. Eins og allir vita hafa Orkuveita Reykjavík- ur og Landsvirkjun ekki gengið fyllilega í takt í þeim efnum á und- anförnum árum, Orkuveitan verið í nokkurri samkeppni við Lands- virkjun og lagt kapp á að kaupa orkuréttindi víða um landið, þannig að nú eru þessi fyrirtæki sambæri- leg að stærð. Segjum sem svo að sömu öfl réðu landstjórninni og borginni og þau stefndu að því að einkavæða Landsvirkjun og bjóða hið einkavædda fyrirtæki til sölu á heimsmarkaði. Mundi ekki ein- hverjum álrisanum þykja það til- vinnandi fórnarkostnaður að borga reikninginn af einni eða tveimur auglýsingaherferðum smáflokksins í von um að þessu lík staða gæti komið upp? Sem betur fer er þetta langsótt röksemdafærsla. En við lifum á tímum heimsvæðingarinnar í við- skiptum og höfum séð hvernig alþjóðleg risafyrirtæki hafa teygt anga sína inn á öll svið mannlegrar tilveru og þá ekki síst stjórn- málanna. Hugveitur í Bandaríkjun- um, hvort sem þær teljast á hægri væng eða vinstri, eru sammála um það að átök á heimsvísu á næstu áratugum muni ekki snúast um hug- myndafræði, heldur orkulindir. Þess vegna er það ekki „nútíma- legt“ að neita alfarið að setja ribb- aldakapítalismanum eðlilegar skorður á stjórnmálasviðinu. Það er gamaldags og forneskjulegt, já, og beinlínis háskalegt. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Auðvæðing kosningabaráttu? Í DAG TENGSL FJÁR- MAGNS OG LÝÐ- RÆÐIS ÓLAFUR HANNI- BALSSON Átök á heimsvísu á næstu áratugum munu ekki snúast um hugmyndafræði, heldur orkulindir. Brýnasta úrlausnarefni í umhverf- ismálum á Akureyri er að draga úr svifryksmengun svo andrúms- loft á Akureyri standist heilbrigð- iskröfur sem gerðar eru í þéttbýli í Evrópu. Helstu leiðir til úrbóta: gjörbreyttar og tíðar almennings- samgöngur, sem kostaðar verða alfarið úr sameiginlegum sjóðum, notkun loftbóludekkja í stað nagla- dekkja hér innanbæjar og hreins- un gatna. Einnig þarf að flýta upp- byggingu hjóla- og göngustíga og tengja þá betur saman. Trúlega kæmi sér þó best við- horfsbreyting til þess að ganga frekar í vinnu og skóla, heldur en aka fyrir þá sem það geta. Það bætti í senn andrúmsloftið og lýð- heilsu bæjarbúa. Setja þarf upp mælistöð sem mælir ástand and- rúmsloftsins og gefa bæjarbúum upplýsingar þá daga sem svifryk og önnur efnasambönd fara yfir heilsuverndarmörk. Mæla þarf hauggas frá sophaugum á Glerár- dal. Hanna umhverfisvísa, sem nýtist til að meta ástand, árangur og viðhorf. Akureyringar eiga að vera til fyrirmyndar í endurvinnslu, svo sem moltugerð. Þeir þurfa að draga úr úrgangi, flokka mikið meira en gert er og útbúa jarð- gerðarstöð á láglendi í stað þess að láta berjast við jarðgerð í 250 m hæð yfir sjávarmáli. Jarðgerðar- stöð sem væri með upphituð plön og nýtti jarðhita til að flýta jarð- gerðinni hluta ársins. Þannig yrði jarðgerðarstöð þrifalegt, lyktar- laust svæði engum þyrnir í augum, heldur þrifalegur 6-10 manna vinnustaður. Yfirbyggðir skálar ásamt tromlum og tækjum sem til þyrfti, yrði forsenda fyrir rekstri og öllum skilyrðum til reksturs slíks staðar yrði fullnægt. Gera þarf stórátak í frágangi og umhirðu opinna svæða og nýta þau enn betur en gert hefur verið. Umhverfisþáttum má gera skarp- ari skil í allri stefnumótun og skipulagsvinnu líkt og þegar Árni Steinar var umhverfisstjóri bæj- arins. Ný vistvæn atvinnutæki- færi tengjast vel skipulögðum svæðum. Fyrirtæki sem sýna frumkvæði í umhverfisvænum háttum eiga að njóta hvatningar og styrkja frá ákveðnum umhverf- issjóði. Akureyringar eiga skilið að fá fólk í bæjarstjórn sem vill og getur gert talsvert betur í umhverfis- og atvinnumálum en fráfarandi bæjarstjórn. Höfundur skipar 2. sæti á V- lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri. Hreinar línur - velferð - umhverfi - atvinna UMRÆÐAN KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI SKRIFAR UM UMHVERFISMÁL Þann 1. maí urðu þau tímamót að borgarar átta þjóðlanda bættust í hóp þeirra þjóða sem geta komið til Íslands og stundað hér atvinnu án takmarkana. Það kom skýrt fram í ræðum þann dag að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar eru um margt uggandi yfir þessari þróun. Óttinn beinist að því að kjara- samningar verði brotnir á útlendingum, sem hingað koma, með þeim afleiðingum að kjör muni almennt versna, og að til lengri tíma geti vera þeirra á íslenskum vinnumarkaði aukið atvinnu- leysi meðal heimamanna. Full ástæða er til að taka þessar áhyggjur alvarlega og ljóst er að álagið á Vinnumálastofnun og verkalýðshreyfinguna við eft- irlit með því að kjarasamningar séu virtir mun síst minnka við þessar breytingar. Hitt er svo annað mál að varla hefði verið hægt að finna heppi- legri tímapunkt en nú til að auka frelsi í flæði vinnuafls til lands- ins. Hlutfall útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er nú orðið um 7 prósent, sem er það hæsta á Norðurlöndum. Á sama tíma hefur dregið svo úr atvinnuleysi að það mældist aðeins 1,6 prósent síðastliðinn febrúar. Við mat á vinnumarkaði er gjarnan litið svo á að þegar atvinnu- leysi er komið niður fyrir 2 prósent séu í raun fleiri farnir að vinna en virkilega vilja það. Ef það er rétt má fullyrða að enginn af öllum þeim mikla fjölda útlendinga sem er hér við vinnu hafi tekið starf frá Íslendingi. Þvert á móti er erfitt að gera sér í hugarlund að íslenskt sam- félag væri hreinlega starfshæft án erlends vinnuafls. Allt frá sjúkrahúsunum til byggingasvæða um land allt eru útlendingar ómissandi hjól til að halda vélinni gangandi. Þetta er mikilvæg staðreynd sem ekki er víst að allir geri sér grein fyrir, að minnsta kosti ekki ef hafðar eru í huga neikvæðar niðurstöður könnunar sem Ásgeir Hannes Eiríksson, veitinga- maður og fyrrverandi alþingismaður, lét gera á dögunum og sýndi að ótrúlega hátt hlutfall þjóðarinnar ber í brjósti sér nei- kvæðar tilfinningar gagnvart útlendingum sem hafa kosið að setjast hér að eða sækja vinnu. Það þarf að vinna á móti þeim til- finningum með öllum tiltækum ráðum. „Okkur ber að gæta systra okkar sem bræðra, innlendra og erlendra,“ sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Lands- sambands íslenskra verslunarmanna, í 1. maí ávarpi sínu á Ing- ólfstorgi þegar hún lýsti áhyggjum sínum yfir því að erlent starfsfólk væri ráðið hér á launum undir lágmarkstöxtum. Von- andi geta sem flestir gert þessi orð Ingibjargar að sínum í sem víðustu samhengi. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Útlendingar sem eru hér við störf hafa ekki tekið vinnu frá Íslendingum. Óttinn við hið óþekkta Þvert á móti er erfitt að gera sér í hugarlund að íslenskt samfélag væri hreinlega starfshæft án erlends vinnuafls. Allt frá sjúkrahúsunum til byggingasvæða um land allt eru útlendingar ómissandi hjól til að halda vélinni gangandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.