Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 90
34 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 30 1 2 3 4 5 6 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  19.30 Fram og Fylkir mætast í deildarbikar karla í handbolta í Framhúsinu.  19.30 Haukar og Valur mætast í deildarbikar karla í handbolta á Ásvöllum.  20.00 FH og Keflavík mætast í úrslitaleik deildabikars karla í knatt- spyrnu á Stjörnuvelli í Garðabæ. ■ ■ SJÓNVARP  18.40 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Manchester City og Arsenal. Sunderland-Fulham sýndur á hliðarrás.  18.40 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Celta Vigo og Barcelona. FÓTBOLTI Staða Eiðs Smára Guð- johnsen hjá Englandsmeisturum Chelsea var helsta umræðuefnið á fundi Arnórs Guðjohnsen, föður og umboðsmanns Eiðs Smára, og Peter Kenyon, stjórnarformanni Chelsea, sem fram fór í London í gær. Að sögn Eggerts Skúlasonar, fjölmiðlafulltrúa þeirra feðga hér á landi, var fundurinn mjög góður þó svo að engin niðurstaða hefði fengist um hvort framtíð Eiðs lægi hjá Chelsea eða annars staðar. Hvorki Eiður né knattspyrnu- stjórinn Jose Mourinho voru við- staddir fundinn þar sem þeir voru í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Blackburn sem fram fór í gærkvöldi. „Það eina sem var ákveðið var að halda áfram að ræða saman á næstu vikum. Það er fjarri því að Eiður sé eini leikmaðurinn hjá lið- inu sem er að kanna og meta sína stöðu og það er því mikið um funda- höld hjá þessum mönnum,“ sagði Eggert en staðfesti að á fundinum hefði verið blásið á allar sögusagn- ir þess efnis að Eiði og Mourinho hefði lent saman. Eiður á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistarana og segir Eggert að það geti vel farið svo að hann klári þann samning. „Það getur verið að hann verði lykil- maður hjá Chelsea á næsta tímabili og það getur líka verið að hann fari frá liðinu.“ Spurður um hvort einhver önnur félög hafi spurst fyrir um Eið sagði Eggert: „Það hefur verið þannig síðan Eiður var hjá Bolton en það er ekkert öruggt eða ákveð- ið í þeim efnum.“ Eiður hefur verið orðaður við ýmis lið í ensk- um fjölmiðlum á undanförnum dögum og í gær sagði blaðið Ind- ependent frá því að Eiður væri einn af þremur leik- mönnum sem væru líklega á förum frá Chelsea í sumar. Er hann sagður undir smásjánni hjá Totten- ham og að svo gæti farið að Chel- sea myndi bjóða Eið sem hluta af kaupverðinu á sóknarmanninum Jermain Defoe. Þá eru Manchester United og Arsenal einnig sögð vera með Íslendinginn undir smásjánni. Stuðningsmenn Chelsea tjá sig mikið um hugsanlega för Eiðs frá félaginu á opin- berri heimasíðu sinni og sést ljóslega að flestir stuðningsmannanna vilja með engu móti að hann verði seldur. „Einn af okkar hæfileikaríkustu leikmönnum“ og „leik- maður sem á sér engan líkan í Evrópu. Það yrði ómögulegt að leysa hann af,“ eru dæmi um þau ummæli sem sögð eru um Eið á spjallinu. vignir@frettabladid.is Arnór og Kenyon ræddu um stöðu Eiðs Smára Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, átti fund með Peter Kenyon, stjórnarformanni Chelsea, í gærmorgun þar sem staða Eiðs hjá félaginu var rædd. Góður fundur, segir talsmaður Eiðs Smára á Íslandi. PETER KENYONARNÓR GUÐJOHNSEN EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Gæti verið á leið frá Chelsea í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES „Miðað við hvernig komið hefur verið fram við leikmenn í vetur, fyrrum þjálf- ara Alfreð og núverandi þjálfara hef ég engan áhuga á því að vera hér áfram,“ sagði Sigfús við Fréttablaðið í gær. Sig- fús hefur ekki verið í náðinni undanfarið og er orðinn langþreyttur á stöðu sinni og hugsar sér því til hreyfings. Sigfús hefur verið í viðræðum við danska félagið Tvis/Holstebro en nú er ljóst að hann er ekki á leiðinni til Danmerkur. „Ég kann ekki við það þegar klúbbar gera mér tilboð í gegnum tölvupóst, breyta þeim síðan og ljúga að mér hvað varðar skatta og fleira. Ef menn reyna þetta einu sinni þá reyna þeir þetta aftur. Ég afþakkaði því tilboð Holstebro,“ sagði Sigfús sem leist þó ágætlega á aðstæður hjá félaginu. „Það eina sem ég fór fram á var að ég fengi það sem þeir buðu mér fyrst. Hefðu þeir staðið við það og verið með öll önnur mál á hreinu, þá hefði ég samið við liðið. Þeir buðu mér ákveðna upphæð, bíl og íbúð, en síðan breyttu þeir tilboðinu til muna. Þá höfðu þeir til dæmis lækkað heild- arlaunin um fimmtíu prósent,“ sagði Sigfús sem afþakkaði tilboðið pent. „Eftir allt þetta fúsk sagði ég hingað og ekki lengra. Ég hef ekki áhuga á því að láta einhvern forráðamann fífla mig, og reyna svo að koma sér út úr þessu. Það kemur ekki til greina,“ sagði Sigfús sem er orðinn mjög eftirsóttur. Sex lið í þýsku úrvalsdeildinni hafa verið í sambandi við kapp- ann, auk fjögurra liða á Spáni. Hann á fund með forráða- mönnum Nordhorn síðar í vikunni og viðurkennir að peningar muni hafa áhrif á það hvaða lið hann velur. „Ég ætla að reyna að fá sem mestan pening þar sem það fer að styttast í annan endann á ferl- inum hjá mér,“ sagði Sigfús Sigurðsson. LÍNUMAÐURINN ÓGNARSTERKI SIGFÚS SIGURÐSSON: ER Á FÖRUM FRÁ ÞÝSKA LIÐINU MAGDEBURG Ætla að reyna að fá sem mestan pening KÖRFUBOLTI Fyrrverandi samherj- arnir og erkifjendurnir, Kobe Bry- ant og Shaquille O´Neal, fjölguðu mannkyninu nánast á sama tíma í fyrrinótt en þá eignuðust þeir báðir dóttur. Að–eins sex mínútum munaði á fæðingunum tveim en þetta var sjötta barn Shaq en annað barn Kobe. Eins og frægt er orðið töluðust þeir kumpánar ekki við í langan tíma en ákváðu að slíðra sverðin fyrr í vetur. Nokkrum klukkustundum fyrir fæðinguna hafði Kobe tryggt LA Lakers ótrúlegan sigur á Phoenix í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA með stórkostlegri flautu- körfu í framlengingu. „Þetta var stórkostlegur endir á ótrúlegum degi í lífi mínu,“ sagði Kobe. - vig Shaq og Kobe: Eignuðust dæt- ur á sama tíma KOBE OG SHAQ Ná ekki vel saman en eru þó samstiga í barneignum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Deildarbikar karla í handbolta hefst í kvöld með tveim- ur leikjum en rétt eins og í kvenn- aflokki eru það þau fjögur lið sem höfnuðu í efstu sætum DHL-deild- arinnar sem taka þátt í keppninni. Íslandsmeistarar Fram taka á móti Fylki í Safamýrinni, en Fyl- kir hafnaði í 4. sæti deildarinnar. Þá taka Haukar á móti Valsmönn- um á Ásvöllum. Það lið sem er fyrr til að vinna tvo leiki í einvígjunum vinnur sér rétt til að spila í úrslit- um deildarbikarsins. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, sagði við Frétta- blaðið í gær að hans menn væru ekki orðnir saddir þrátt fyrir að hafa tryggt sér Íslandsmeistara- titilinn um síðustu helgi. „Við mætum í þessa leiki af fullum krafti og stefnum á sigur,“ sagði Guðmundur. - vig Deildarbikar karla: Erum ekki orðnir saddir ÍSLANDSMEISTARAR FRAM Ætla sér sigur í deildarbikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR > Dani æfir með Fylki Danski vinstri bakvörðurinn Rasmus Olsen æfir þessa dagana með Fylki en hann kom til liðsins á sunnudaginn. Hann er samningslaus og því þyrfti Fylkir ekki að borga liði hans, Thisted FC, krónu fyrir þjónustu hans. „Ég ætla að líta á aðstæður og sjá svo til. Ég er ekki viss um hvort þetta sé eitthvað fyrir mig en það verður bara að koma í ljós. Ef ég fæ góðan samning getur vel verið að ég semji við liðið og komi svo aftur eftir sumarið og spili með Thisted í 1. deildinni,“ sagði hinn 24 ára gamli Olsen við staðarblaðið í Thisten í gær. Olsen spilaði æfingaleik með Fylki í gær gegn Víði í Garði en hvort samið verður við hann ætti að skýrast í vikunni. Deildabikar kvenna: ÍBV-VALUR 21-24 Mörk ÍBV: Renata Horvadt 5, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Pavla Plaminkova 4, Simona Vintila 4. Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 8, Alla Georg- ijsdóttir 7, Sigurlaug Rúnarsdóttir 4. Enska úrvalsdeildin: BLACKBURN-CHELSEA 1-0 1-0 Steven Reid (43.). Þýski handboltinn: GÖPPINGEN-KRONAU/ÖST. 29-28 Jaliesky Garcia Padron skoraði tvö mörk fyrir Göppingen. LEIKIR GÆRDAGSINS Hitað upp fyrir sumarið Í kvöld klukkan 20 verður hitað rækilega upp fyrir knattspyrnusumarið þegar Íslandsmeistarar FH og Keflavík mætast í úrslitaleik deildabikars KSÍ. Leikurinn fer fram á Stjörnuvelli í Garðabæ og minnir rækilega á að tæpar tvær vikur eru í að Íslandsmótið hefjist. FÓTBOLTI Blackburn tryggði sér 6. sætið í ensku úrvalsdeildinni í gær með fræknum sigri á Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði allan leikinn fyrir Englandsmeist- arana. Craig Bellamy fékk besta færi Blackburn en skot hans fór í þver- slána, David Bentley náði frákast- inu en skallaði boltann fram hjá markinu úr dauðafæri. Eiður Smári fékk besta færi Chelsea þegar hann skaut boltanum í stöng eftir fyrirgjöf en inn vildi boltinn ekki. Steven Reid skoraði eina mark leiksins með skalla eftir auka- spyrnu og allt ætlaði um koll að keyra á Ewood Park, enda rík ástæða til. Það er ekki alltaf sem Chelsea er lagt af velli. - hþh Enska úrvalsdeildin í gær: Blackburn lagði Chelsea BARÁTTA Hún dugði Chelsea ekki til sigurs gegn Blackburn. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Fyrri hálfleikur var lengst af jafn og spennandi. Vals- stúlkur byrjuðu betur og skoruðu tvö fyrstu mörkin en ÍBV svaraði strax og komst í 3-2. Jafnræði var með liðunum þar til undir lok hálf- leiksins þegar Eyjastúlkur áttu góðan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og lögðu grunninn að 13-10 forystu í hálfleik. Renata Horvadt lék virkilega vel og skoraði fimm mörk í fyrri hálfleiknum í jafn mörgum skotum. Íslandsmeistararnir í ÍBV komu gríðarlega grimmar til leiks í síðari hálfleik en Valsstúlkur sváfu aftur á móti rækilega á verðinum. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörkin og Valsstúlkur gátu ekkert gert gegn leiftursóknum ÍBV, með Florentinu Grecu í sér- flokki í markinu. Valsstúlkur skiptu síðan um ham og áttu frábæran sprett sem skilaði þeim í stöðuna 18-17. ÍBV komst aftur þremur mörkum yfir og var spennan mikil. Frá því að vera 16-10 undir náðu Valsstúlkur að jafna leikinn í 20-20, með mikilli baráttu í bland við klaufaskap Eyjastúlkna sem glutruðu forskoti sínu á ótrúlegan hátt. Berglind Íris Hansdóttir hrein- lega lokaði Valsmarkinu á loka- sprettinum og var, eins og svo oft áður, vítamínssprautan sem tryggði Valsstúlkum sigurinn en lokatölur í Eyjum voru 24-21, Vals- stúlkum í vil. Svo sannarlega frækinn sigur hjá þeim á erfiðum útivelli í Vestmannaeyjum. Þær eru því komnar með for- ystu í úrslitaeinvíginu um deilda- bikar kvenna en næsti leikur lið- anna fer fram annað kvöld í Laugardalshöll klukkan 19.30. Ljóst er að verkefni ÍBV verður erfitt en sigur Valsstúlkna gefur þeim góð fyrirheit fyrir næsta leik á heimavelli sínum. Tvo sigurleiki þarf til að tryggja sér deildabikar- inn og því gæti bikar farið á loft í Höllinni annað kvöld. - hþh Valur bar sigurorð af ÍBV í fyrsta leiknum í úrslitum deildabikars kvenna í gær: Ótrúlegur viðsnúningur Vals ÁGÚSTA EDDA Átti frábæran leik fyrir Vals- stúlkur í gærkvöldi og skoraði átta mörk. Hún var einkum drjúg á lokasprettinum í leiknum.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.