Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 54
14 Á síðasta ári gerðust þau tíðindi að Háskólinn í Reykjavík og Tæknihá- skóli Íslands sameinuðu starfssemi sína undir nafni fyrrnefnda skólans. Bjarki A. Brynjarsson, átti þátt í sameiningunni en hann hefur síðan þá unnið ötull að uppbyggingu tækni- og verkfræðideildar skólans sem hann er nú forseti yfir. Í viðtali við Iðnaðarblaðið segir Bjarki frá því öfluga starfi sem fram fer innan deildarinnar og hversu miklu máli námið skiptir fyrir iðnaðinn. „Við sameininguna rann tækni- fræði, lífeinda- og geislafræði og frumgreinasvið gamla Tæknihá- skólans saman við tölvunarfræði Háskólans í Reykjavík, svo að úr varð ný tækni- og verkfræði- fræðideild,“ segir Bjarki. „Á sama tíma var hafin uppbygging fimm nýrra greina í verkfræði, sem nú eru kenndar við skólann. Það er að segja fjármála-, rekstrar-, hugbún- aðar-, heilbrigðis- og iðnaðarverk- fræði.“ Starfsemi deildarinnar er sem stendur í nokkrum húsum. „Í sumar verður hagræðing á ríkjandi fyrir- komulagi en þá munum við flytja verk- og tölvunarfræðinám í Morg- unblaðshúsið þegar blaðið flytur starfsemi sína annað,“ segir Bjarki. „Kennslustofur verða á fyrstu hæð, starfsmenn á annari og svo verð- ur hrint af stað frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi sem tengist inn í deildina og höfð verður í turn- inum ofan á fyrstu tveimur hæð- unum. Þar erum við að byggja upp rannsóknarstarf af fullum krafti og erum að ráða til okkar úrvalsfólk hvaðanæva að úr heiminum, enda fylgjumst við vel með því sem er að gerast erlendis,“ segir hann. Bjarki segir að ímynd skólans hafi til þessa verið sterklega tengd viðskiptagreinum, en telur framan- greint sýna að skólinn sæki nú mikið fram í tækni- og verkfræðigreinum. „Ásóknin í námið hefur verið góð og höfum við þar af leiðandi náð settum markmiðum, en alls stunda 1.100 nemendur nám við deildina,“ segir hann. „Er hún þar með orðin að stærstu deild innan Háskólans í Reykjavík.“ „Við viljum þó hvetja ungt fólk til þess að vera enn duglegra að sækja þessar greinar. Fjöldi nem- enda á háskólastigi í landinu hefur aukist hratt, en aukningin hefur ekki verið alveg sú sama í tækni- og verkfræðigreinum. Skortur á fag- menntuðu fólki á þessu sviði hefur auðvitað þau áhrif að nýsköpun er ekki nógu mikil í samfélaginu en þessar greinar eru forsenda henn- ar. Samanborið við nágrannalönd okkar, er hlutfall nema í tækni- og verkfræðinámi lágt.“ „Það er skortur á fólki í fram- haldsskólum sem tekur stærðfræði og raungreinar sem undirstöðu, sem er aftur forsenda þess að geta stundað þetta nám. Ég sakna þess líka að sjá ekki fleiri konur í nám- inu.“ Bjarki telur félagslegar ástæð- ur liggja þar að baki, en segir að konur sem þegar stundi nám í þess- um greinum standi sig aftur á móti vel. „Nemendurnir sem sköruðu til dæmis fram úr í verkfræðináminu núna síðast og hlutu verðlaun eru úr hópi kvenna,“ segir hann. Bjarki álítur að fólk geri sér almennt heldur ekki grein fyrir því hversu vel launuð störf eru í tækni- og verkfræðigeiranum. Þar sem mikil eftirspurn er eftir fólki með menntun á þessu sviði, séu margir komnir með vinnu áður en námi lýkur. Þetta sé traust undir- stöðumenntun fyrir ungt fólk. Við það má bæta að í bígerð er atvinnu- þjónusta fyrir nemendur á leið út á atvinnumarkaðinn. Bjarki segir að það sé mikill áhugi á að fylgja nemendum eftir. Útskrifaðir nem- endur geti alltaf leitað til skólans, svipað og þegar einstaklingar leita til síns banka. Nemendur slíti því ekki alveg tengslin við útskrift og geti líka alltaf bætt við sig þekk- ingu með símenntun. Að lokum bendir Bjarki á að búið sé að þróa gott þriggja ára langt iðnaðarnám sniðið að þörfum útivinnandi fólks, en Samtök iðn- aðarins áttu stóran þátt í að koma því af stað. „Þetta er tækninám sem brúar bil á milli iðnaðarmanna og verkfræðinga og veitir aukinn styrk ofan á þá menntun sem þeir hafa þegar. Þeir fá meistararéttindi sem þegar hafa lokið sveinsprófi. Þetta er spennandi nýjung fyrir þenn- an markhóp sem hefur tekið vel við sér því nú eru um 200 hundr- uð iðnaðarmenn sem stunda fjar- nám ásamt vinnu sinni. Þeir mæta tvisvar sinnum á önn í stöðuúttekt, en vinna annars allt í fjarnámi á netinu. Segja mætti að með þessu móti hafi nýjum krafti verið hleypt í námið enda opnar þetta ótal aðra möguleika fyrir iðnaðarmenn. Þetta hentar iðnaðarmönnum vel sem hafa ekki komist frá vegna eftir- spurnar á vinnumarkaði,“ segir Bjarki. Traust menntun fyrir ungt fólk Bjarki A. Brynjarsson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR segir mikla eftirspurn eftir fólki sem menntað hefur sig í tækni og verkfræði. Margir séu komnir með vinnu áður en námi lýkur. Bjarki A. Brynjarsson segir að Háskólinn í Reykjavík sæki nú mikið fram í tækni- og verkfræðigreinum. Hér sést hann við störf með nem- endum sínum. FRETTABLADID/ANTON ■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ nám fjölbreytt við allra hæfi I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda- virkjun • Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu í forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Meistaraskólinn er sérstakur skóli fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í sínum iðngreinum og vilja afla sér kunnáttu til að reka eigin fyrirtæki og réttinda til að taka nema. Í kvöldskólanum er boðið upp á margvíslegt nám, bæði fagnám og almennt nám. Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting • Fataiðnabraut (klæðskurður og kjólasaumur) • Gull- og silfursmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðlabraut • Tækniteiknun • Margmiðlunarskólinn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. Í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. fjarnám Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is alm ennt svið h önnunars vi ð rafiðnasv ið fjarnám sérdeild a sv ið by ggingasvið tö lvusvið kv öldskóli up p lý si n ga - o g m a rg m ið lun arsvið m eistaraná m 3. og 4. maí, kl. 12–16: Innritun fyrir alla aðra en þá sem ljúka grunnskólaprófi í vor. 12. maí: Innritun hefst í fjarnám og í kvöldskólann á vef skólans www.ir.is Einnig verður innritað í kvöldskólann í ágúst. Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, síma 522 6500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.