Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T L Ö N D Tveir frændur okkar Íslendinga eru í flokki með hundrað áhrifa- mestu kaupsýslumönnum í heimi í nýjasta tölublaði bandaríska vikuritsins Time. Mennirnir eru Daninn Janus Friis og Svíinn Niklas Zennström, sem fundu upp netsímahugbúnaðinn Skype og gerir netverjum kleift að nýta tölvur sínar til að hringja sín á milli með þartilgerðum sím- tækjum án þess að greiða fyrir það sérstaklega. Þeir Friis og Zennström eiga heiðurinn að öðrum hugbúnaði, sem þó er öllu vafasamari. Það er hinn geysi- vinsæli skráaskiptihugbúnaður Kaaza, sem þeir bjuggu til árið 2001. Í umsögn Time, sem setur þá Friis og Zennström í flokk með frumkvöðlum, segir að þeir séu hugsjónamenn sem hafi umturnað fjarskiptaiðnaðinum. Netuppboðsvefurinn Ebay keypti Skype af þeim félögum á 2,9 milljarða Bandaríkjadala á síð- asta ári. Friis er annar Daninn til að komast á lista Time yfir áhrifa- mestu menn í heimi. - jab Skype á lista Time STÚLKA MEÐ SKYPE-SÍMA Höfundar netsímahugbúnaðarins Skype eru á lista yfir áhrifamestu kaupsýslumenn ársins að mati Time. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar John Kenneth Galbraith, einn af áhrifamestu hagfræðingum síðustu aldar, lést á Mount Auburn sjúkrahúsinu í Cambridge í Bandaríkjunum á laugardag, 97 ára að aldri. Galbraith fæddist í Ontario í Kanada 15. október árið 1908. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Skotlandi. Galbraith útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá landbúnaðarháskólanum í Ontario árið 1931 og doktorsgráðu í hagfræði frá Berkeley-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum þremur árum síðar. Sama ár bauðst honum staða til eins árs við háskólann í Cambridge í Bretlandi. Þar komst hann í kynni við kenningar breska hagfræðingsins Johns Maynard Keynes og gerðist ötull fylgismað- ur hans. Eftir það kenndi hann við nokkra háskóla en árið 1943 settist Galbraith í ritstjórastól banda- ríska viðskiptatímaritsins Fortune og stýrði hann því allt fram til 1948 er hann gerðist prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla. Þeirri stöðu hélt hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1975. Galbraith var öflugur penni en hann skrifaði um 40 bækur um efnahagsmál og ríflega þúsund blaða- og tímaritsgreinar um ýmis málefni á ferl- inum. Eitt af þekktustu verkum hans eru þrjár tengdar bækur um bandarísk efnahagsmál, sem hann skrifaði á árunum 1952 til 1967. Þar fjallaði hann meðal annars um velferðarkerfið og aukið bil á milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum eftir seinni heimsstyrjöld. Eitt rita Galbraiths, Iðnríki okkar daga, kom út í íslenskri þýðingu í flokki lærdómsrita á vegum Hins íslenska bókmennta- félags árið 1970. Bókin er ágrip sem Galbraith skrifaði sjálfur upp úr þekktustu bók sinni, The New Industrial State, sem kom út þremur árum áður, fyrir breska lesendur sína. Í umsögn um bókina segir að þar sé fjallað um eðli kapítalisma og sósíalisma. Hagfræðingurinn John Kenneth Galbraith látinn Einn af áhrifamestu hagfræðingum síðustu aldar er látinn. Hann fjallaði m.a. um aukið bil á milli ríkra og fátækra. JOHN KENNETH GALBRAITH Galbraith var einn af þekktustu hagfræðingum síðustu aldar og skrifaði um 40 bækur um efna- hagsmál og ríflega þúsund blaða- og tímaritsgreinar um ýmis málefni. Mynd/AP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir 7 prósenta hagvexti á árinu í Asíu. Hagvöxtur hefur aukist mikið í álfunni á síðastliðnum árum, sér í lagi vegna mikils útflutnings á raftækjum. Spáir IMF að útflutningurinn muni halda áfram að aukast á næst- unni. Það eina sem getur dregið úr frekari hagvexti er hækkun á olíuverði en innanlandsmarkaðir í Asíu gætu þurft að hækka verð á eldsneyti í takt við erlenda markaði. Sé það verkefni rík- isstjórna í löndum álfunnar að koma í veg fyrir aukna verð- bólgu vegna þessa. M.a. verði að hvetja fólk til þess að draga úr neyslu og spara. Þessi ráð eigi þó fremur við Kínverja en aðra íbúa álfunnar, að sögn IMF. Þá segir í spá IMF að þrátt fyrir fremur jákvæða spá verði Asíulöndin að halda áfram að greiða niður skuldir sínar jafn- framt því að bæta kjör og mennt- un íbúa landanna. - jab Góð spá fyrir Asíu ÚR VERSLUN Í PEKING Í KÍNA Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir Kínverja verða að draga úr neyslu og auka sparnað. ���������� ����� ���� ���� ��� ���������� � ������ ������� ��� ������� �� �������� ���� �� � ��������� ����� ��� ��� ��� �� ��� ��� ��� ��� �� ������ ��� ����� ���� ��� ����� � ��� � �� ������ �� ������ �� �������� �� �������� ������� ����� ��� ���� ��������� ����� � ��� ���� ��� ��� �������� ����� �� ������������ ������ ��� �� ������ ������� �� ������ �� ���������� �� ������������� �������� ����� ������ � ��� ���� ����� ���� �� �� ������ ���� ��� ��� ����� ����� ��� ���������� ��������� ���� �� �������� ������ ����� � ��� ����� ������������� �������� ����� ������ ����� �������������� �� �� ���� ��� ��� ���� ������ ��� ��� ���������� �� ����� ����� ���� ���������� �� ������������ �� ������� ������ ������ ���� ����� � ������� ����� �� �������� ������� �������� � ������� ���� �� ���� ��� ����������� ��� ����� ��������� ����� ��� ����� ������ �������� ����� � ��� ��� ������� ���� �� ������� � �������� ����� ��������� ������� ��������� � ��������� ����������� � ��� ��������� �� � ��� ���� ���������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.