Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 78
 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR22 Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra lýsti því yfir á dögunum að nú vildi hann fara að hefjast handa við uppbyggingu Samgöngumið- stöðvar í Vatnsmýrinni eins og samkomulagið við Steinunni Val- dísi borgarstjóra hljóðar uppá. Sturla er búinn að tryggja fjár- magn til verksins og ítrekar mikil- vægi þess að lóð verði afmörkuð fyrir starfsemina til þess að hægt verði að hefjast handa. Viðbrögð borgarstjórans í Reykjavík við erindi samgönguráðherrans eru hins vegar engin ef marka má fréttir undanfarna daga. Málið er í nefnd eins og sagt er og ekki er vitað hvort hún á að skila af sér fyrir eða eftir kosningar. Tengja saman flugið og almenn- ingssamgöngur á landi Staðsetning samgöngumiðstöðvar er gríðarlega mikilvæg og þarf að taka til margra þátta. Samgöngu- miðstöðin þarf að þjónusta flugið til og frá borginni og hún þarf að þjónusta almenningssamgöngurn- ar bæði innan borgar og utan. Til þess að Samgöngumiðstöðin nái að þjónusta þessa meginpósta almenningssamgangna þá þarf staðsetningin að vera vel útfærð. Tilvalinn staður fyrir þessa starf- semi er við gatnamót Hringbraut- ar og Njarðargötu. Þessi staðsetn- ing tengir saman tvo meginstrauma út úr borginni, hún er vel staðsett miðað við að flugvöllur verði á Lönguskerjum auk þess sem teng- ing og nálægð við miðborgina er ákjósanleg. Aðrir þættir eins og nálægð við Háskóla Íslands og Landspítalann skipta líka miklu máli. Þetta er lóðin sem borgin á að úthluta Sturlu. Þessi lóð hefur staðsetningu sem getur lagt grunn- inn að öflugum almenningssam- göngum í Reykjavík sem tengjast landinu öllu. Það er löngu tíma- bært að miðstöð almenningssam- gangna verði fundinn verðugur staður í höfuðborg landsins. Höfum hana miðsvæðis og tengj- um saman hina ólíku samgöngu- möguleika landsmanna með öfl- ugri samgöngumiðstöð eins og við sjáum útum allan heim í löndum sem við helst viljum bera okkur saman við. Styð Sturlu Það er auðvelt að setja sig í spor samgönguráðherrans. Hann gerði samkomulag við borgarstjórann í Reykjavík um uppbyggingu sam- göngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni og vill núna ljúka því máli með því að ákveða endanlega stað- setningu miðstöðvarinnar svo hægt verði að hefjast handa. Ekk- ert svar, því málið er í nefnd. Framtíðarstaðsetning samgöngu- miðstöðvar er mál sem borgar- stjórinn í Reykjavík virðist hafa sett á ís vegna þess að hún er í kosningabaráttu þar sem hennar flokkur getur ekki tekið afstöðu til framtíðar innanlandsflugsins. Reyndar er flokksbróðir sam- gönguráðherrans, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, ekki alveg viss hvernig hann vill leysa framtíð innanlandsflugsins heldur, þannig að lausnina á staðsetningu sam- göngumiðstöðvar er alveg örugg- lega ekki að finna hjá Samfylk- ingunni og Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur sett fram skýra stefnu sem tekur mið af hags- munum ólíkra sjónarmiða og finnur sameiginlega lausn. Flug- völlur á Lönguskerjum er þjóðar- sátt í þessu erfiða deilumáli. Þessi þjóðarsátt er tillaga okkar framsóknarmanna og staðsetn- ing á samgöngumiðstöð í höfuð- borginni þarf að taka mið af henni. Hversu mótsagnakennt sem það kann að virðast að þá verður Sturla sennilega að bíða eftir því að Framsóknarflokkur- inn verði í aðstöðu til að úthluta honum lóð undir samgöngumið- stöð því félagar hans í Sjálfstæð- isflokknum geta ekki tekið ákvörðun í málinu. Ekki frekar en Samfylkingin. Höfundur skipar 2. sæti B-list- ans í Reykjavík. Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni UMRÆÐAN ALMENNINGS- SAMGÖNGUR ÓSKAR BERGSSON REKSTRARFRÆÐINGUR Kort af samgöngumiðstöð Reyndar er flokksbróðir sam- gönguráðherrans, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, ekki alveg viss hvernig hann vill leysa framtíð innanlandsflugsins heldur, þannig að lausnina á staðsetn- ingu samgöngumiðstöðvar er alveg örugglega ekki að finna hjá Samfylkingunni og Sjálf- stæðisflokknum. Síðasta vetur átti ég málefnalega fundi með Samfylkingarfólki um Akureyri í öndvegi og verðlauna- tillöguna sem lögð er til grund- vallar við endurskipulagningu miðbæjarins. Ekki var annað að skilja á því góða fólki en þeim þætti allt þetta mál mjög álitlegt og sú lausn sem felst í verðlauna- tillögunni – að grafa bátaskurð upp að Skátagili – uppfylli þau markmið íbúaþings að mynda þarna „skjól og sól“. Ég er líka algjörlega sammála dómnefnd arkitektasamkeppninn- ar um að verðlaunatillagan sé vel til þess fallin að ná þessu mark- miði og tryggir að byggingar þró- ist meira til austurs og vesturs á svæðinu. Það verður til þess að skjól myndast gagnvart ríkjandi vindáttum auk þess sem skurður- inn og bakkarnir í kringum hann tryggja að sólar nýtur mun meira í miðbænum en annars væri. Við það bætist að sportbátar og skútur leggja þar við festar og auðga svæðið viðbótarlífi eins og margir hafa séð í útlöndum og hrifist að. Um þá möguleika sem við þetta myndast væri hægt að hafa mörg orð enda eru flestir sem hafa kynnt sér málið af alvöru sam- mála um að með þessari lausn hafi nýir möguleikar skapast til þess að gera miðbæinn að lifandi, skjól- góðu og aðlaðandi umhverfi sem íbúar og gestir leita til. Eitthvað annað? Það kom mér því eins og köld vatnsgusa þegar vinur minn Ásgeir Magnússon tilkynnti fyrir hönd Samfylkingarinnar að best væri að halda áfram að skoða allar hugmyndir um breytingar á mið- bænum, rétt eins og menn hefðu ekkert verið að leiða hugann að því undanfarið. Þegar því er svo bætt við að best sé að hverfa frá þeirri lausn sem verðlaunatillag- an býður upp á og þar á meðal þeim möguleikum sem skurðurinn veitir, get ég ekki betur séð en að flokkurinn ætli sér að setja allt þetta mál í uppnám og gera svo bara eitthvað. Með þessu er flokkurinn að gefa öllu því ágæta starfi sem unnið hefur verið í þessu máli langt nef. Allt frá íbúa- þinginu og til meðferðarinnar innan bæjarkerfisins. Þegar þeir segja að „Samfylk- ingin vilji skoða allar hugmyndir um breytingar sem tryggja lifandi og spennandi miðbæ“ þá spyr ég nú bara: Hvar hafið þið eiginlega verið? Hefur umræðan og ákvarð- anaferlið sem unnið hefur verið eftir farið algjörlega fram hjá þessu ágæta fólki? Veit það ekkert hvað hefur verið að gerast? – eða er verið að nota allt þetta mál til að skapa sér pólitískt svigrúm til að ná sér í prik fyrir kosningarnar? Svei því. Fráleitar kostnaðartölur Þó tekur alveg út yfir allt þegar Ásgeir heldur því blákalt fram að gerð skurðarins upp að Skipagötu (fyrri áfangi) muni kosta milli 700 til 1000 milljónir króna og segir að betra sé að nota það fé til „þarfari þjónustu við bæjarbúa“. Þessar tölur eru auðvitað bara bull og vitna ég þá í mjög vandaða kostn- aðarúttekt um gerð skurðarins, sem unnin var af sérfræðingum Siglingastofnunar. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að kostnaður gæti numið allt að 250 milljónum króna og er þá verið að tala um skurðinn í fullri lengd – upp að Hafnarstræti – en ekki upp að Skipagötu. Við það bætist kostnað- ur við gerð brúar, sem ríkið mun væntanlega taka þátt í, og ýmis frágangur svo þeir sem vilja byggja á þessum stað geti hafist handa, auk niðurrifs bygginga þegar að því kemur að fara alla leið upp að Hafnarstræti. En að kostnaður bæjarins verði allt að einum milljarði króna við að gera skurðinn upp að Skipagötu er gjör- samlega út í bláinn. Raunar spyr ég mig að því hverju svona mál- flutningur á að þjóna. Jákvæð viðbrögð fjárfesta Þegar þess er svo gætt að fjárfest- ar hafa sýnt mikinn áhuga á að byggja í kringum skurðinn og hefja þar öfluga starfsemi, eru þeir auðvitað um leið að lýsa yfir því að skipulagið í samræmi við verðlaunatillöguna sé mjög áhuga- vert. Þeir eru þess vegna tilbúnir að leggja fram mikla fjármuni til að taka þátt í uppbyggingu á þeim grunni en ekki einhverjum allt öðrum. Hins vegar veit enginn hvort þeir hafa áhuga á að bíða eftir niðurstöðum Samfylkingar- manna um annað skipulag þar sem kostum verðlaunatillögunnar hefur verið kastað fyrir róða. Þess vegna er þetta furðulega innlegg Samfylkingarinnar í þetta mál nú nokkrum mínútum fyrir kosningar hið versta mál. Vonandi verður þetta rugl ekki til að raska þeim áformum sem mótaðar voru á íbúaþingi og fengu líf með þeirri snjöllu lausn sem felst í verð- launatillögunni. Þetta mikilvæga málefni má ekki verða söluvara í dægurþrasi pólitískrar umræðu og skammtímasjónarmiða. Til þess er það allt of mikilvægt fyrir þróun bæjarins. Snjöll lausn orðin að pólitísku bitbeini? UMRÆÐAN SKIPULAGSMÁL Á AKUREYRI RAGNAR SVERRISSON KAUPMAÐUR Það kom mér því eins og köld vatnsgusa þegar vinur minn Ásgeir Magnússon tilkynnti fyrir hönd Samfylkingarinnar að best væri að halda áfram að skoða allar hugmyndir um breytingar á miðbænum, rétt eins og menn hefðu ekkert verið að leiða hugann að því undanfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.