Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis 4% 21% Alfesca 0% -4% Atorka Group 8% -6% Bakkavör 2% -4% Dagsbrún -6% -6% FL Group -3% 2% Flaga 16% -18% Glitnir -1% -2% KB banki 0% 2% Kögun 0% 21% Landsbankinn -2% -13% Marel 1% 12% Mosaic Fashions -3% -4% Straumur 1% 6% Össur -2% -4% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hreinar eignir stærstu lífeyrissjóðanna jukust um 19-26 prósent milli áranna 2004 og 2005. Þetta sam- svarar því að heildareignir tíu stærstu sjóðanna hafi aukist um 184 milljarða króna. Eignir þriggja stærstu lífeyrissjóðanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) og Gildis lífeyrissjóðs, jukust um rúma 123 millj- arða króna á síðasta ári en þeir bera höfuð og herð- ar yfir aðra íslenska lífeyrissjóði hvað stærð varð- ar. Eignir LSR hækkuðu um 48 milljarða, eignir LV um 40 milljarða og eignir Gildis um 35 milljarða. Eignir lífeyrissjóða breytast annars vegar með þeirri ávöxtun sem fæst af verðbréfum og öðrum eignaflokkum, en hins vegar með iðgjöldum og líf- eyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Innlend hlutabréf, sem vega þungt í eignasafni lífeyrissjóðanna, skiluðu frábærri ávöxtun á síðasta ári, þriðja árið í röð, en Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 64,7 prósent. Nafnávöxtun af innlendum hlutabréfum var um 72 prósent hjá Gildi og LV en LSR sýndi 63 prósenta raunávöxtun af innlendum hlutabréfum. Jafnframt sýndu stærstu sjóðirnar metávöxtun. Gildi sýndi hæsta raunávöxtun af þeim sjóðum sem hafa birt uppgjör sín, tæplega átján prósenta raunávöxtun, raunávöxtun LV var yfir sextán pró- sent og LSR, Lífeyrissjóður Norðurlands og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn skiluðu yfir fjórtán prósenta ávöxtun að raunvirði. Ætla má að sameiningarmál verði áberandi innan lífeyrissjóðakerfisins á næstu misserum, þannig að sjóðirnir stækki en þeim fækki að sama skapi. Almenni lífeyrissjóðurinn stækkaði umtals- vert með sameiningu við Lífeyrissjóð lækna á síð- asta ári, Frjálsi tók yfir Lífeyrissjóð Bolungarvíkur um síðustu áramót og nú stendur til að sameina Lífeyrissjóðinn Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðinn, sem eru í níunda og tíunda sæti yfir stærstu lífeyr- issjóði landsins. Eignir LSR, LV og Gildis jukust um 123 milljarða Framúrskarandi ávöxtun innlendra hlutabréfa skilar sér í metávöxtun. Hreinar eignir vaxa um 19-26 prósent milli ára. T Í U S T Æ R S T U L Í F E Y R I S - S J Ó Ð I R N I R Í Á R S L O K 2 0 0 5 Lífeyrissjóður 2005* 2004* Raunávöxtun LSR 227,4 179,8 14,0% LV 191,0 150,7 16,1% Gildi 181,3 145,8 17,8% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 71,9 59,8 12,0% Almenni lífeyrissjóðurinn 64,4 51,7 11,6% ** Lífeyrissjóður Norðurlands 47,5 39,2 14,0% Frjálsi lífeyrissjóðurinn 44,8 35,7 11,0% *** Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 41,4 33,8 13,3% Lífiðn 33,4 27,2 11,3% Samvinnulífeyrissjóðurinn 28,9 24,3 14,2% Alls 932 748 * Heildareignir í milljörðum ** Raunávöxtun af Ævisafni 1 *** Raunávöxtun hjá Frjálsa 1 Heimild: Ársskýrslur lífeyrissjóðanna Hagnaður Landsbankans nam tæpum 14,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi sem er mesti hagnaður bankans á einum árs- hluta. Til samanburðar hagn- aðist bankinn um sex milljarða á sama tímabili fyrir ári síðan. Aukningin er 136 prósent. Uppgjörið er umfram spár hinna bankanna; KB banki reikn- aði með 13,4 milljarða króna hagnaði en Glitnir bjóst við 12,5 milljörðum. Arðsemi eigin fjár eftir skatta er 63,5 prósent á ársgrundvelli. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 8.934 milljónir og meira en tvöfölduðust milli ára, þjón- ustutekjur voru 6.857 milljónir og fjárfestingatekjur, til dæmis gengishagnaður, voru 11.150 milljónir. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 27 millj- örðum króna og jukust um 111 prósent milli ára. Tekjur bankans af erlendri starfsemi hafa aukist jafnt og þétt og eru nú um helmingur af hreinum rekstartekjum. Rekstargjöld voru 8.088 millj- ónir og tvöfaldast frá fyrra ári. Virðisrýrnun útlána, eða framlag í afskriftarreikning, nam 1.555 milljónum. Eignir bankans voru um 1.770 milljarðar þann 31. mars og hafa hækkað um 26 prósent frá ára- mótum. Eigið fé bankans stóð í 117 milljörðum. Eiginfjárhlutfall (CAD) bank- ans var þrettán prósent og hefur lækkað lítillega frá áramótum. Hlutfallið hefur styrkst á öðrum ársfjórðungi með sölu á eignar- hlut í Carnegie. eþa GOTT UPPGJÖR LANDSBANKANS Hagnaður jókst um 136 prósent milli ára og var sá mesti frá upphafi á einum árshluta. Hagnaður LÍ eykst um 136 prósent Uppgjörið vel fyrir ofan væntingar. Tekjur erlendis frá nema helmingi rekstrartekna. A F K O M A L A N D S - B A N K A N S Á F Y R S T A Á R S F J Ó R Ð U N G I O G S P Á R (í milljónum kr.) Hagnaður 14.276 Spá Glitnis 12.468 Spá KB banka 13.392 Meðaltalshagnaður 12.930 Glitnir skilaði um 9,1 milljarðs hagnaði á fyrsta ársfjórðungi sem er þrefalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Meðaltalsspár KB banka og Landsbankans hljóðuðu upp á tæpa 6,5 millj- arða þannig að uppgjörið er langt umfram spár. Hreinar vaxtatekjur Glitnis voru 7.830 milljónir króna á árs- fjórðungnum og hækkuðu um 75 prósent á milli ára. Hreinar þjón- ustutekjur voru 5.626 milljónir og hreinar tekjur af veltufjáreign- um og veltufjárskuldum, eins og hlutabréfum og skuldabréfum, voru 3.229 milljónir króna. Er það aukning um 159 prósent. Hreinar rekstartekjur voru um 17,3 milljarðar króna og jukust því um 109 prósent milli ára. Rekstarkostnaður á tímabilinu var 5.873 milljónir og hækkar um 39 prósent frá sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum segir að 60 prósent hagnaðar fyrir skatta komi erlendis frá, þar af 3,3 milljarðar frá fjárfestinga- og alþjóðasviði. Gengishagnaður í Noregi var 2,3 milljarðar króna. Heildareignir bankans voru 1.836 milljarðar í lok mars og jukust um fjórðung frá áramót- um. Lækkun íslensku krónunnar skýrir að hluta til þennan vöxt. Eigið fé bankans jókst um 31 prósent frá áramótum, eða um 27 milljarða, og var 111 milljarðar í lok mars. Að hluta til kemur aukningin vegna hlutafjáraukn- ingar. - eþa NÍU MILLJARÐA HAGNAÐUR Afkoma Glitnis var þrefalt hærri á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Hagnaður var langt umfram væntingar. Hagnaður Glitnis þrefaldast milli ára Hagnaður 2,5 milljörðum yfir spám. Gengishagnaður 2,3 milljarðar í Noregi. A F K O M A G L I T N I S Á F Y R S T A Á R S - F J Ó R Ð U N G I O G S P Á R (í milljónum kr.) Hagnaður 9.098 Spá KB banka 6.960 Spá Landsbankans 6.030 Meðaltalshagnaður 6.495 VIÐ ELLIHEIMILIÐ GRUND Góð ávöxtun var hjá stærstu líf- eyrissjóðum landsins milli áranna 2004 og 2005, en í eignasafni sjóðanna vega þungt innlend hlutabréf. Lysing_Tommustokkur_5x100mm Er þak á þinni starfsemi? Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Allir flurfa flak yfir höfu›i› - líka flitt fyrirtæki! "Hefur flú kynnt flér kosti eignaleigu vi› fjármögnun atvinnuhúsnæ›is? Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu, höfum vi› hjá L‡singu hjálpa› fyrirtækjum af öllum stær›um og ger›um a› koma flaki yfir sína starfsemi." Sigurbjörg Leifsdóttir Rá›gjafi, fyrirtækjasvi›
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.